Tíminn - 21.01.1965, Blaðsíða 1

Tíminn - 21.01.1965, Blaðsíða 1
 8£*%JAVtK Friðarmálin og af- vopnun aðalinntak í ræðu Johnsons JHM-Reykjavík, miðvikudag. Lyndon B. Johnson tók opin- berlega við embætti í dag sem forseti Bandaríkjanna, í Washing- ton, og um leið tók Hubert H. Humphrey við embætti vairafor- seta. Að lokinni embættistökunwi, flutti Johnson ræðu til þjóðar sinnar. BoðskapurinTi í ræðu forsetans var, í fyrsta lagi að efla einingu og mátt þjóðarinnar, jafnt út á við sem inn á við, í öðru lagi lagði hann mikla áherzlu á afvopn unarmálin og aukningu á friðar- horfum í heiminum, og í þriðja lagi lagði hanr. áherzlu á, að Bandaríkin héldu áfram að vera mesta hernaðarveldi heimsins, til þess að „efla frelsi mannkynsins“. Þúsundir manna hlustuðu á ræðu forsetans í Washington, fyr- ir utan þær milljónir, sem fylgd- ust með athöfninni á sjónvarpinu um allan heim Forsetinn sagði að Bandaríkin réðu yfir engum „landssvæðum, og við girnumst ekki yfirráð yfir öðrum heimshlutum, við óttumst heldur ekki neina þjóð, og við hötum enga menn“. Hann sagði að leiðin að heimsfriði væri löng og erfið, en lét í ljós um leið að hann væri ánægður með tillag þjóðar sinnar til afvopnunarmál- anna. Hann sagðist vera mjög á- nægður með árangur ktergagna- eftirlits og afvopnunamefndar Það kemur mjög greinilega stjórnarinnar, sem var stofnuð fram í ræðu forsetans að hann er árið 1961 samikvæmt fyrirskipun j ekki vonlaus í afvopnunarmálun- Kennedys. I Framhald a 14 siðu Lyndon B. Johnson Verkfalli 20 daga EJ-Reykjavík, miðvikudag. Verkfall bátasjómanna hef- ur nú staðið í 20 daga. þ. e. frá áramótum, hér sunnanlands og bátarnir því legið í höfn. Hefur nokkuð erfiðlega gengið við lausn þess, einkum vegna þess hversu útvegsmenn hafa verið erfiðir við að eiga — hefur heyrzt að þeir hafi jafn vel boðið sjómönnum upp á verri kjör, en þeir hafa nú. Sáttafundir hafa verið mjög langir og tíðir síðustu sólar- hringana, og þegar fundur hófst kl. 20.30 í kvöld voru taldar líkur á að samkomulag næðist mjög bráðlega. Ljósmyndari Tímans, KJ, tók þessa mynd við Reykjavík urhöfn í dag, en þar liggja bátarnir snævi þaktir. Á ein um bátnum var síldarnótin þeg ar komin í gálgann, svo að ekki ætti sá báturinn að vera lengi að kasta þegar verkfall ið leysist. i \ * y~\ FA AÐ LANDA EJ—Reykjavík, mánudag. í morgun var fyrirspurna tími í norska Stórþinginu og svaraði M. Andersen fiskimálaráðherra þar fyrir spurn um, hvers vegna ís- lenzkir bátar fá að leggja upp afla sinn í norskum höfnuim á sama tíma og norskir fiskimenn fá efldki sama rétt á íslandi, og hvort breytingar væru fyrir hugaðar á lögunum uim lönd unarbann. Anderson svaraði því til, að ekki væri fyrir- hugað að auka bannið, þar sem einungis væru tveir fs- lenzkir bátar að veiðum við Noreg. Fyrirspurnin, sem lögð var fram frá þingmanni Senterpartiet í Nordland, var svohljóðandi: — „Hvað veldur því, að íslenzkir fiski menn fá að leggja upp afla í norskum höfnum, þegar norskir fiskimenn fá ekki sama rétt til þess að leggja upp afla sinn í íslenzkum höfnum? Mun ráðuneytið beita sér fyrir lagabreytingu sem gæti tryggt jafnan rétt í þessum efnum?“ M. Anderson, fiskimála- ráðherra sagði í svari sínu, að ekki væri von á neinni breytingu á lögunum um löndunarbann, enda væru nú aðeins tveir ísl. fislki- bátar, sem legðu upp í Nor- egi og þeir væru við veið ar utan norskrar fiskveiði- lögsögu. Þá sagði Andersen, að þessir tveir bátar seldu allan afla sinn, þ.e. síldina, í gegnum síldarsölusamtök- in, sem segðu, að engir erfið leikar væru á að selja síld- ina- Framhald á 15. siðu BSRB greiðir atkvæði um uppsögn samninga EJ-Reykjavík, miðvikudag. Stjórn Bandalags starfsmanna ríkis og bæja hefur einróma sam- þykkt tillögu um, að núgildandi kjarasamningi og dómi Kjara- dóms frá 3. júlí 1963 verði sagt upp. Samkvæmt lögum fer fram allsherjaratkvæðagreiðsla meðal opinberra starfsmanna um til- lögu stjórnarinnar. .dunu 4— 5000 ríkisstarfsmenn hafa at- kvæðisrétt í þessari atkvæða- greiðslu. Stjórn B.S.R.B. samþykkti með öllum atkvæðum á stjórnarfundi 8. janúar 1965 að segja upp samn ingum opinberra starfsmanna, og fylgir tillögunni svohljóðandi greinagerð: „Ástæður fyrir framangreindri ákvörðun bandalagsstjórnar eru m. a. eftirfarandi: 1. Verðlag hefur hækkað mikið frá gildistöku núverandi launa- stiga. Hefur vísitala framfærslu kostnaðar hækkað um 23.5% frá þeim tíma. 2. Laun opinberra tarfsmanna eru nú lægri en raunverulegar launagreiðslur til sambærilegra starfshópa á frjálsum launamark- aðL 3. Dóniur Kjaradóms frá 3. júlí 1963 gekk ekki nægilega til móts við réttmætar kröfur B. S.R.B. 4. Leiðréttinga er þörf á skipun þeirra starfa i launaflokka, sem vanmetin eru. 5. f núgildandi samningum fékkst ekki viðurkennd sérstaða þeirra starfsmanna, sem höfðu langa starfsreynslu, en gegndu störfum, sem þar er skipað í launaflokka eftir prófum . 6. Vinna þarf áfram að Ieið- réttingu á launakjörum kvenna. 7. Endurskoðunar er þörf á ákvæðum Kjaradóms um vinnu- tíma, yfirvinnu o. fl. Stytta þarf vinnutíma og afmarka hann greini lega. Ennfremur tilgreina ná- kvæmlega og samræma önnur starfskjör.“ Samkvæmt lögum um kjara- samninga opinberra starfsmanna ber stjórn B.S.R.B. að taka ákvörð un um uppsögn kjarasamninga fyr ir ríkisstarfsmenn. Síðan segir i lögunum: — „um ákvörðun skal fara fram allsherjaratkvæða- greiðsla starfandi ríkisstarfsmanna sem í hlut eiga, til samþykktar eða Framhald á 12. síðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.