Tíminn - 21.01.1965, Blaðsíða 12

Tíminn - 21.01.1965, Blaðsíða 12
12 TÍMINN FIMMTUDAGUR 21. janúar 1965 ÞAU SVARA HUGH TREVOR ROPER! Hr. ritstjóri. Prófessor Trevor-Roper hefur sjálfur gert tilraun til morðs — mannorðsmorðs gagnvart Warren nefndinni. Það er réttlætanlegt að nota svo sterk orð, af því að það, sem hann kallar „þunga- miðju staðreyndanna" er í raun- inni múrsteinar gerðir úr hálmi. Það finnast gallar á Warren- skýrslunni, en þær ásakanir Trev or-Ropers, að nefndin hafi „hald- ið leyndum og eyðilagt" mikilvæg sönnunargögn standast ekki nán- ari athugun. Þeir, sem áður voru í tengslum við Warren-nefndina, hafa neitað að láta í ljós skoðan- ir sínar á árás hans, af því að þeir líta svo á, að hún sé ekki skólamannsleg könnun málsins, sem verðskuldi opinber mótmæli. Sú staðhæfing hans, að pokinn, sem Oswald flutti riffilinn í, hafi verið eyðilagður og eftirlíking ver ið látin koma í staðinn, var að engu gerð í grein John Sparrows á sunnudaginn.Pokinn er enn til. Það er einnig röng sú staðhæf- ing, að „læknirinn var talinn á að breyta læknisskýrslu sinni,“ eins og Sparrow sýnir fram á með því að vitna í Warren-skýrsluna. Hann segir, að það „geti ekki verið satt,“ að Dallas-lögreglan hafi ekki haldið neinar bækur um yfirheyrzlurnar yfir Oswald og slíkar skýrslur „sé gerðar sjálf- krafa í hinum lítilvægustu mál- um.“ Samkvæmt áliti sérfræðinga, sem kunnugir eru starfsaðferðum lögreglunnar hér í landi, eru slík samtöl sjaldnast skrásett nema frá þeim tíma, þegar hinn grun- aði viðurkennir sekt sína að ein- hverju leyti eða gerir játningu. Oswald játaði aldrei neitt. Hvað snertir F.B.Í. (Federal Bureau og Investigation eða ríkisleynilög- reglan), þá eru það gildandi fyrir mæli, að lögreglumenn eiga að eyðileggja minnisblöð sín, þegar þeir hafa skrifað skýrslu sína Ein af ástæðunum fyrir þessu er hæstarréttarúrskurður, sem heimilar verjanda að krefjast þess að fá aðgang að slíkum uppruna- legum minnisblöðum. Slíkar starfs aðferðir kunna að vera miður góð ar, en svo virðist að það sé al- gild regla hér. Ástæðan fyrir því, að sagt er, að frásögn Brennans hafi „að öll- um líkindum“ verið grundvöllur- inn fyrir lýsingu þeirri á Oswald, sem lögreglan útvarpaði, var óþörf gætni þeirra, sem sömdu hana. Þeir, sem kunnugir eru samningi skýrslunnar, segja að frásögn Brennans hafi raunar ver ið eina undirstaðan Tevor-Rop- er skjátlast, þegar hann segir, að „hver lögreglulýsing, sem leiði til handtökutilraunar, hljóti að að hafa verið byggð á ein- hverri ákveðinni sönnun“. Tippit var ekki að reyna .íandtöku, hann var aðeins að framkvæma venjulega rannsókn, sem gat snert hvaða borgara ' sem var. Hvað Oswald snerti, þá hafi þetta getað leitt til handtöku if því að hann bar byssu. Það er rétt, að lögreglumenn- irnir þrír skýrðu ekki í nokkra daga frá játningu Rubys á því, hvað hann hefði komizt inn í lög- reglubygginguna. Dallas-lögregl- an verðskuldar ekki, að húr. sé varin, en Ruby kann að hafa játað síðar, að hann hafi komið inn um aðalinnkeyrsluna. af því að hann vildi ekki gera iögreglunni óleik, því að hann var í vinsam- legu sambandi við hana. Og ig- regluþjónarnir þrír kunna ai hafa hikað við að gefa smá upplýsing- ar, af því að þeir vildu ekki koma sjálfum sér í vanda. En þessi framburður er ekki „þúnga miðja staðreyndanna," sem sannar neitt mikilvægt. Það er að sjálfsgðu satt, að enginn sá Oswald raunverulega bera byssuna inn í bókageymslu- bygginguna eða sá hann raun- verulega skjóta. En vandlega sam antekin gögn, sem byrja á kaup- um á byssunni allt til þeirra sönnunargagna, sem saman var safnað eftir morðið, gera að verk- um, að Oswald einn hefur getað verið morðinginn. Efasemdimar stafa af klaufagkap Dallas-lög- reglunnar og sumra þeirra gagna, sem vantar og ógerningur er að grafa upp. Henry Brandon, ‘ Wasíhington. NB: Henry Brandon hefur árurn saman verið fréttaritari The Sun- day Times í Washington. Auðvitað er Oswald sekur. eftir Rebecca West, skáldkonuna frægu. Ekki er langt um liðið síðan það sýndi sig, að jafnvel vel viti- borið fólk gat lesið út úr Warren- skýrslunni um morðið á Kennedy forseta eitthvað, sem ekki stend- ur í henni. En jafn satt er þaö, að fólk hefur ekki lesið út úr 'henni það; sem stendur þar skýr- um stöfum- Sú ályktun, að Oswald sé ekki maðurinn, sem grandaði Kenne- dy forseta, hefði verið umhugsun- arverð, þótt fyrir hendi væru mikl ar líkindasannanir, ef hann hefði verið manngerð, sem ólíkleg var til að fremja slíkan glæp, og ef hugarfar hans 'hefði mótazt af hlutleysi um það leyti, sem morð- ið var framið. En Warren-skýrsl- an sannar, að hann var hinn dæmi gerði vitfirringur, sem drepur þjóðarleiðtoga, og hann var í klóm kringumstæðna og ömur- I legra örlaga, sem þvinguðu hann I til ódæðisverksins. Þessi ólánsmaður átti einskis úrkosta. Tveim mánuðum áður en drengurinn fæddist dó faðir hans, og móðurinni gekk illa að horf- ast í augu við við eiginmanr.smiss- inn og fátæktina, sem af honum leiddi. Drengurinn var á þvælingi milli munaðarleysingjahæla, tók ástfóstri við stjúpföður. sem móð- ir hans síðan skildi við. Þegar hann skrópaði frá skóla, va hon- um komið fyrir á „uppeldishæli" fyrir ungmenni innan um barna- morðingja og eiturlyfjaneytendur, sem honum stóð óskaplegur stugg- ur af. Sem fulltíða maður hafði hann til að bera óvenjulega eðlisgreind, en var dómgreindarlaus og hafði enga hæfileika til að notfæra sér menntun eða þjálfun. Hanr var nokkuð slyngur, en afar kjánaleg- ur og sérlega þrætugjarn. Per- sónuleg tengsl hans við annað fólk urðu að engu. Hann reyndi að finna ópersónulega móður með því að hlaupast á brott til Sovét- ríkjanna, en sneri þaðan aftur enn meir villuráfandi og hatramm ari en nokkru sinni fyrr. Þá lenti hann í annarlegu ólám. Fjórum mánuðum eftii að hann kom aftur frá Sovétríkjunum i október 1962 missti Oswald starf sem iðnverkamaður í plötusmiðju. I Fór hann þá til vinnumiðlunar- ; skrifstofunnar í Dallas og sagði embættismönnunum þai. að hann i vildi ekki halda áfram að starfa sem iðnverkamaður í verksmiðju, en lét í ljós, að hann óskaði að stunda ritstörf. Starfsráðunautur játaði fyrir Warren nefndinni, að hann hefði tekið gildar óskir Os- walds, vegna þess, að við hæfnis- próf hefði „munnlegur" og „skrif- legur“ árangur hans reynzt fram- úrskarandi. Starfsráðunautunum yfirsást í einu atriði. Oswald þjáðist að veru legu leyti af eðlislægri veilu, sem hindraði hann í að hafa vald á réttri stafsetningu, þótt hann gæti lesið reiprennandi og til nokkurs gagns. Þessum ógæfumanni var kom- ið fyrir sem lærlingi hjá verzlun- arauglýsinga myndastofu. Þótt hann legði töluvert að sér við hið nýja viðfangsefni, er ekki að undra, að í aprílmánuði 1963 var hann aftur kominn í vinnu við að smyrja kaffivinnsluvélar. Hann hlýtur að hafa verið altekinn af beiskju og vonsvikinn af því að hafa ekki getað bætt aðstöðu sína, ekki hvað sízt þar sem hann hafði fengið byr undir vængi hjá opin- berum aðilum. Eftir þetta urðu persónuleg samskipti hans við aðra enn erf- iðari. Hann varð byltingasinnað- ur og vildi blanda sér í alheims- mál. Hann hélt uppi trylltum áróðri fyrir Kúbu og reyndi að komast aftur til Sovétríkjanna, en báðar þessar tilraunir hans voru að engy. gerðar. Það er ekki hót að undra, þó að hann skyti að Kén'nfedy forseta 22. nóvember 1963. Og þar sem hann hafði feng- ið þjálfun í skotfimi í landgöngu- liði sjóhersins, er heldur ekki að furða þótt honum tækist að skjóta forsetann til bana. í sannleika er ekkert til að furða sig á frá byrjun til enda í frásögninni um Oswald sem manngerð, er gat verið líkleg til að myrða Kennedy forseta. En það væri undrunarefni, ef einhver hópur valdamanna til vinstri eða hægri bæri ábyrgð á morðinu. Þeir hefðu getað beitt hundrað liprari og áhættuminni aðferðum við hermdarverkið. í áróðrinum fyrir sakleysi Os- walds vantar helztu atriðin til að gera hann trúlegan, og hann get- ur aðeins haft áhrif á móðursjúk- ar og auðtrúa manneskjur. En án allrar aðdáunar verður að viður- kennast, að þessi áróður er rek- inn af óvenjulegu kappi og þraut seigju. Eitthvað vakir fyrir áróð- ursmönnunum — en hvað? B.S.R.B. Framhald af 1. síðu. i ! synjunar". Mun því fara fram j slík atkvæðagreiðsla um ákvörð un stjórnarinnar. Atkvæðisrétt eiga allir ríkis starfsmenn innan B.S.R.B. og : einnig þeir fastráðnir ríkisstarfs- j menn, sem ekki eru félagsbundn j ir í B.S.R.B. Yfirkjörstjórn B.S. j R.B. hefur ákveðið eftirfarandi fyr irkomulag á atkvæðagreiðslunni: Laugardaginn 13. febrúar og sunnudaginn 14. febrúar verða greidd atkvæði á þessum kjör- svæðum: Reykjavík (þar með Kópavogur og Seltjarnarnes). 1 Akranesi. ísafirði, Siglufirði, Ak- ureyri, Vestmannaeyjum. Selfossi. Keflavík (þar með Narðvíkur og Keflavíkurflugvöllur) oe Hafn arfirði (þar með Garðahreppur). Verður nánar tilkynnt síðar hvar kjörskrá liggur frammi, kjörstaði og hve lengi atkvæðagreiðslan stendur. Utankjörstaðagögn til allra rík- i isstarfsmanna, sem starfa utan Frumsýning í kvöld í kvöld verSur frumsýning á Litla- sviðinu í Lindarbæ á einþáttungun- um Sköllótta söngkonan, eftir Ionesco og Nöldri eftir Gustaf Wied. Leikstjóri er Benedikt Árnason, en leiktjöld eru gerð af Lárusi Ingólfs syni. Leikendur eru: Valur Gísla- son, Gunnar Eyjólfsson, Árni Tryggvason, Guðbjörg Þorbjarnar- dóttir, Herdís Þorvaldsdóttir, Nína Sveinsdóttir, Brynja Benediktsdóttir, og Kristbjörg Kjeld. Þýðandi er Bjarni Benediktsson. Myndin er af Guðbjörgu og Brynju í hlutverkum sínum í Nöldri. þeirra svæða, sem hér eru tal- in, hafa þegar verið póstlögð og þurfa þeir að kjósa strax og kjörgögnin berast þeim í hend- ur svo að atkvæðin komizt í hendur yfirkjörstjórnar fyrir febrúarlok. Ef kjörseðill hefur ekki borizt ríkisstarfsmanni í febrúarbyrjun, þá er viðkomandi beðinn að tilkynna það til skrif stofu B.S.R.B., Bræðraborgarstíg 9, símar 13009 og 22877. Athygli skal vakin á því, að kjörskrá hvers svæðis er miðuð við vinnustað, en ekki heimilis- fang. Þannig er t. d. Reykvíking ur, sem starfar á Keflavíkurflug- velli, settur á kjörskrá í Kefl'avík. Þó getur hann kosið utan kjör- staðar á kjördegi í Reykjavík, ef honum hentar það betur. Allar undirkjörstjórnir hafa fengið senda kjörseðla fyrir utan kjörstaðaatkvæðagreiðslu og geta þeir, sem eru á kjörskrá í öðru kjörsvæði, hagnýtt sér það. Þeir sem eru á kjörskrá í Reykjavík en verða fjarverandi 14. og 15. febrúar, geta greitt atkvæði utan kjörstaðar á skrifstofu B.S.R.B. SVARTAR FJAÐRIR FramhaJd al ois ib spurningum um ástina, teygðu þær sig eftir honum og sulgu í sig Svartar fjaðrir hans og fengu þá samhljóm við til- finningarnar — kannski að- eins þá. Á tímabili var það óskadraumur svo margra ís- ! lenzkra kvenna að fá að sjá í Davíð skáld frá Fagraskógi, eina manninn — að þeirra ! hyggju — sem kunni að virða ; það, sem var öll tilvera beirra j ljóðin hans sögðu þeim . .“ Ragnar Jónsson forstjóri Helgafells sagði fréttamönnum í dag, að áformað hefði verið að gefa einnig út heildarút- gáfu á ritum Davíðs nú á sjö- tugsafmæli skáldsins, sem lézt fyrir tæpu ári, en sú útgáfa varð síðbúin og kemur út í maí. Fyrsti útgefandi Davíðs var Þorsteinn M. Jónsson á Akureyri, en síðan Helgafell tók við útgáfu rita skáldisins hefur ritsafn hans komið ut tvívegis og er énn orðið ófá- anlegt fyrir nokkru, en forlag- ið gefur nú Svartar fjaðrir út i fjórða sinn síðan Davíð k'arð Helgafells-höfundur. ERLENT YFIRLIT Framnald ai o. síðu. Bliss er fremur hár maður og þéttvaxinn (5-feet, 9 inchis, 175 pound, segja amerísku blöðin!). Hann er sagður þægilegur í viðmóti og koma vel fram á fundum, þótt hann sé í eðli sínu hlédrægur. Tilnefning hans í embætti framkvæmdastjórans þýðir síður en svo, að deilunni í flokki republikana sé lokið eða að Goldwater hafi beðið telj andi ósigur. Að sumu leyti er það til léttis fyrir Goldwater að þurfa ekki að berjast fyrir því, að Burch héldi áfram. Hann getur nú beint kröftum sínum betur að öðrum við- fangsefnum. Bliss mun líka gæta þess að vinna ekki gegn honum. Útnefning Bliss mun hins vegar þýða það, að kapp samlega verður unnið að því að bæta flokksvélina hvað sem ágreiningnum í flokknum líður. Jafnframt mun verða reynt að vinna þannig, að ágreinings í flokknum gæti minna út á við en áður, en reynt í staðinn að velja vin- sæl baráttumál, er flokkurinn getur staðið saman um. Útnefning Bliss þýðir, að breytt verður um starfsaðferð ir fremur en stefnu. Þ.Þ. VÍÐAVANGUR Framh. af bls. 3. „Nei, góðir hálsar. Það þarf engan að undra það þó við fulltrúar verkamanna á síð asta Alþýðusambandsþingi gleyptum ekki við því að taka fulltrúa íhalds og Krata í stjóm Alþýðusambandsins. Við þekkjum okkar heimafólk bet ur en svo, að við treystum þeim mönnum, sem búið hafa að okkur á síðustu árum eins og raun ber vitni, til þess að fara með okkar mál.“ Þarna kemur viðhorf verka manna umbúðalaust fram, hvað sem kommúnistaforingj ar í Reykjavík hafa viljað. Og raunar virðist þeim rétt sneið in. 4uglýsið i límanum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.