Tíminn - 24.11.1964, Blaðsíða 11

Tíminn - 24.11.1964, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 24. nóvember 1964 n saes:. 1 34 IÁ BOUNTY Charles Nordhoff og James N. Hall Gegn vilja mínum svaraði ég orðum hans vingjarnlega. — Ég var orðinn gramur yfir þeirri óhamingju, sem hann hafði leitt yfir okkur. En frammi fyrir honum hvarf mér öll gremja. Ég stóð hér frammi fyrir Fletcher Christian, vini mínum, e*n ekki uppreisnarmanninum, sem hafði rekið 19 manns út í opinn dauðann, á þann hátt að skilja þá eftir í opnum báti í margra þúsunda mílna fjarlægð frá heimkynn- um sínum. Christian þarfnaðist manns, sem hann gæti trúað fyrir hagsmunum sínum, og ég hafði aðeins dvalið inni hjá honum örstutta stund, þegar hann fór að tala um uppreisn- ina. — Þegar ég hugsa um Bligh, hóf hann máls, — þá hef ég engar áhyggjur. Ég varð að þola svo margt, að mér er sama, hvað fyrir hann kann að koma. En þegar mér verður hugsað til þeirra, sem með honum fóru--------. Hann kreisti aftur augun, eins og hann vildi reyna að þurrka myndina úr huga sér af hinni brothættu bátsskel með nítján manns innanborðs. Rödd hans var svo harmþrungin, að ég gat ekki annað en haft samúð með honum. Ég vissi, að hann myndi aldrei öðlast sálarfrið. Hann bað mig að láta mér víti hans að varnaði verða og framkvæma aldrei neitt að óhugsuðu máli. Þrátt fyrir samúð mína með honum, hrökk það út úr mér, að uppreisn, sem hefði verið svo nákvæmlega og leynilega áformuð, hefði naumast verið gerð að óyfirlögðu ráði. — Hamingjan góða, hrópaði hann. — Álíitð þér, að upp- reisnin hafi verið fyrirfram áformuð? Tíu mínútum áður en Bligh var tekinn fastur, datt mér ekki uppreisn í hug, fremur en yður sjálfum. Hvernig getur yður dottið slíkt í hug? — Hvað átti maður að álíta annað? spurði ég. — Þetta skeði, þegar þér voruð á verði. Þegar Churchill vakti mig höfðuð þér algerlega náð skipinu á yðar val<3, og vopnaðir menn stóðu við allar klefadyr. Það er óhugsandi, að þetta skyldi geta skeð, án þess að um það hefði verið rætt áður. — En samt sem áður var það nú svo, svaraði Christian al- varlegur. — Þetta var ákveðið á fimm mínútum. Munið þér eftir samtali okkar kvöldið áður, þegar Peckover var á verði? — Já, það man ég vel. — Ég bað yður, ef eitthvað skyldi koma fyrir mig á heim leiðinni, að skýra_ f jölskyldu minni frá því, þegar þér kæm- uð til Englands. Ástæðan til þess, að ég bað yður þessa, var sú,> að ég hafði ákveðið að yfirgefa skipið, áður en morgun- varðmennirnir kæmu á þiljur. Ég hafði ekki ekki trúað nein um fyrir þessu öðrum en Norton, sem ég vissi, að mér var óhætt að treysta. Ég vildi ekki segja yður frá þessari ráða- gerð, því að ég vissi, að þér mynduð reyna að hafa mig ofan af þessari fyrirætlun minni. Norton hafði, í laumi, smíðað ofurlítinn fleka, sem ég vonaðist eftir að geta komizt á til Tofoa. Þar sem svona var gott í sjóinn, vonaði ég, að þetta myndi heppnast. — Ætluðuð þér í raun og veru að yfirgefa fjölskyldu yðar og heimili að fullu og öllu? — Já, ég gat ekki verið hér lengur. Ég hafði þjáðst undir harðstjórn Blighs, og þegar hann ásakaði mig um, að ég hefði stolið kókoshnetunum, þoldi ég ekki meira. — Ég veit, að þér hafið orðið að þola mikið, en við vorum allir á sama skipi. — Ég tók ekki tillit til þess. Ég hugsaði ekki um annað en hina svívirðilegu ásökun, sem fólst í orðum skipstjórans. Auk þess hugsaði ég um hið langa ferðalag, sem við áttum fyrir höndum, og ég vissi, að ég myndi aldrei þola slíkar þjáningar í heilt ár. En ég hafði ekki heppnina með mér. Veðrið var fagurt og eins og þér munið, voru nærri allir á þiljum uppi. Og það var nærri því óhugsandi, að ég gæti læðzt frá borði, eins og á stóð. Að lokum ákvað ég að fresta framkvæmd þessarar fyrir ætlunar. Ég varð að bíða, þangað til við færum fram hjá annarri ey vestar. Jafnvel klukkan 4 um nóttina, þegar ég tók við verði af Peckover, hafði mér ekki dottið uppreisn í hug. Mér þætti vænt um, ef þér vilduð trúa mér. Ég fullvissa yður um, að þetta er satt. Ég gekk um gólf á þilfarinu og hugsaði um hinar stöðugu móðganir, sem ég varð fyrir. Ég ver mig ekki, ég aðeins skýri frá staðreyndum. Mig langaði til þess að drepa manninn. Mér datt það oftar en einu sinni í hug. Hvers vegna átti ég ekki að myrða hann og losna við hann á þann einfalda hátt. — Freistingin varð mér nærri því of sterk. Ég segi yður þetta, til þess að lýsa fyrir yður tilfinningum mín- um á þessari stundu. Ég var utan við mig af örvæntingu. Eins og þér vitið var Hayward næststjórnandi á minni vakt. Til þess að ná aftur valdi á sjálfum mér, fór ég að leita hans. Ég fann hann sofandi við lestarhlerann. Ef öðruvísi hefði staðið á, hefði slík vanræksla gert mig fokreiðan. — Við vorum á óþekktum slóðum og Bligh hafði gefið strangar skipanir um, að gæta fyllstu varúðar, hversu langt sem við kynnum að vera frá landi. Hayward hafði stjórn á framþiljunum. Þrír varðmannanna höfðu fylgt dæmi hans — og sváfu. Ég stóð stundarkorn og horfði á Hayward. Þá var sem hvíslað væri að mér: Taktu skipið! Frá þeirri stundu hugsaði ég skýrt og ljóst. Ég skildi, að þetta var tækifærið, en ég athugáði ekki þær afleiðingar, sem þetta gat haft fyrir hiha. Burkitt var vakándi ög stóð bak borðsmegin. Bligh fiafði oft refsað honum, og ég vissi, að ég mátti treysta á hjálp hans. Samt sem áður sagði ég honum ekki ætlun mína. Því að nú hafði ég gert áætlun í hugan- um. Ég bað hann að koma með mér undir þiljur og vekja Churchill, Martin, Thompson og Quintal, án þess að vekja hina, og segja þeim, að mig langaði til þess að tala við þá við fremri lestina. Því næst gekk ég til Colemans, vakti hann varkárlega og bað hann að lána mér lykilihn að vopnakist- unni, því að ég þyrfti að ná mér í byssu til þess að skjóta há- karl með. Hann fékk mér lykilinn, sneri sér svo til veggjar og sofnaði á ný. Ég fann Hallet, þar sem hann svaf á vopnakistunni. Hann tilheyrði líka minni varðsveit. Ég vakti hann og rak hann aft ur í skut. Hann varð hræddur við að vera staðinn að van rækslu í starfinu og bað mig að segja ekki Bligh skipstjóra NYR HIMINN - NY JÖRÐ EFTIR ARTHÉMISE GOERTZ 45 inn bogaði af enni hennar og gljá- svörtu hárinu. Af mikílli þolinmæði reyndi læknirinn að lagfæra stellinguna. Hann bullsvitnaði af erfiðinu og stofuhitanum, tók af sér skyrtu- kraga og bindi og braut niður hálsmálið. Síðan gekk hann fram í eldhús og þó hendur sínar, kom aftur og drap öllum áhöldum sín- um niður í karbólvatn, lagði þau svo í röð á sótthreinsaða þurrku. Það var nú deginum ljósara. að hann myndi verða að taka til þeirra. Hann varð að svæfa hana, svo nauðugt sem honum þó var það. Það var gagnstætt því eðlilega. Auk þess hafði hann engan til að hjálpa sér. Hann leit til manns- tas, er stóð þar dapur' og kvíð- andi með vinnulúnar hendur, sem báru menjar eftir pellagra, rauð ör. Hann leit framan í Sófróníu, með hryggð í barnslegum einfeldn issvip sínum. Núma — hann var aðeins ellefu ára að aldri, eitt ein- asta misskilið orð gat riðið að fullu. Hin voru allt of ung, jafn- vel þótt um áberandi greind hefði verið að ræða hjá einhverju þeírra Kannski Mirjam sæti ennþá nið- ur hjá vatninu .... —• Númi. Drengurinn kom þegar fram úr eldhúsinu. — Ríddu niður að brautinni. Þú getur tekið hestinn minn. Þar munt þú finna unga stúlku. Bið þú. hana að koma hingað með bér. Segðu að ég hafi sent þig. Engan keisaraskurð. Ekki í þess um óþrifnaði. Ekki með þessum áhöldum, svo klúr og illa löguð sem þau voru. Jafnvel þótt kon- an lifði skurðinn af, myndi ógern- ingur að komast hjá ígerð og eitr- un á eftir. Hann vissi, hvað hér varð ekki umflúið.' Það varð hon- um æ ljósara, nauðsyn þess æ brýnní, en hann óaði við hugsun- inni. — Ég þarf að tala við yður. Hann gaf Alphonse bendingu, og þeir gengu út á dyraþrepin. Hann reyndi nú að skýra aðstæðurnar fyrir honum með svo einföldum orðum, sem honum var unnt. — Þannig getur stundum atvik- ast, að ekki sé um annað að gera, en taka eitt líf til að bjarga öðru. Maðurinn skildi og yfirvegaði. Eitt barn enn þýddi tvær hendur til viðbótar að tína mosa. Þetta fólk hugsaði ekkert um, að eitt barnið enn þýddi líka munn til viðbótar að metta. — Já, það yrði erfitt fyrir mig að fá aðra konu, mælti Alphonse um síðir. — En ég get eignast annað barn á næsta ári. Þar með hafði hann útkljáð málið. í þessu kom Mirjam inn í garð- inn með Núma. Hann lagði nú þunna lérefts- rýju yfir grímur.a. — Haldið henni rakri, en ekki rennvotri. sagði hann henni til skýringar. — Ég kann vel að finna slag- æðina. Það gerði ég á sjálfri mér, þegar ég var veik. — Teljið þá æðaslögin. Ef þau eru jöfn, takið þér grímuna burtu þegar í stað og gerið mér aðvart. Hann úðaði klóroforminu á klút inn. Lyktin barst um alla stofuna. — Gætið að andardrættinum. Og vörunum. Ef andardrátturinn verður mjög hægur, eða varinar bláar, takið þér grímuna af og segið mér til. Konan var hætt að kveinka sér. Hún hafði mísst meðvitund. Hann rétti Mirjam flöskuna. Svo snerí hann sér að þessum ógeðslegu verkfærum, sem lágu þar á stól og biðu hans. Tók upp Simpson-töng og dýfði henni einu sinni enn niður í karbólvatn. Nú gat hann ekki lengur hirt um þessa hlægilegu blygðunarsemi. Ör lög barnsins voru þegar ákveðin, en hvert minnsta fum var einnig orðið örlagaríkt fyrir móðurina. Enginn læknir í veröldinni var fær um að framkvæma slíka læknis- aðgerð blindandi. Hann sveiflaði yfirlakinu alveg frá. — Hver þremíllin, hrópaði Gasp ark, og gekk hikandi fram. — Út úr herberginu með ykkur öll saman. Númi og Sófrónia höfðu komið inn og störðu á allt framan úr stofuhorninu. Þau hurfu án þess að segja orð. — Eg sagði öll, endurtók lækn- irinn og leit til Alphonse. Rödd hans var hörð og hvöss eins og stál, en þó talaði hánn alveg rólega. Rakt hárið hékk nið- ur á enni hans, og hann fann hvernig svitinn bogaði niður á bak og herðar. Hann varð að fleygja manninum út, ef þess gerð ist þörf. Hann beið þess með alla vöðva spennta, að Alphonse færi út. Andartaks töf gat orðið hættu- leg. Gaspard hvessti augun á hann. Svo þokaðist hann á hlið út úr herberginu, en leit af lækn- inum til Mirjam. Það var bert að hann hugsaði sem svo: Fyrst það er nú kona viðstödd .... Læknirínn smeygði tönginni inn. Hann sneri henni í hring og fann hvernig litla mjúka höfuð- skelin molaðist. Þegar öllu var lokíð, lét hann á sig flibbann og gekk útí garð- inn. Þar fann hann bekk undir tré og settist tii að anda að sér fersku lofti. Börnin, sem höfðu glápt á hann eins og guð, þegar hann kom léku sér nú milli tjránna, en hund arnir hoppuðu geltandi kringum þau. Nú snerist athygli þeirra ekki um hann, eins og áður. Eftir stundarkorn kom Mirjam út og settist hjá honum. Hún lagði hönd sína á öxl hans og þau sátu þögul í nokkrar mínútur. Svo sagði hún. — Henni líður betur. Þér þurfið ekki að vera kvíðandi. Hún hallaði sér upp að honum og dró höfuð hans niður á öxl sína. Þannig hvíldist hann við brjóst hennar, þakklátur í huga. Hann vissi, að honum hafði orðið á í messunni. Það var ekki út af missi barnsíns, — slíkt hafði verið óhjákvæmilegt. En hann hafði glatað þeirri vísindalegu af- stöðu, sem læknar verða um fram allt að temja sér. — Ég er viðkvæmur asni, mælti hann með beiskju í rómnum. — Það þarf enginn að skamm- ast sín fyrir það. Hún strauk um hár hans. — Eng inn þarf að fyrirverða síg fyrir að vera hann sjálfur. Sá, sem reyn ir að vera ekki hann sjálfur, hann ætti að skammast sín. Sem hann nú lá þarna upp við brjóst hennar og hlustaði á hjart- slátt hennar, fannst honum hún ekki vera neitt barn lengur, held- ur jafn gömul og hann sjálfur — öllu heldur eldri að árum. Hann minntist þess, hvernig hún hafði staðið álút yfir konunni þarna inni. Hann sá hvernig hönd henn- ar var örugg og róleg. Hann sá djúpt niður í skilningsríka sál hennar. Líkast til voru konur æv- inlega eldri en karlar, gilti einu á hvaða aldri þær voru. Faðir Viktors og Nanaine sátu í ruggustólum sínum úti á hjall- anum og biðu þess, að Bazile kall-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.