Tíminn - 21.01.1965, Blaðsíða 14

Tíminn - 21.01.1965, Blaðsíða 14
14 TÍMINN FIMMTUDAGUR 21. janúar 1965 Þessi glæsilegi farkostur, sem við sjáum á myndinni hér fyrir ofan, er nú til_ sýnis hjá Véladeild SÍS í Ármúla 3. Þetta er Chevrolet Impala ár- gerð 1965, rennilegur gripur og hinn glæsilegasti í alla staði. Chevrolettinn er nú með mjúkar sveigðar útlínur, og fleiri einkenni sportbíla sem njóta mikillar hylli um þessar mundir. Árni Reynisson sölu- stjóri gaf okkur þær upplýs- ingar, að bíll sem þessi, kosti nú 360-400 þúsund, en ódýr- ustu minni gerðirnar kosta um 270 þúsund. Árni sagði okkur, að nú væri sá tími, sem menn pöntuðu sér bíla fyrir vorið. og með því að panta þá núna, getur fólk fengið þá eftir sinni „uppskrift", ákveðinn lit, ger'ð, sjálfskipta eða beinskipta, og valið á milli alls þess, sem verksmiðjurnar bjóða upp á. Afgreiðslutíminn er um 12 vik ur á amerísku bílunum, og er því ekki seinna vænna að ákveða kaup á þeim. TONUSTARFELA G STOFN- AÐ í GARÐAHREPPI Laugardaginn 16. janúar 1965 var stofnað tónlistarfélag í Garða- hreppi og hlaut það nafnið Tón- listarfélag Garðahrepps. Formaður skólanefndar Garða- hreþps, séra Bragi Friðriksson, stýf-ði fundinum, en honum ásamt Vilbergi Júlíussyni, skólastjóra, hafði verið falið að annast undir búning að stofnun félagsins. Fundarritari var kjörinn Árni Gunnarsson, kennari. Guðmundur Nordahl, söng- kennari, gerði grein fyrir lögum LÁRUSI SVARAÐ Framhald at a siðu ur beint eða óbeint, sem fram hafa komið í íslenzku gllmunni undanfarin ár. Hefur hann sér- staklega gerzt krossfari réttar og sannleika^ og heiðarleika í glímu- málum. Ármenningar eru Lárusi mjög þakklátir fyrir, að ann skyldi fara úr félaginu fyrir um 25 árum enda er íslenzka glíman við líði ennþá innan þess, þó sum- ir standi nú yfir moldum Ung- mennafélags Reykjavíkur. að lokum heiti ég á Lárus Saló monsson að láta ekki sannleiks ást sína dvína heldur halda kyndlin- um hátt á lofti, eins og hann gerir í bréfinu 29. desember 1964. Það er þó allténd munur, að bréfið verður talið sögulegt, bó heimild argagn sé það eigi. Hörður Gunnarsson. Heimildáti': 1. Nýja Dagblaðið, 1938,1937. 2. Tíminn,,1938. 3. Morgunblaðið, 1938, 1937. 4. Þjóðviljinn, 1938, 1937. ö.Vísir, 1938. 6. Alþýðublaðið, 1938, 1937. 7. Skjaldarglíman, Afmælisrit 50. Skjaldarglímu Ármanns 1962. Tilvísun: 1. Minningar glímukappans eru ekki söguleg heimild Tíminn, 17. desember 1964. 2. Bréf til Harðar Gunnarssori ar, Tíminn, 29. desember 1964. ( Ath. Með bessari grein Harðar Gunnarssonar er má betta útrætt í Tímanum). Ritstjóri. félagsins, sem síðan voru sam- þykkt. Kosin var fysta stjórn félags- ins, en hún er þannig skipuð: Formaður: Ilejgi K. Hjálmars- Arni Gunnarsson, kennari. Með- stjórnendur: Hörður Rögnvalds- son, kennari, James H. Wright, gjaldkeri. Tónlistarfélag Garðahrepps hyggst gangast fyrir að minnsta kosti einum tónleikum á þessum vetri fyrir félagsmenn. Allir íbúar Garðahrepps geta gerst félagar tónlistarfélagsins, og samþykkti fundurinn að allir þeir, sem gerast félagar fyrir 1. júní n.k. skuli teljast stofnendur. Þeir, sem óska eftir að gerast stofnfélagar geta snúið sér til ein hvers stjórnarmanna eða skóla- stjóra Tónlistarskóla Garðahrepps Guðmundar Nordahl, Ránar- grund 5, sími 50845. Tónlistarskóli Garðahrepps var | stofnaður síðastliðið haust af Guð-' mundi Norðdahl, en hið nýstofn- aða tónlistarfélag mun annast um SILDVEIÐI INNI A HAFNARFIRÐI GB-Reykjavík, miðvikudag. Tvo síðustu daga hefur veiðzt talsvert af síld upp andir lands steinum inni á Hafnarfirði, og mun einn bátur hafa fengið nálega 500 tunnur á einum sól- arhring. Það eru aðallega tafnarfjarð arbátar, sem fengið hafa síid ina inni á Firðinum, aðallega við Helgasker rétt hjá Hval eyri, en einnig hafa Keflavik urbátar komið og fmgið nokkra veiði, a ðþyí er blaðinu var •jáð í kvöld. Síldin er mjög smá. í rekstur hans í framtíðinni. Skólinn er nú þegar fullskipað- ur og hefur orðið að vísa frá fjölda nemenda, en ætlunin er að stækka gkójann næsta haust, til þess að getá orðið við hinni miklu eftir- spriún. Kennarar við Tónlistarskóla Garðahrepps eru nú: Guðmundur Norðdahl, Árni Elvar og Árni Gunnarsson. Skólastjóri skýrði frá, að tón- listarskólanum hefði borizt höfð- ingleg gjöf frá Hljóðfæraverzlun Sigríðar Helgadóttur, Reykjavík, af ýmiskonar kennslutækjum. sem eru algjör nýjung hér á landi. Ófærð sunnan- lands MB-Reykjavík, miðvikudag. Mikil ófærð er nú á Suðurlandi vegna snjóa og hafa mjólkurbíl- ar verið í allan dag að brjótast um Árnessýslu, til dæmis var bíll- inn úr Laugardalnum ekki vænt- anlegur fyrr en í nótt að Selfossi. ’ófært mun mega teljást austar en til Víkur. Nokkrar bilanir hafa orðið á símalínum í uppsveitum Árnessýslu af völdum snjókam- unnar. MJÓLKURFLUTNINGAR tramnaia al Ols ib Þessi bátur hefur verið ieigður ul vöruflutninga á Breiðafirði nú um fjögurra mánaða skeið í stað Baid urs, sem tekinn hefur verið ur notkun. Verið er að smíða stál skip fyrir Snæfelisnes og Breiða fjörð, og er það væntanlegt byrjun apríl. Litlar flugvélar frá Flugsýn og Brini Páissyni hafa haldið uppi samgöngum frá því um áramot þegar veður hefur layft. og lenda þær á Reykhólum og i Geiradai f dag hefur verið kafaldsmugga en frostlítið. sagði Ólafur að lok um. STYRKIR FRÁ VÍSINDASJÓÐI Vísindasjóður hefur auglýst styrki ársins 1965 lausa til um- sóknar. Sjóðurinn skiptist í tvær deildir: Raunvísindadeild og Hug- vísindadeild. Fonmaður stjórnar Raunvísindadeildar er dr. Sigurð ur Þórarinsson jarðfræðingur, en formaður stjómar Hugvísinda- deildar dr. Jóhannes Nordal banka stjóri. Formaður yfirstjórnar sjóðs ins er dr. Snorri Hallgrímsson prófessor. Raunvísindadeild annast styrk- veitingar á sviði náttúruvísinda, þar með taldar eðlisfræði og kjarn orkuvísindi, efnafræði, stærðfræði, jarðfræði, dýrafræði, grasafræði, búvísindi, fiskifræði, verkfrœði og tæíknifræði. Hugvísindadeild annast styrk- veitingar á sviði sagnfræði, bók- menntafræði, málvísinda, félags- speki, guðfræði, sálfræði og upp- eldisfræði. Hlutverk Vísindasjóðs er að efla íslenzkar vísindarannsóknir, og í þeim tilgangi styrkir hann: 1) einstaklinga og vísindastofn- anir vegna tiltekinna rannsóknar- verkefna. 2) kandídata til vísindalegs sér- náms og þjálfunar. Kandidat verð- ur að vinna að tilteknum sérfræði RÆÐA JOHNSONS Framhald af 1. síðu. um, þrátt fyrir þá staðreynd, að lítill árangur hafi fengizt á af- vopnunarráðstefnunni í Genf á s.l. ári. Hann sér margt framund- an, sem hann álítur að styrki leið- ina til afvopnunar í heiminum. Johnson ætlar að halda áfram á þeirri leið, bar sem Kennedy skildi við, en það var JFK, sem sagði: „að ástæðan fyrir vopna- mætti okkar, er friður, en ekki stríð.“ Johnson sagði, að þetta væri enn þá stefna þjóðarinnar. „Við höfum eyðingarvopn til þess að varðveita fnðinn fyrir þjóðina og efla vonina um friðsamlega lausn í alþjóðamálum, en ekki til þess að sækjast eftir heimsyfirráð- um.“ Forsetinn leggur mikla áherzlu á að samið verði um afvopnun sem fyrst, og um leið vill hann láta koma í veg fyrir að fleiri þjóðir fái yfirráð yfir kjarnorku- vopnum. Han stefnir að því að Bandaríkin efli eigin stefnu í að mfnnka framleiðslu á kjarnorku- vopnum, í þeirri von að fleiri þjóðir fylgi í kjölfarið. Johnson hvetur þjóð sína til að efla einingu innanlands og segir, að Bandaríkjamenn verði að leggja til þekkingu og tækni, til að efla friðarmöguleikana i heim- inum og um ieið styrkja frelsis- mátt allra manna Hann varar þjóðina við að taka upp einangr- unarstefnu fyrri tíma, og bendir á að það, sem einu sinni hafði ver- ið „erlent", sé nú hluti af vandamálum þjóðfélagsins, ekki síður en umheimsins „Vér erum þjóð, sem trúir á framtíðina. Að baki hávaða uppbyggingarinnar og kröfum dagsins, er trú vor á frelsi og réttlæti, og vér trú- um að framundan sé sá dagur, þegar allir menr verði frjálsir.“ Það má fastlega reikna með að ræða forsetans veki mikla athygli um heim ailan. sérstaklega í Moskvu. Boðskapur hennar um vilja Bandaríkjamanna ti) að semja frið og afvopnun. mun ef- laust auka mjöe friðarhorfurnar í heiminum ,og um leið styrkja samningagrunovöllinn á milli austurs og vesturs. | legum rannsóknum eða afla sér vísindaþjálfunar til þess að koma til greina við styrkveitingu. 3) rannsóknastofnanir til kaupa á tækjum, ritum eða til greiðslu á öðrum kostnaði í sambandi við starfsemina, er sjóðurinn styrkir. Umsóknarfrestur er til 1. marz næstkomandi. Umsóknareyðublöð ásamt upplýs ingum fást hjá deildarriturum á skrifstofu Háskóla íslands og hjá sendiráðum íslands erlendis. Deildarritarar eru Guðmundur Arnlaugsson menntaskólakennari fyrir Raunvísindadeild og Bjarni Vilhjálmsson skjalavörður fyrir Hugvísindadeild. Fréttatilkynning frá Vísindasjóði. EINING EVRÓPU Framhald af 2. síðu. lega einingu Evrópu. Hvað sameiningu Þýzkalands við kemur, þá hefur Frakkland lýst því yfir, að varanlegur friður geti ekki skapast í Evrópu, án sam- einingar og sjálfstæðis Þýzkalands. Erhard og De Gaulle urðu sam- mála um að vinna að þessu hugð- arefni, en munu ráðfæra þetta við önnur vestræn ríki. Loks náðist samkomulag um að auka sam- vinnu Frakklands og Þýzkalands á öllum sviðum. Því var opinberlega lýst yfir i París í dag, að samræðumar hefðu verið hinar vinsamlegustu og eng- in teljandi misklíð milli ráðamann anna tveggja, ekki einu sinni, þeg ar um varnarmálin var að ræða. Gert er ráð fyrir að utanríkisráð- herrar landanna hittist aftur ein- hvern tíma í marz. SJÖTUGUR Framhald af 2. síðu. kunnað vel við mig í þeim félagsskap, og jafnvel þótt mér hafi endurm og sinnum boð izt starf annars staðar, sem í fljótu bragði virtist girni- legra, lét ég ekki til leiðast. Starfsmenn KEA stofnuðu með sér lífeyrissjóð áður en það fór að tíðkast annars stað ar við verzlunarfyrirtæki, þótt nú þyki það sjálfsagður hlutur meðal fleiri stétta. En í þessu voru samvinnumenn sem sagt á undan, sem um marga aðra góða hluti. í alla staði er ég ánægður með það að hafa verið í þessari þjónustu öll þessi ár. Við vorum til skamms tíma starfandi hjá KEA þrír jafnaldrar, en einn er horfinn af sjónarsviðinu fyr ir nökkru, Ingimundur Árna son, en við hjörum enn og við sæmilega heilsu, Jónas vinur minn Kristjánsson mjólkursam lagsstjóri, og það eru ekki nema nokkrir dagar á milli sjötugsafmælisdaganna okkar. Ekki gafst langur tími til að spjalla við Jóhann Kröyer, þennan sómamann, sem settist að á Akureyri fyrir tæpum fjörutíu árum. Jóhann er tví kvæntur. Fyrri kona hans var Eva Pálsdóttir (Bergssonar) frá Hrísey. Þau eignuðust einn son, sem lengi hefur starfað í utanríkisþjónustu íslands, fyrrverandi forsetaritari, nú sendiráðunautur íslands í Moskvu. Seinni kona Jóhanns er Margrét Guðlaugsdóttir frá Akureyri, og einka'-'óttir þeirra er Elín Anna, íþrótta- kennari á Akureyri. Um leið og við óskum Jóhanni til ham- ingju með afmælið, kveðjum við hann að sinni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.