Tíminn - 01.12.1964, Síða 16

Tíminn - 01.12.1964, Síða 16
■MMi Þriðjudagur 1. desember 1964 245. tbl. 48. árg. Neonlýst klukka í kirkjuturninum V y '2*. 1 ú.'>áí!ii.iuiii:iiiiiiBuiiMlnt ••••• 1(1)4,. ■ !l ! I Mll'm, EJ-Reykjavík, 30. nóv. Fyrir nokkru veittu menn því athygli, að upplýst klukka var kominn í turn- Hafnarfiarðarkirkju. Er klukka þessi þýzk að gerð, framleidd af Thilipp Hörz í Ulm í Bæheimi. Kostaði hún komin til landsins 120.000 krónur. Blaðið hafði í dag samband við Ásgeir Long, sem sá um uppsetn- ingu klukkunnar. Sagði hann klukku þessa mjög góða og ná- kvæma, væri hún búin að ganga hér á landi í um tvo mánuði án þess að henni skeikaði. — Hvernig gengur þessi klukka, Ásgeir? — Hún gengur fyrir rafmagni. Er hún raunverulega tvíþætt. Niðri í kirkjunni er aðalklukkan, sem síðan stjórnar vísunum uppi í tuminum, en þar eru fjórar skíf ur, ein á hverri hlið turnsins, og sú stærst, sem er framan á turn- inum. Klukkan getur þó gengið í 12 klukkustundir án rafmagns. Um leið og rafmagnið fer af, tek ur lóðadráttur við sjálfkrafa. Klukkan gengur því, en vísirarnir uppi standa kyrrír. Síðan, þegar rafmagnið kemur aftur, þá vinna vísirarnir upp „tímatapið" og still- ir klukkan sig þannig sjálf. Þessi klukka hefur nú gengið í tæpa tvo mánuði alveg rétt. — Hvað slær hún oft? — Hún slær á fimmtán mínútna fresti. Sem stendur er hún í sam- bandi við tvær kirkjubjöllur, sem voru fyrir í turninum. Slær hún eitt högg á minni bjölluna fyrsta kortérið, tvö högg annað kortérið og þrjú högg þriðja kortérið, en stundarslögin slær hún á stærri bjölluna. Mun láta nærri að hún slái um 500 högg á sólarhring. — Einníg er hægt að setja hana samband við fimm bjöllur og láta hana síðan slá lag, t. d. á klukkustundar fresti, þ. e. lag með fimm tónum. Framhald á bls. 13. SjmtahkverB oglLaxness- bækur aðrar koma út í dag GB—Reykjavík, 30. nóvember. Riagnar í Smára bauð frétta - mönnum að hitta Halldór Lax- ness að máli í dag í tilefni þess að Helgafell gefur út samtímis þrjár bækur skáldsins, sem koma í bókabúðir á morgun. 1. desember. Fyrst og fremst er það ein ný af nálinni, smá- sagnasafnið „Sjöstafakverið“. og nýjar útgáfur af rítgerða- safninu „Reisubókairkorn" og fyrstu skáldsögu Halldórs, ,Barni núttúrunnar“, sem út kom veturinn 1918-19, þegar Halldór var 17 ára ganiall. Um fyrstu bók sína segir Halldór: „Nú þegar ég hef látið til leiðast að renna augum yfir bókina í fyrsta sinn síðan ég sendi hana frá mér sextán vetra gamall, þá uppgötva ég að þetta muni vera bezta bók mín, og liggja til þess þær orsakir að hún geymir óm bernskunnar. Þetta er kveðja mín til bernskudaganna. Eg gekk enn á stuttbuxum ann- an dintinn meðan ég samdi þessa bók og hafði einkenni- legan kraga um hálsinn og stór furðulegt hálsbindi eftir smekk bráðþroska drengs, sem hefur orðið hugfanginn af andlits- myndum mestu snillinga aldar innar sem leið í mannkynsög- unni og alfræðibókinni. Á titil blaði bókar. stendur að Barn náttúrunnar sé „ástarsaga." Þetta hlýtur að vera einhver misskilningur. Má vera að það sé eitthvert strákapar í auglýs ingamennsku til að laða fólk að bókinni — eins og þegar Halldór frá Laxnesi „meS einkennllegan kraga stórfurSulegt bindi/1 og Eiríkur rauði skírði jökulinn Grænland. Það verður með engu móti ráðið af bókinni, að höfundurinn hafi verið kyn- þroska þegar hann samdi hana. Þó ekki væri nema vegna þess arar brellu stendur þessi skáld saga ein sér.“ Söguna byrjaði Halldór að skrifa sumarið 1918 og lauk við hana í upplestrar fríi Menntaskólans um jólin. Nokkru síðar fór hann til út- landa og kvaðst aldrei hafa séð próförk af henni, „þá var um að gera að skrifa sem flest orð á mínútu“ sagði Halldór. Um „Sjöstafakverið'1 sagði Halldór: „Eg hef gengið með þær allar í höfðinu í langan tíma. en það tók stuttan tíma að skrifa þær, og það er ekki nema hálfur mánuður síðan ég sendi þá síðustu í prentsmiðj una. Eg geng með efni í fleiri smásögur. hvort þær verða nokkurn tíma skrifaðar. Smá saga þarf lengi að vera að skap ast, hún er óhemju tímafrek og vandasöm. Það þarf að strika svo margt út, sem þar á ekki að vera. Eg gerði Ragnari tilboð um nokkur nöfn á bókina, t.d. „Sjö Framhald á bls. 13 Ný símaskrá í vor MB-Reykjavík, 30. nóvember. Ný símaskrá kemur út á næsta vori og er undirbúningur tvrir út komu hennar þegar í fullum gangi. Þeir, sem vilja gera breytingar við númer sín í þessari nýiu símaskrá, þurfa að bregða fljótt við, því frestur til þess rennur út 10. desember. Hafsteinn Þorsteinsson, fulltrúi hjá Bæjarsímanum, sagði blaðinu í dag, að hin nýja símaskrá myndi koma út næsta vor, sennilega í maí eða júni. Hún verður fyrir allt landið og verða í henni ný númer sjálfvirkra stöðva sem tengjast Reykjavík og öðrum sjálf virkum stöðvum í beinu sambandi við hana á næstunni, svo sem Ak- ureyrar, Dalvíkur, Húsavíkur og e t. v. Siglufjarðar. Skráin vetður með svipuðu sniði og undanfarið, þó verða i henni tvenn nýmæli. í fyrsta lagi geta varahlutaverzlan- ir fengið nöfn sín prentuð sér- staklega í henni og í öðru lagi verð ur sérstök skrá yfir umboðsmenn erlendra fyrirtækja i stafrófsröð fyrirtækjanna. Eftir þessu befur verið óskað, endn ekki allir, sem vita, hverjir eru með umboð fvrir hverja vörutegund, en nú geta þeir sem sagt flett upp á r.afni hins erlenda fyrirtækis og fundið ] þar nafn og símanúmer umboðs- mannsins. Þeir, sem vilja láta breyta at- vinnuheiti, þurfa að láta vita fyrir tíunda desembfcr. Hafi bæjat-sím- inn flutt síma viðkomandi frá út komu síðustu símaskrár, á sú bieyt ing að koma sjálfkrafa inn í skrána við nafn viðkomandi, en hins vegar þurfa fyrirtæki, sem Framhald á bls. 13. ÞRÍR FLUTTIR í SJÚKRAHÚS HS-Akureyri, 30. nóvember. Slys varð hér á Akureyri seint í gærkvöld, er fólksbíl var ekið á húströppur og voru bílstjórinn og þrír farþegar fluttir á sjukrahús og eru þar enn í kvöid. Slys þetta varð laust fyrir klukkan fcálf tólf í gærkvöldi. Bifreiðin A141 var á leið norður Hafnarstræti. Skamimt fyrir sunnan húsið numer 92 ætlaði bílstjórinn að axa fiam úr öðrum bíl, en missti við það stjóm á bíl sínum. Lenti hann fyrst upp á gangstétt austan við götuna og rakst síðan á tröppur við SV-hom hússins- Hálka var talsverð, er þetta gerðist. I bílnum Framhald á bls. 13. SKYNDIHAPPDRÆTTIÐ Þrátt fyrir glæsilega vinn- inga sem eru Opel Rekord bif- reið, fjórar Levin frystikislur. fjórar Singer saumavé'ar og fjórar Smith Corona ratmagns- ritvélar, kostar miðinn aðeins 50 krónur. Það er því s.iálfsagt fyrir alla að kaupa miða í þessu ágæta happdrætti — Hægt er að panta þá í síma 15564 og kaupa þá úr bílnum, sem ei til sýnis í Austurstræti 1. Þeir, sem fengið hafa ir.iða senda heim, eru beðnir að gera skil fyrir þá sem ailra fyrst á skrifstofu Framsóknar- fl. Tjarnargötu 26 Stuðningsmenn um land allt eru beðnir að vinna vel og rösklega fyrir happdrættið og tryggja með þvi góðan arar.gur Munið að dregið verður 23. des. n. k. FÆREYINGAR RÆDA HANDRITAMÁLIÐ 16. síðan — Comet Aðils-Khöfn, 30. nóv. Hand'ritamálið er nú að komast á dagskrá í Færeyjum. Þar benda menn á, að í Flateyjarbók sé margt, sem hefur sérstaka sagn- fræðilega þýðingu fyrir Færeyjar. Með tilliti til þess, sem komið hef- ur fram um afhendinguna hjá Norðmönnum, finnst mörgum Færeyingum mjög óæskilegt, að teknar verði allt of skjótar ákvarð anir um framtíð handritanna. Ákvarðanir um afhendinguna verða að byggjast á vísindalegum rökum, og það er einmitt um þau, sem mönnum kemur ekki saman um í Danmörku, segir fréttaritari Politikens í Færeyjum. Færeyska blaðið „Tingakrossur“ skrifar í dag, að Færeyingar séu líka ein grein hins norræna stofns, og tíl þess verði menn að taka tillit. Blaðið álítur, að undir öllum kringumstæðum verði að minnsta kosti að tryggja færeyskum vís- indamönnum ljósprentanir af þeim handritum, sem hafa sér- staka þýðingu fyrir rannsóknir á elztu sögu Færeyja. Hádegisklúbburinn kemur saman á morgun, miðviku- dag, í Tjarnargötu 26, a sama tíma og venjulega. I

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.