Tíminn - 01.12.1964, Page 1

Tíminn - 01.12.1964, Page 1
Sir Winston Churchill MED WISKI ogTcda NTB-London, 30. nóvember. Mikið var um dýrðir í London í dag á níræðisafmæli Sir Winston Churchills. Heilla- óskirnar streymdu að hvaðan- æfa úr heiminum, þar á meðal voru þrjár afmælistertur, ein þeirra 55 kíló á þyngd, aragrúi af blómum, kirkjuklukkuhiing- ingar og u. þ- b. 60,000 kort og skeyti. Meðal þeirra, sean sendu skeyti, var Elizabeth drottning og fjöldi þjóðhöfðingja. Ekki linnti heillaóskúm allan daginn og vottaði heimurinn með því virðingu sína þeim manni, er stýrði Stóra-Bretlandi og öllum heiminum heilu og höldnu í gegnum erfiðleika síðari heimsstyrjaldarinnar. Þjónustulið Churchills og einkaritari voru þegar að drukkna í heillaóskum og gjöfuim, er Churchiil ko'm á fætur uim hádegisleytið. Snemma um morguninn fyllt- ust götumar í kringum heim ili Churchills af fólki, lögreglu þjónum, póstbílum og sión- varpsbíluim, en fólkið beið árangurslaust, því Churehill sást ekiki í neinum glugga. en á sunnudaginn heilsaði hann fólksfjöldanuim tvisvar úr glugga á húsi sínu. Forsætis- ráðherrann, Harold Wilson, var einn þeirra, sem heim- sótti Churchill og bar honum hamingjuóskir sínar og sinna heimsfrægðar. Eitt skeytið var frá Pretoriu, þeirri borg í S.-Afríku, þar sem Churchill sat fang! í Búastríðinu. Sagði í skeyvinu, að höfuðborg S.-Afríku væri stolt af því, að vera eina borg- in í heiminum sem hefði nýst Churchill, sem óvelkomin gest. Framhald á bls. 13. 245. tbl- — Þriðjudagur 1. desember 1964 — 48- árg. Ákæra upp á 11 siður KJ-Reykjavík, 30. nóv. Nú fyrir helgina var birt ákæra, vegna máls er upp kom hjá Eimskipafélagi Reykjavíkur á árinu 1961. Var hér um að ræða meint gjaldeyrissvik hjá einum af forsvarsmönnum fyr- irtækisíns. Bókhald félagsins var allt tekið til endurskoðun- ar, og stóð sú endurskoðun yf- ir þar til í september á fyrra ári. Þá var málið tekið til dóms- rannsóknar, og hefur verið þar mikið til síðan. Lauk rannsókn- inni fyrir skömmu, og voru niðurstöður hennar sendar sak- sóknara ríkisins. Saksóknari ákvað síðan að höfðað skyldi mál, og er ákæruskjalið ellefu vélritaðar síður. Svo sem sjá má af lengd ákæruskjalsins, er mál þetta mjög yfirgripsmikið og mun þar kenna ýmissa grasa. Málið hefur verið þingfest, og verður þingað í því fyrsta miðvikudag í febrúar á næsta ári. MUNUMERKJA LANGREYDINA FB—Reykjavík, 30. nóv. jar fyrir valinu, hvað merkingum dýrmætasta hvalategundin, sem Ákvörðun hefur verið tekin viðkemur> enda mun Það vera Framhaid at 2. síðu. um, að í vor verði hafizt handa um merkingar á hvöl- um hér við land. Það var Jón Jónsson fiskifræðingur, for- stöðumaður Fiskideildar At- vinnudeildar Háskóla íslands, sem sagði frá þessari ákvörð- un í erindi, sem hann flutti á sunnudaginn, en þetta var lokaerindið í erindaflokki hans um hvali. Með merking unum er ætlunin að fá ná- kvæmar upplýsingar um göng ur og lifnaðarhætti hvala, en hingað til hafa menn lítið eða ekkert vitað um það hvaðan þeir hvalir koma, sem hér eru veiddir á sumrin. Við hringdum í Jón Jónsson fiskifræðing, og spurðumst frétta af pessum fyrirhuguðu merking- um. Hann vildi lítið um þær segja, þar eð málið væri enn á byrjun arstigi. Hins vegar viðurkenndi hann, að til stæði að hefja hér hvalamerkingar, og yrðu langreyð f Færðin góð MB-Reykjavík, 30.' nóvembei. Spáð hafði verið mjög vendu veðri hérlendis um helgina en betur fór en á horfðist, þótt sums staðar væri veður nokkuð slæmt seinni partinn í gær, einkum á miðum. Vegir hafa ekki teppzt, en hálka er níjög mikil og vissara að aka var- lega, ef ekki á illa að fara Hiörleifur Ólafsson hjá Vegamálaskrifstofunni sagði í dag, að sæmilegt keðjufæri væri alla leið til Raufarhainar, Framhald á bls. 13. Hvalur við skipshlið Stóðhestur til Grænlands FB-Reykjavík, 30. nóv. Á sunnudaginn fór stóðhestur úr Árnessýslu flugleiðis með St.raumfaxa Flugfélags íslands áleiðis til Grænlands, en hestur- inn er gjöf frá Búnaðarfélagi ís- lands til grænlenzka búnaðarfé- lagsins í Görðum (Igaliko) á Græn landi. Á meðan grænlenzku bænd- urnir II, sem hingað komu síðast liðið haust, voru hér á landi, var þeim heitið að þeir fengju héðan að gjöf stóðhest. Búnaðarfélagið keypti síðan í vor stóðhest af Jóni Sturlusyni á Fljóts-Hólum í Árnes- sýslu, og var hesturinn tveggja vetra, þegar hann var keyptur. Nokkrum erfiðleikum var bund- ið, að koma hestinum héðan til Grænlands, þar eð aðeins var hægt að senda hann flugleiðis. Til greina kom, að senda hann héðan til Dannlerkur í sumar, og svo með flugvél þaðan, en það þótti þó íllfært. Þá varð það fyrir nokkru, að danska Grænlandsverzl unin féllst á að minnka farm þann sem hún ætlaði að senda með Straumfaxa Flugfélags íslands, svo að rúm yrði fyrir stóðhestinn í vélinni. Hesturinn fór svo á sunnudag- Framhald á bls. 13. Loftleiðir byggja 200gesta hótei EJ-Reykjavík, 30. nóvember. I er búizt við að hótelið verði tilbú- Á laugardaginn var byrjað að ið vorið 1966. Er hér um að ræða grafa fyrir hótelbyggingu Loft- nýtízku hótel fyrir um 200 gesti stofubyggingar Loftleiða og flug- turnsins. Arkitektarnir Gísli Hall- dórsson, Ólafur Júlíusson og Jósef leiða á Reykjavíkurflugvelli, og | og verður það staðsett milli skrif-1 Reynis teiknuðu húsið. Stjórn Loftleiða kallaði blaða- menn á sinn fund í dag og skýrði þeim frá því, að ákveðið væri að byggja þetta hótel. Þegar Loftleið- ír hófu byggingaframkvæmdir á Reykjavíkurflugvelli, var í upp- hafi ráðgert að reisa fyrst skrif- stofubyggingu en síðar flugaf- greiðslu. En eftir að ljóst var orð- ið, að Loftleiðir yrðu, vegna kaupa á hinum nýju Rolls Royce 400, að flytja flugafgreiðslu sína til Keflavíkur, þótti rétt að láta hótel rísa á þeim grunni, sem bú- íð var að gera vegna hinnar upp- haflega fyrirhuguðu flugstöðvar- byggingar, og auðvelda með því möguleikana á að taka hér á móti hinum sívaxandi fjölda erlendra ferðamanna. Var byrjað s. 1. laug- Framhald á bls. 13.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.