Tíminn - 21.01.1965, Blaðsíða 2

Tíminn - 21.01.1965, Blaðsíða 2
\ r TIMINN FIMMTUDAGUR 21. janúar 1965 CININC EVRÓPU ER EFST Á BAUGI Miðvikudagur , 20. janúar NTB-London Lord Moran, lækn Churchills, sagði síðdegis í dag, að líðan hans væri óbreytt. Hann heimsótti siúklinginn ó- vænt í dag og dvaldist hjá honum í þrjá stmndarf jórðunga. Frú Churchili, elzta dóttir henn ar, Mary Soames og tengdason ur, yfirgáfu húsið nokkra stund í dag, en komu aftur hálftíma áður en Lord Moran vitjaði sjúklingsins. Sarah, dóttir Churchills, kom á saina tíma og læknirnn. Fréttir frá París herma, að De Gaulle, forseti, hafi gert nauðsynlegar ráðstaf anir, til að komast í burtu í skyndingu, ef Churchill skyldi deyja. NTB—Varsjá. Varsjárfundinum lauk í dag, en hann sátu æðstu menn aðildalanda Varsjárbanda lagsins, en þau eru: Sovétríkin, A.-Þýzkaland, Pólland, Ung- verjaland, Tékkóslóvakía, Rúm- enía og Búlgaría. Á fundinum voru vandamál kommúnista- landanna rædd og ósættið milli Kína og Sovétríkjanna. Það vakti athygli í Varsjá, að Rúm- enía, sem hingað til hefur ekki sýnt mikla undirgefni, sendi í ár fjölmenna sendinefnd á fundinn. NTB-Beirut. Þjóðþing Arabiska Sambandslýðveldisins útnefndi í dag Nasser forseta sem for- seta sambandsins næstu sex árin. Samkvæmt lagaákvæðum, sem forsetinn gerði kunn i marz í fyrra, verður útnefning hans ekki lögmæt, fyrr en al- þjóðakosningar hafa farið fram 26. marz næstkomandi. NTB—Bonn. VViily Brandt, borgarstióri V.-Berlínar, hefur nýiega sent bréf til bandarísku ríkisstjórnarinnar, þar sem hann segir, að nánari fjármála samvinna milli austurs og vest urs megi ekki veikja aðstöðu vestursins. Það verði að var- ast að takast á hendur skuld bindingar, sem stefnt geta ör- yggi vesturlanda í hættu. NTB—Bangkok. Bertjl, Svía- prins, mun halda í opinbera heimsókn til Thailands 2. febrú ar næstkomandi, og dvelst þar nokkra daga. NTB—Róm. V.-Þýzka flutninga skipið, Seetramp, sökk í dag í höfninni í Napoli. Áhöfninni, 12 manns, var bjargað. NTB—Osló. Menningarmála- nefnd Norðurlandaráðs er nú að skipuleggja umfangsmikla norræna ráðstefnu um uppeld- ismál á tímabilinu 21.—24. jan úar. Fjöldi mála verður tekinn fyrir á ráðstefnunni og reynt verður að gera sér grein fyrir þróuninni í hverju landi og möguleikunum á samvinnu. NTB-París og Bonn, miðvikudag. Forsætisráðherra V-Þ.ýzkalands Ludwig Erhard, kom { kvöld aft- ur til Bonn að lokinni tveggja daga heimsókn í París, þar sem hann rædd-i við forseta Frakk- lands. Við komuna til Bonn sagði Erhard blaðamönnum, að Frakk- land og V.-Þýzkaland hefðu tekið stórt skref fram á við í sambandi við ýmis stjómmálaleg atriði. Sagði hann, að þeir De Gaulle hefðu orðið sammála um nýja áætlun með stjórnmálalega ein- ingu Evrópu í huga. Áður en Erhard hélt heimleið- is, héldu fulltrúar frönsku og v.- þýzku ríkisstjórnanna blaðamanna fund í París. Þetta var það helzta, sem kom fram á fundinum: 1. Frakkland og V-Þýzkaland hafa orðið sammála um nánari samvinnu innan núverandi sam- vinnusáttmála. 2. Hin nýju vandamál í sam- bandi við stjórnmálalega einingu Evrópu verða tekin til nánari at- hugunar með þátttöku fulltrúa frá hinum fjórum löndunum í EBE. 3. Raunverulegur friður í Evr- ópu byggist á sameiningu Þýzka- lands og sjálfstæði þýzku þjóðar- innar. Þetta mál mun nánar verða rætt við Bandaríkin og Bretland og athugað, hvort grundvöllur er fyrir nýjum viðræðum um sam- einingu Þýzkalands. í sambandi við stjómmálalega einingu Evrópu voru Erhard og De Gaulle sammála um það, að tími væri til þess kominn að end- urvekja hugmyndina um stjórn- málalega einingu Evrópu og grund valla hana á ýmsum tillögum, sem þegar eru komnar fram. V.-Þýzka ríkisstjórnin hefur stungið upp á því, að fulltrúar allra landa EBE komi saman og ræði hugsan- lega stjórnmálaeiningu. Ekki er vitað, hvenær þetta verður. Varnarmálin voru einnig á dag- skrá og hefur Frakkland viður- kennt þá ósk Þýzkalands um að taka þátt í hinum fyrirhugaða kjarnorkuflota NATO. En Frakk- land heldur fast við þá afstöðu sína, að vera á móti þessari hug- mynd og öllum öðrum hugmynd- um, sem fela í sér stofnun kjarn orkuhers nokkurra landa. Aftur á móti virðist vera gert ráð fyrir tillögum f sambandi við varnar- mál í áætluninni um stjómmála- Framh. á bls. 14. OVEÐUR ER í EVRÓPU EJ-Reykjavík, þriðjudag. Út er komin á vegum Þórsút- gáfunnar leynilögreglusagan Am- brose í London, en þar koma við sögu sömú aðaipersönur og í út- varpsleikritinu „Ambróse í Parísi‘,| sem flutt var í Ríkisútvarpinu fyr- j ir nokkru, við miklar vinsældir. Bók þessi er 190 blaðsíður í vasabókarbroti og er eftir Philip Levene. Um bókina segir á öft- ustu kápusíðu — „Allir, sem hlustuðu á hið geysispennandi framhaldsleikrit, Ambrose í París, sem leikið var í Ríkisútvarpinu í vetur, endurnýja í þessari bók ánægjuleg kynm sín af hinum vin- sæla nútíma leynilögreglumanni Ambrose West. Saman lenda þau Ambrose og Nicky Beaumont í hverju ævintýrinu af öðru. Að lokum afhjúpa þau svívirðilega, en afburða snjalla glæpastarf- 9% VEXTIR AF ÓINNLEYSTUM ÁBYRGÐARSKJÖLUM Með tilvísun til ákvörðunar Seðlabanka íslands dags. 30.12. 1964, um vaxtabreytingar, skal athygli viðskiptamanna vakinn á því, að frá og með 1.1. 1965, reiknast 9% vextir af greiddum en óinnleystum ábyrgðarskjölum, ef innlausn þeirra fer fram innan 7 daga frá dags. meðfylgjandi til- kynningar, ef hinss vegar innlausn fer ekki fram fyrr en eftir til- tekna 7 daga, reiknast 1% van- skilavextir á mánuði eða fyrir brot úr mánuði frá gjalddaga erlendis til greiðsludags_ hérlendis. Landsbanki íslands Útvegsbanki íslands. NTB-London, miðvikudag. Mikill stormur geisaði yfir Evrópu í dag »g kom hann inn frá Atlanzhafinu. Á sumum stöðum fylgdi mikið regn í kjölfar storms- ins, en annars staðar stórhríð. Þrír fjórðu hlutar Bretlands voru þaktir svo djúpum snjó, að járn- brautir komust ekki Ieiðar sinnar og hvarvetna var ófært á vegum úti. f fjallahéruðum N.Wales féllu næstum allar samgöngur n'iður. Tveir menn létu lífið og fjórir slösuðust, er tveir fólksbílar og einn vörubíll rákust á í stórhríð í Leicherstershire í Mið,-Englandi.' Flugsamgöngur á milli Lundúna- flugvallar og meginlandsins voru1 helmingi minni í dag en ella, vegna snjókomu og slyddu á flug- vellinum. Á suðvesturströnd Bret- lands varð flóð af völdum storms- ins, og eru þar margir bílar á floti. Skip, sem voru á ferð í brezka skipaskurðinum flýttu sér að leita hafnar, er spáð var versnandi veðri. Á Spáni og í suðvesturhluta Frakklands, var mikið rok í dag ásamt regni, en annars staðar í Frakklandi snjóaði, einkum í Ölp- unum og Pyrenneafjöllunum. í Serbíu, í Júgóslavíu, var stórhríð, en annars staðar í landinu var rok og kuldi. í Svissnesku Ölpun- um hefur fólk verið varað við því, að vera á ferðinni. Á morgun hafa veðurfræðingar spáð meiri snjó- komu, bæði í Sviss og Austurríki. Happið frumsýnt 200 HANDTEKNIR í SELMA í DAG NTB-Selma, Alabama, miðvikudag Lögreglustjórinn í Selma í Alabama, handtók í dag 200 negra, er stóðu í biðröð fyrir utan ráðhúsið í þeim tilgangi að láta skrá sig á kjörskrá. Negrarnir röðuðu sér upp fyrir framan aðaUnngang hússins og neituðu að fara inn um hliðar- dyr, er lögreglustjórinn vísaði þeim á. í gær handtók lögreglustjór- inn 60 negra og fjóra hvíta menn, sem einnig höfðu neitað að nota hliðarinnganginn. PE-Hvolsvelli, miðvikudag. Ungmennafélagið Dagsbrún í Austur-Landeyjahreppi hefur und anfarið æft af kappi sjónleikinn Happið eftir Pál J. Árdal undir leikstjórn Stefáns Jónssonar frá Skörðum. Næst komandi laugar- dagskvöld verður frumsýning á leiknum að Gunnarshólma og hefst hún kl. 9 síðdegis. Flesta vetur hefur ungmennafélagið æft og sýnt sjónleiki og hefur það þótt takast með ágætum. JÓHANN KRÖYER SJÖTUGUR / ÞJÓNUSTU SAMVINNU- MANNA í NÆRRI 40 ÁR GB-Reykjavík, miðvikudag. Jóhann Kröyer ’orstöðumað ur Samvinnutrygginga á Akur- eyri kom hingað suður á þriðju dagskvöld, og í tilefni þess að hann á sjötugsafmæli á fimmtu daginn, 21. jan. hittum við hann snöggvast að máli í d*ag. — Þú byrjaðir fyrir æði- mörgum árum að starfa hjá KEA á Akureyri, eða hvað er langt síðan? — Það eru hartnær fjöru tíu ár, það var víst 1926 sem ég fór að vinna í gömlu búð inn að Hafnarstræti 90. Þar var ég í þrjú ár, en þá tók ég við útibúi KEA í Ólafsfirði. gegndi því starfi í fimm ár, en þá fluttist ég aftur til Ak- ureyrar og tók viC kjötbúð KEA. Þetta var 1934, og ég var með kjötbúðina 1 fjórtán ár. En 1948, þegar Samvinnu tryggingar stofnuðu umboð á Akureyri, var mér falin for- staða þess, sem ég hefi haft á hendi síðan. Nú þegar ég er komin á þennan aldur, er ekki um annað að gera en láta af því starfi, sem allir 1 þjónustu KEA gera, þegar þeir standa á sjötugu, en þó er leyfilegt að halda áfram árið á enda, sem afmælið ber á. — En hvað hafðir þú helzt fyrir stafni áður en þú gekkst í þjónustu KEA, eða ertu Akureyringur í húð og hár? — Nei, ekki eldri en frá því ég kom þangað vorið 1926. Ég ólst upp á Látraströnd, þar sem faðir minn bjó búi að hálfu á móti bróður sínum á jörðinni Svínárnesi í Grýtu- bakkahreppi. Þar var ég til 28 ára aldurs, vann hjá föður mín um við sveitastörf og útræði, og keypti hans jarðarpart 1918 byrjaði búskap. En það var miklum erfiðleikum bundið í öllu verðfallinu eftir fyrri hofimsstyrjöldina, og þegar kona mín varð heilsutæp, sá Jóhann Kröyer ég mér ekki annað fært en hætta búskapnum, einnig vegna þess að mér bauðst starf aust ur á Norðfirði. Ég var vanur því heima að vinna að fisk- verkun, því ég hafið stundað sjó meira og minna siðan ég var um fermingu. Og þegar ég hætti búskapnum, tók ég að mér verkstjórn við fiskverk un hjá Konráð Hjálmarssyni á Norðfirði. Það starf stundaði ég frá 1923—26, að ég gekk i þjónustu KEA. — En þú hefur ekki haft vistaskipti úr því? — Nei. Ég hef alla tíð Framh. á bls. 14.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.