Tíminn - 15.12.1964, Page 13

Tíminn - 15.12.1964, Page 13
ÞRÍÐJUDAGUR 15. desember 1964 TÍMINN 13 BOK TÓMASAR og SVERRIS KONUR ac kraftaskAid ÍSIENZICIR ÖRLAGAÞÆTTfR um Láfra-Björgu: TÓMAS skrifar um Skáid-Rósu: „Og sjálf er Látra-Björg komin að fótum fram, orðin þreytt og þjáð, og þá yrkir hún eina af síðustu vísum sínum: Langanes er Ijótur tangi. Lygin er þar oft á gangi. Margur ber þar fisk í fangi, en fáir að honum búa. — Nú vil ég heim til sveitar minnar snúa. I þessari vísu kemur fram reisn hennar óbuguð, en hún finnur feigðina kalla. Og þess vegna er hún á heimleið. Hún er stað- ráðin í að ljúka helgöngu sinni á sömu slóðum og hún lagði upp í hana — fyrir heilum mannsaldri. f alla þá tíð hefur hún borið með sér þungan brimgný Látra- Strandar um öræfi og annes, og nú neytir hún síðustu krafta til að geta sofnað við hann, áður en hann deyr út í hjarta hennar. Næsta morgun er Rósa risin árla úr rekkju. Hún verður þess strax vör, að sýslumaður muni lcominn, því að þama em hestar hans við túnfótinn. Hún flýtir sér að hita kaffið og telur til þeirrar stundar, er hún færir honum það í rúmið. Svo drepur hún hljóðlega á svefnher- bergisdyrnar og lýkur upp hurðinni. En þá sortnar henni skyndilega fyrir augum og það má litlu muna, að hún missi kaffi- bakkann úr höndunum. Páll Melsteð er vaknaður, en fyrir ofan hann í rúminu hvílir amtmannsdóttirin á Möðruvöllum, Anna Sigríður. Að þessu sinni gleymast allar kA'eðjur. Páli Melsteð verður snöggvast litið til lags- konu sinnar og gengur úr skugga um, að hún sefur væmm svefni. Þá snýr hann sér aftur að Rósu, horfir í augu hennar drykk- langa stund og mælir síðan í hálfum hl.ióð- um: „Einhvern tíma var þér nú ætlað að sofa þarna“. SVERRIR skrifar um Bólu-Hjálmar: Svo virðist sem það hafi orðið örlög Hjálmars jafnan að verða söguefni í hverri sveit, þar sem hann stakk niður staf- sínum, Gróusagan spann sinn fíngerða þráð um æði hans og athafnir. Heimur hans var að vísu ekki stór, en undan narti hans gat Hjálmar Jónsson ekki komizt, hvernig sem hann fór að. Veröldin var við Hjálmar eins og heimarík búrtík, glefsaði í hann sem óboðinn og umkomulítinn gest. Hælbitinn og hundeltur var Hjálmar alla ævi, og virtist einu gilda, hvort hann gengi einstigu eða alfaraveg. Veröldinni var upp- sigað við þennan mann. Hann hafði kvatt æskusveit sína til þess að losna við eril og illdeilur heimahaganna En hann fékk aldrei gengið fylgju sína af sér. Hún sett- ist við fótskör hans. hvar sem hann sló upp tjöldum á lífsleið sinni. Svo fór einnig Blönduhlíðinni. - Gegn rógi veraldarinnar átti Híálmar ekki annað vopna en vísuna. Þegar rakkar og bitvargur sveitarinnar sóttu að honum kaí-hs eldingum eins og uguð, og nú" sem. fyrr flugu neiátarriff úm stólpa skegg prestanna. sveitarinnar og sviðu UNDIRVERÐ Framhald aí 9. síðu. sem styrkinn veitir, sé aflögufær. Mér sýnist mikið skorta á að þessi rök liggi fyrir í þessu tilfelli enda margt sem bendir til hins gagn- stæða, eins og ég hef að nokkru rakið hér að framan en að telja það allt, er efni í aðra grein og mætti hún vissulega sjá dagsins Ijós. Guðni Sigurðsson. ÍÞRÓTTIR Framhald af 12. siðu. uðu til skiptis — og innan tiðar var staðan orðin 10:1. ÍR-ingar léku frá upphafi mjög sterka vörn — og hirtu nær öll fráköst í vörn og sókn, á því sviði hafa KR-ingar alltaf reynzt eftirbátar ÍR-inga. í hálfleik var staðah 40:18. Síðari hálfleikur -ar tiltölulega jafn, en aldrei náðu KR-ingar að ógna sigri ÍR. ÍR-ingar voru greini lega betri aðilinn og 74:45 sigur var ekki of stór eftir gangi leiks- ins. Beztu menn ÍR í þessum leik voru þeir Hólmsteinn Sigurðsson og Agnar Friðriksson, en einmg sýndi Birgir Jakobsson, nýliði, goð an leik. Þessir leikmenn skoruðu flest stigin, Hólmsteinn 22, en Agnar og Birgir 14 hvor. Þor- steinn Hallgrímsson !ék lítið inn á en skoraði samt 12 stig. Guðmund- ur Þorsteinsson er nú farinn að leika með liðinu aftur — og er því mikill styrkur, ekki hvað sízt í fráköstunum. Guðmundur skor- aði 6 stig. Anton skoraði 3 stig, Haukur 2 og Viðar 1. KR-liðið saknaði Gunnars Gunn- arssonar í þessum leik og hafði það sín áhrif. Guttormur var bezti maður liðsins, en Einar Bollason og Kristinn Stefánsson áttu dá- góðan leik — en hvor fyrir sig. KR-liðið náði ekki saman sem heild — og er vörnin veikari hlið liðsins. Stigin skoruðu: Guttormur 14, Einar 13, Kristinn 10, Hjörtur 4. Kolbeinn 3 og Skúli 1. Dómarar voru þeir Guðjón Magnússon og Björn Arnórsson. MAYO-KLÍNIKIN Framhald al 9. síðu. dag. Mér finnst vægast sagt, álitamál, hvort ekki væri hag- kvæmara fyrir okkar litla þjóð félag, að verja til einhverskon ar „klinik“ starfsemi þótt ekki væri nema örlitlum hluta þess fjármagns, sem nú er ráðstaf- að til spítalabygginga. Og nokkrar vonir eru tengdar við það, að í læknahúsinu Domus Medica, sem nú er í smíðum við Snorrabraut, geti þróast vísir að slíkri starfsemi. Á BRATTDTÐ KAUPFELAG EYFIRÐINGA AKUREYRI JÓLAFÖT OG YFIRHAFNIR HATTAR, HANZKAR, TREFLAR, SKYRTUR, BINDI, SOKKAR, og alls konar HERRAVÖRUR Sendum gegn póstkröfu. HERRADEILD K.E.A. Sími 1700, Akureyri.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.