Tíminn - 15.12.1964, Síða 2
TIMINN
ÞRIÐJUDAGUR 15. desember 1964
Mánudagur, 14. desember.
NTB-París. — Ráðherrafund-
ur Atlantshafsbandalagsins
hefst í París á morgun, og mun
Paul Henry Spaak, utanríkis-
ráðherra Belgíu, stjórna fyrsta
fundinum. Dean Rusk, utanrík-
isráðherra Bandaríkjanna,
ræddi við de Gaulle, forseta
Frakklands, í einn og hálfan
tíma í dag, og sagði á eftir, að
viðræðurnar hefðu verið vin-
samlegar og mjög gagnlegar. Á
ráðherrafundinum verður rætt
á breiðum grundvelli um
ástandið í alþjóðamálum, ekki
sízt sambandið milli austurs og
vesturs, Berlínarmálið, kín-
versku atómsprengjuna og
Kýpurmálið.
NTB-New York. — Rapacki,
utanríkisráðherra Póllands,
hélt ræðu á allsherjarþingi
Sameinuðu þjóðanna í dag, og
lagði þar til, að haldin yrði af-
vopnunarráðstefna. Myndu öll
Evrópuríki, Bandaríkin og
Sovétríkin taka þátt í þessari
ráðstefnu.
NTB-Tel Aviv. — Levi Eskol,
forsætisráðherra ísrael, baðst í
dag lausnar fyrir sig og ráðu-
neyti sitt, eftir sérstakan ríkis-
stjórnarfund í dag.
NTB-Nairobi. — .Tomo Keny-
atta, forsetí lýðveldisins Kenya
sem öðlaðist sjálfstæði í síðustu
viku, sagði í þinginu í Nairobi
í dag, að Kenya myndi hafa
jákvætt hlutleysi sem grund-
vallarreglu í utanríkismálum,
og myndi ekki leyfa íhlutun
annarra ríkja, hvorki frá vestri
né austri.
NTB-New York. — Ríkis-
stjórnin á Kýpur hefur lýst
stuðningi sínum við, að friðar-
sveitir Sameinuðu þjóðanna á
Kýpur verði á eyjunni í cnn
aðra þrjá mánuði. Núverandi
tímabil rennur út 26. desember
NTB-London. — Woolton
lávarður, sem var birgðamála-
ráðherra í síðari heimsstyrjöld
inni og síðar formaður íhalds-
flokksins, lézt á mánudagínn,
81 árs að aldri. íhaldsflokkur-
inn vann þrennar kosningar í
röð undir, hans forystu.
NTB-London. — Stormur og
mikill sjór gerði mörgum skip-
um erfitt fyrir á Norðursjón-
um í dag. Fjöldi skipa sendi út
neyðarmerki, og fóru björgun
arskip út til að aðstoða þau.
Eitt skip, Navidad, lenti á sand
rifi rétt fyrir utan evjuna Ame-
land og kom hollenzkur drátt,-
arbátur því til hjálpar.
NTB-París. — Halvard Lange
utanríkisráðherra Noregs sagði
í dag, að lausn á vandamálurn
þeim, sem nú steðja að Atlants
hafsbandalaginu, væri ekki fyi
ir hendi í augnablikinu, en vai
aði við of mikilli svartsýni,
Lange situr ráðherrafund
NATO í París.
IKISSTJORNIN
SVARAR EKKI
Nefnd ASI og BSRB hefur gert
tillögur til grundvallar framhalds
Með 2 til reiðar
í Þorscafé
KJ-Reykjavík, 14. des.
Það er ekki óalgegnt að mann-
söfnuður mikill safnist saman fyr-
ir utan dyrnar á Þórscafé um það
bil sem dansleikjum lýkur þar
á nóttunni. Er fólk þá oftast í bíl-
um, og umferðarhnútar vilja gjarn
an myndast á Nóatúni og í Braut
arholtinu. Á sunnudagskvöldið
kom svo maður með tvo til reið
ar, upp á gamla móðinn, að dyrum
danshússins, og hefur sennilega
viljað bjóða einhverri dömunni
„heimikeyrslu“ á hestbaki. Ekiki
kom þó til þess að einhver af
dömunum sem komu af dansleikn
lun fengi að sitja gæðinginn, því
lögreglan fjarlægði bæði mann og
hesta af staðnum, enda var maður
inn töluvert undir áhrifum áfeng j
is.
viðræðum í útsvarsmálunuim. Eins
og kunnugt er náðist ekki sam-
komulag hjá fulltrúum fyrr-
greindra aðila og ríkisstjórnarinn
ar um beina læikkun gjalda, en
nefndin var þá sammála um, að
eðlilegt væri að ráðstafanir væru
gerðar af opinberra hálfu að
greiða úr tímabundnum erfiðleik
um, sem skapazt hafa hjá nokkr
um hluta skattgreiðenda, og var
lagt til, að þetta yrði gert með
því að útvega sikattgreiðendum
lán. í blaði starfsmanna ríkis og
bæja, sem er nýútkomið, er skýrt
frá tillögum launþegasamtakanna,
frá 26. okt. s. 1. og fara þær hér
á eftir.
„Nefnd A.S.Í. og B.S.R.B. hefur
kynnt sér greinargerð nefndar
þeirrar, sem framkvæmdi athugun
á skattálagningu 1964 og telur til-
lögur þær, er greinargerðinni
fylgdu, allsendis ófullnægjandi,
þar eð hækfcun skatta og útsvara
í hlutfalli við tekjur allflestra laun
þega undanfarin tvö ár sé svo
ískyggileg, að brýn nauðsyn sé * 1
á beinni eftirgjöf á álögðum gjöld
um á árinu 1964.
Vill nefndin nú leggja eftirfar
andi tillögur til grundvallar fram
haidsviðræðum:
Greiðslur útsvars og tekjuskatts
verði lækkaðar, og upphæð þeirr
ar lækkunar miðuð við fjölskyldu
stærð. Þannig verði ákveðin lækk
un fyrir hvern einstakling og síð
an sérstaklega ladkkun vegna konu
og barna og annarra á framfæri
gjaldþegns.
Þetta nái til allra þeirra ein-
staklinga,
a) sem ekki hafa sjálfstæðan at-
vinnurekstur, eða eru meðeigend
ur í fyrirtæikjum þeim, sem gefa
upp laun eða hluta af launum
þeirra,
b) sem eigi hafa orðið berir að
því að vantelja tekjur sínar til
skatts á skattárinu.
Áður gefinn afsláttur sveitafé-
laga frá lögboðnum útsvarsstiga
dragist frá við uppgjör samikvæmt
endanlegum reglum um gjalda-
lækkun.
í'ramhaid á 14 síðu.
Listmuna-
sýning í ...
Gallery 16
BÓ-Reykjavík, 12. des.
Tvær listakonur, Sigrún
Jónsdóttir og Hedi Guð-
mundsson (frá Austurríki)
hafa opnað sýningu í Gall-
ery 16 á Klapparstíg.
Sigrún sýnir þar batik,
messuklæði og upplýst alt
ari með batikmyndum, borð
dúka, kjóla og gluggatjöld.
Má gpta þess, að Kópavogs-
kirkja hefur keypt messu-
hökul, sem Sigrún sýnir
þarna. Einnig sýnir hún
rya-teppi úr íslenzkuim efn-
um. Þarna eru einnig vegg
skreytingar er nota má sem
inniglugga.
Hedi Guðmundsson sýnir
steintau, borðbúnað, katla
og pönnur, skálar og flösk T]
ur. Steintauið er gert úr
innfluttum leir. Þær Sigrún
höfðu sanrtinnu um gerð
borðbúnaðar, dúka og íláta.
Þetta er sölusýning, opin
daglega kl. 1—10 til Þor-
láfcsmessuikvölds.
Helmingur kennara og nemenda í
Danmörku á móti afhendingunni
Aðils-Khöfn, 14. desember.
Umræðufundur um handritin
var haldinn" í! Héllerup Gymnas-
ium á laugardagskvöldið og lagði
Ole Halding, stud. -mag., þar fram
skýrslu um heimsóknir til ýmissa
lýðháskóla, og kom þar fram, að
þar ríkja skiptar skoðanir um
afhendinguna. Taldi Halding, að
um helmingur kennara og nem
enda í dönskum háskólum væru
á móti afhendingu.
Á fundi þessum var Stefán
Karlsson framsögumaður, og fékk
hann 30 mínútur til framsögunn
ar, en aðrir ræðumenn fengu 10
og 5 mínútur. Ræðutíminn var
því alltof stuttur.
Engin ný rök komu fram á
þessum fundi, en Ole Halding,
stud. mag., lagði fram skýrslu um
ferðir fjögurra fulltrúa sögustúd-
enta við Kaupmannahafnarhá-
skóla til margra lýðháskóla í land
inu, og kom þar mjög á óvænt
í ljós, að lýðháskólarnir eru alls
ekki á einu máli um afhending-
una. Halding sagði, að það væri
alls ekki um neina samstöðu með
afhendingunni að ræða þar, eins
og fullyrt hefur verið af ýmsum
stjórnmálamönnum. Að hans á-
liti, þá er um helmingur bæði
kennara og nemenda við þá há-
skóla, sem heimsóttir hafa verið,
andvígir afhendingu Kvað hann
t.d. atkvæðagreiðslu hafa farið
fram við Vestbrik Höjskole, og
hefði meirihlutinn þar verið á
móti afhendingunní
Háskólalektor dr. phil. Bent;
Nordhjem skrifar í Politiken í
dag og segist hafa fengið í hend-
ur mótmæli „til ríkisstjórnar og
þjóðþings“, undirrituð af Hand i
ritanefndinni 1964 ásamt korti,
þar sem hann getur tekið þátt
í mótmælunum. i
Síðan skrifar Nordhjem; —]
„Það er fljótgert að kasta kort
inu í pappírskörfuna, en það er
miklu erfiðara að líta framhjá
herferðinni gegn afhencfingu ,, ís-
lenzku handritanna, sem verður
stöðugt umfangsmeiri. Það er á-j
stæða til að óttast, að ríkisstjórnin'
ákveði að fresta eða hætta við
afhendinguna, og að samband okk'
ar við ísland verði enn einu sinni
fyrir áfalli vegna misnotkunar
Dana.”
Að lokum skrifar Nordhjem:
— „Við verðum aðeins að vona,
að ríkisstjórniii gleymi því ekki,
að í handritamálinu er um að
ræða mikilvæga stjórnmálalega
grundvallarreglu. Það yrði skamm
arlegt fyrir landið, et ekkert yrði
úr afhendingaráformunum. Það
myndi verða sérstaklega skammar
legt af því að við höfum ríkis-
stjórn og þjóðþingsmeirihluta,
sem, að minnsta kosti gagnvart
öðrum löndum, stefnir að alþj.leg-
um skilningi og réttlátu afnámi
nýlendukerfisins“.
NYJUNG MYNDAVÉLUM
KJ-Reykjavík, 10. des.
AGFA-umboðið kynnti á dögun-
um fyrir blaðamönnum nýjung í
framleiðslu myndavéla og fleira
frá AGFA verksmiðjunum, sem
hér er á boðstólum frá þeim.
Nýjungin sem fyrir okkur var
kynnt er nefnt RAPID-kerfi, og
er þannig að í þar til gerðar
myndavélar eru notaðar 35 mm
filmur sérstaklega útbúnar fyrir
RA.PID vélarnar, og þarf ekiki
að þræða þær, heldur aðeins að
stinga filmunni í, loka vélinni og
færa síðan filmuna. Eru. fram-
leiddar fimm mismunandi gerðir
af myndavélum þessum. Mynda-
vélar þessar eru alveg sérlega góð
ar fyrir byrjendur. Öil stærstu og
þekiktustu filmu- og ljósmyndavéla
félög í Evrópu og í Japan hafa
tekið upp RAPID-kerfið, nema
KODAK, en ástæðan til þess er
sú að Kodak reyndi að skapa ein-
okun á svipuðum vélum sem þeir
komu fram með árið 1963.
| Á blaðamannafundinum kynnti
i Hilmar Helgason framkvæmda-
■ stjóri AGFA-umboðsins margar
! aðrar framleiðsluvörur AGFA
I verksmiðjanna, svo sem aðrar gerð
ir myndavéla, kvikmyndatöku og
sýningarvélar, AGFA-segulbönd
' sem notuð eru af 80% allra út-
! varpsstöðva í Evrópu, og að ó-
gleymdum AGFA litfilmunum CT
18 sem notið hafa sívaxandi vin-
sælda hér á landi sakir hinna
skýru lita, skerpu og ljósnæmi
sem filmur þessar bjóða upp á.
Hilmar ílelgason framkvæmdastjóri og Stefán Thorarensen, en á borðinu fvrir framan'þá eru^íokk-
ur sýnishorn af framleiðsluvörum AGFA-verksmiðjanna. (Tímamynd-G.E.).