Tíminn - 21.01.1965, Blaðsíða 5

Tíminn - 21.01.1965, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 21. janúar 1965 Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þwrarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og IndriSi G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Aug- lýsingastj.: Steingrlmur Gislason. Ritstj.skrifstofur i Eddu- húsinu, slmar 18300—18305. Skrifstofur. Bankastræti i. Af- greiðslusiml 12323. Auglýsingasimi 19523 Aðrar skriístofur, slmi 18300. Askriftargjald kr. 90,00 á mán. innanlands — í lausasölu kr. 5,00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. Gróði Þorvaldar d mðurgreiðslimum SíðastliSið mánudagskvöld komu tveir menn fram í útvarpinu, sem voru haldnir sama misskilningnum. Vil- hjálmur S. Vilhjálmsson talaði um daginn og veginn, og komst að þeirri niðurstöðu, að ríkið greiddi til jafnaðar á annað hundrað þúsund krónur í uppbætur á hvert sveita heimili í landinu. Þorvaldur Guðmundsson, forstjóri, kom fram í samtalsþætti og talaði um hinar dularfullu niðurgreiðslur, sem hann kallaði styrk til bænda. Það er mjög furðulegt, að ekki ógreindari menn skuli ekki kunna betri skil á málum en hér kom fram. Annar þeirra er þó formaður Verzlunarráðs íslands og bankaráðsfor- maður- Slíkur maður ætti vissulega að vita, að niður- greiðslurnar eru ekki styrkur til landbúnaðarins fremur en til.annarra atvinnuvega. Ríkisstjórnin ákvað að greiða niður verðlag á síðastl. hausti til að ko'ma í veg fyrir kauphækkanir. Stjórnin þurfti ekki frekar að velja þá leið að borga niður landbúnaðarvörur en að borga niður húsnæðiskostnað, sem er lang tilfinnanleggasti þátturinn í framleiðslukostnaðinum. Hvort tveggja kom þetta að ; sama gagni. Stjórnin taldi það hins vegar auðveldara í framkvæmd að borga niður landbúnaðarvörurnar- Það er hins vegar ekki fremur styrkur til landbúnaðarins en það er styrkur til sjávarútvegsins, að hvert saltfiskkg. er borgað niður um 9 kr- Þeir, sem raunverulega hagnast á niðurgreiðslunum, eru atvinnurekendur. Kaupgreiðslur verða lægri sem niðurgreiðslunum nemur. Landbúnaðurinn græðir á nið- urgreiðslunum að því leyti, að hann þarf að greiða minna fyrir aðkeypt vinnuafl sem svarar þeim kaup- lækkunum, er hljótast af niðurgreiðslunum. Þar sem landbúnaðurinn kaupir tiltölulega minna vinnuafl en t.d. sjávarútvegur og iðnaður, er hagnaður hans af niður- borgunum minni en þessara atvinnuvega. Þess vegna er það alrangt að telia þær styrk til hans sérstaklega. Það er furðulegt að heyra stóratvinnurekanda eins og Þorvald Guðmundsson halda því fram, að hann græði ekki neitt á niðurborgununum. Ef hinar auknu niður- borganir hefðu ekki komið til sögu, myndi kaup hafa hækkað tilsvarandi. Þá hefði Þorvaldur t-d- þurft að borga þeim, sem vinna að gistihússbyggingu hans, mun hærra kaup. Ekki er ólíklegt, að niðurgreiðslurnar hafi þannig sparað honum hundruð þúsunda kr. í bygg- ingarkostnað, jafnvel svo milljónum kr. skiptir, þegar tekinn er með annar atvinnurekstur hans. Ef Þorvaldur vill telja niðurgreiðslurnar styrki, þá er hann vissulega einn af stóru styrkþegunum. Þetta dæmi sýnir bezt, að það eru aðrir en bændur, sem græða mest á niðurgreiðslunum. Ef tala á um hagnað í þessum efnum, þá er hann mestur tijá stóratvinnurek- endum. Það er jafnframt mikill misskilningur hjá Þorvaldi, að niðurgreiðslurnar séu eitthvað dularfullar. Þær eru óhjá- kvæmileg afleiðing stjórnarstefnunnar Stjórnarstefnan hefur jöfnum höndum aukið dýrtíðina og þrengt að at- vinnuvegunum. Þeir geta því hvergi nærri greitt jafn hátt kaup og greitt er i nágrannalönduilúm, þrátt fyrir allt góðærið. Þess vegna grípur ríkisstjórnin nú í sívax- andi mæli til þess neyðarúrræðis að greiða niður verðlag til að koma í veg fyrir kauphækkanir. TÍMINN ERLENT YFIRLIT Endurreisir Bliss republikana? Repúblikanar breyta starfsaöferdum sínum, en ekki stefnu Ray Bliss f GÆR hópuðust þúsundir manna til Washington víðsveg ar að úr Bandaríkjunum. Meg- in þorri þeirra voru demokrat- ar, er höfðu verið boðnir þang að af leiðtogum flokksins til að taka þátt í athöfninni, þegar Johnson var settur formlega inn í forsetaembættið sem ný- kjörinn forseti. Demokratar voru hér jöfnum höndum að hylla leiðtoga sinn og að minn ast hins mikla sigurs, er þeir unnu í kosningunum í byrjun nóvember síðastl. Hjá þeim var þetta því einskonar sigurhátíð. Á morgun mun hefjast í Chicago fundur miðnefndar republikana, en hún er skipuð framkvæmdastjórum flokksins í hverju ríki. Yfir þessum fundi verður minni sigurbrag- ur en hátíðahöldunum í Wash ington. Republikanar biðu ekki aðeins mikinn ósigur í kosn- ingunum á síðastl. hausti, held ur hefur risið upp hjá þeim hinn hættulegasti klofningur. IGoldwater sigraði vinstra arm inn, þegar hann fékk sig út- nefndan sem forsetaefni. Vinstri mennirnir hafa að sjálf sögðu notað ósigur Goldwaters til að hefja sókn gegn yfirráö- um hægri manna í flokknum. Fyrsta skotmark þeirra var að krefjast þess að Dean Burch léti af störfum sem fram- kv.stj. flokksins, en hann hef- ur lengi verið hægri hönd Goldwaters, ef svo mætti segja. Venjan er sú, að þegar flokk urinn hefur útnefnt forseta- efni, að það ráði því hver verður framkvæmdastjóri flokksins næstu fjögur árin. Samkvæmt því útnefndi Gold- water Burch framkvæmdastjóra flokksins á síðastl. sumri til næstu fjögurra ára. Það var fljótt ljóst eftir að vinstri menn hófu baráttuna gegn Burch, að vafasamt væri, að hann nyti stuðnings meiri- hluta miðnefndarinnar. Hún gat að vísu ekki vikið honum frá, en hins vegar má heita ógerlegt að gegna fram- kvæmdastjórastarfinu með meirihluta flokksstjórnar í and- ófi. Þetta reyndist t. d. óger- legt fyrir Scott, sem nú er öldungadeildarþingmaður repu- blikana í Pennsylvaníu. Dewey hafði tilnefnt hann fram- kvæmdastjóra flokksins sumar ið 1948, en eftir ósigur hans í forsetakosningunum, risu hægri menn í flokknum gegn Scott og heimtuðu hann burtu. Þeir voru svo öflugir í mið nefndinni, að Scott lét undan síga. ÞAÐ mun létta mikið and- rúmsloftið á miðnefndarfundi republikana í Chicago, að deil unni um framkvæmdastjórann er nú lokið. Goldwater ætlaði Isíður en svo að láta undan síga, enda mun hann enn hafa meirihluta miðnefndarinnar hliðhollan sér. Við nánari at líugun mun hann þó hafa talið rétt að slaka til, ef hann teldi sig getað vel unað eftir manni Burch. Eisenhower mun háfa leyst þennan vanda, er hann benti á Reymond Charles Bliss, framkvæmdastjóra flokks ins í Ohio, sem framkvæmda stjóra landsflokksins í stað Burch. Bliss lýsti því fljótlega yfir, að hann gæfi ekki kost á sér, nema Goldwater væri því samþykkur. Litlu síðar hitt ust þeir Goldwater, Burch og Bliss á heimili Goldwaters í Arizona. Eftir þann fund, birti Goldwater tilkynningu um, að það hefði orðið sam- komulag þeirra þremenning- anna að Burch drægi sig til baka 1. apríl n.k., en Bliss tæki þá við starfi hans. Áður hafði Bliss kynnt sér, að vinstri menn flokksins myndu ekki andmæla útnefningu hans. RAY BLISS, eins og hann er venjulega nefndur, er tal- inn vera skoðanlega langt ,il hægri í hægri armi republik ana. New York Times álítur. að ekki sé mikill skoðanamun- ur hjá þeim Bliss og Goldwat- er. Vinnubrögð þeirra hafa hins vegar verið öftig. Gold water hefur keppzt við að auglýsa hægrimennsku sína og stundum túlkað hana öfga- fyllri en hún raunverulega er. Bliss hefur hins vegar látið lítið á henni bera. Aðaltak- mark hans hefur verið að vinna kosningar og hann hef ur viljað haga málflutningi samkvæmt þvi. Þess vegna hef ur hann hvað eftir annað hvatt frambjóðendur til að hampa ekki vissum. málum, sem Bliss hefur að vísu sjálfur verið fylgjandi, en hefur ekki talið vænleg til kjörfylgis. Hann er einn þeirra, sem fylgist vand lega með skoðanakönnunum, og reynir að draga ályktanir af því, hvernig haga beri mál- flutningi. Það er m. a. talið að þakka þessum vinnubrögð- um hans, að Nixon sigraði Kennedy í Ohio með veruleg um yfirburðum haustið 1960, enda þótt úrslitin þar hefðu verið talin tvísýn fyrirfram. Roy Bliss reynir að koma sem minnst fram opinberlega, og er varfærinn í viðtölum við blaðamenn. Vinnubrögð hans hafa unnið honum fylgi jafnt vinstri manna og hægri manna í flokknum, enda þótt hann sé málefnalega fylgjandi hægri mönnunum. Af þessum ástæð- um var hann einn þeirra fáu manna, sem líklegt var að samkomulag gæti náðst um sem framkvæmdastjóra flokks ins. BLISS er 57 ára gamall. For eldrar hans voru þýzkir. Hann lauk háskólaprófi í stjÖrnmál- um og félagsfræði 1935. Hann byrjaði ungur að vinna í félags samtökum republikana og gegndi þar mörgum trúnaðar- störfum, unz hann var útnefnd ur framkvæmdastjóri flokksins í Ohio 1948. Því starfi hefur hann gegnt síðan við vaxandi orðstír. Hann er sagður mik- ill starfsmaður, sem vinnur að jafnaði 12—14 klst. á dag. Hann þykir og snjall skipu- leggjari. Flokksstarf republik ana er talið hvergi betur skipu lagt en í Ohio. Framhald á 12. síðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.