Tíminn - 21.01.1965, Blaðsíða 7

Tíminn - 21.01.1965, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 21. janúar 1965 TÍMINW irm rc í iMm Páll Zóphóníasson - Kveðja frá Austurlandi Páll Zóphóníasson fyrrum al- þingismaður lézt í Borgarsjúkra- húsinu í R-vík 1. desember s. 1. Með honum er horfinn af sviðinu einn sérstæðasti persónuleiki og mannvinur meðal vor íslendinga. Páll var okkur Austfirðingum að góðu kunnur og sat á alþingi fyrir Norður-Múlasýslu sam- fleytt í 25. ár. Vinsældir hans voru miklar, enda lagði hann sig allan fram í starfi fyrir fólkið, sem trúði hon um fyrir umboði sínu. Hann not- aði hverja stund í lífi sínu til að vinna að velferðarmálum og var ráðhollur og traustur í öllum sín- um störfum. Páll var ráðunautur Búnaðarfélags íslands um langt skeið og ferðaðist um landið allt og var því þrautkunnugur bænd um og búaliði, og þekkti hver að- staða þeirra var. I-Iann mætti hér á búnaðarnámskeiðum og hélt sýn- ingu í nautgripa- og sauðfjárrækt, enda einn af brautryðjendum slíkra sýninga hér í landi. Páll var sérlega laginn leiðbein- andi og sá fyrir í því starfi. Enda tilhlökkun margra að mæta á sýningunum og heyra Pál út- skýra búfjárrækt og sjá hann um- gangast skepnurnar. Páll kom alls staðar fram sem félagi og jafningi meðal fólksins og taldi að honum bæri að verja þau vé sem honum var trúað fyr- ir. Þess vegna var hann ekki myrk ur í máli, ef hann sá, að verið var að spilla málum eða samstarfi, sem hann taldi nauðsynlegt. Það fer því ekki hjá því, að margir staldri við í þessu landi við lát Páls Zóphóníassonar og minnist mannkosta hans. Slíkar minningar er gott að geyma með sér og verður mörgum drýgra veganesti en auður og völd geta veitt. Umhyggja Páls Zóphóníasson- ar og velvild til íslenzkra sveita og fólksins þar, var einlæg og fölskvalaus, enda var hans lifs- starf að vinna fyrir landbúnað- inn í einni eða annarri mynd. Eg átti þess kost að kynnast Páli allnáið á vegferð okkar í líf- inu. Hann kom til föður míns á ferð um sínum um Héraðið. Hann gleymdi ekki okkur krökkunum, talaði hlýlega til okkar og klapp- aði okkur á kollinn í kveðjuskyni. Þannig var velvild hans og við- mót til allra manna og hjálpsem- in sjálfsögð. ef unnt var að veita hana. Páll Zóphóníasson skrifaði mörgu fólki bréf í landinu og hafði þannig lífrænt samband vítt um landið. Ég veit að þau bréf skipta senni lega þúsundum og að enginn mað- ur hafi haft jafn náið samband við jafn margt fólk og Páll Zóphón íasson. Bréf Páls eru að sjálfsögðu varðveitt og bréf til hans. Það mun vera mikið verk að vinna úr þeim og raða beim upp eftir efni og aldri. Fyrirgreiðsla Páls var einstæð. Það var eins og hann gæti alltaf haft tíma til að leysa úr öllum vanda. Þannig er þegar mannkostir. mannþekking, velvildin og þjón- ustusemin eiga samleið. Páll hafði þetta allt í ríkum mæli pál) átti bæði unga og gamla að vinum sínum, karla og konur. í Hann átti því samleið með mörgu fólki, sem nú að leiðarlokutn hugsar hlýtt til hans og með innilegu þakklæti. Störf Páls Zóphóníassonar voru mikil fyrir Norð-Mýlinga og marga aðra hér á Austurlandi. Um leið og Páll kom hér til okkar vissu allir um hann og vildu margir ná fundi hans bæði samherjar Páls í stjórnmálum og þeir, sem studdu aðra flokka. Ég var aldrei samherji Páls í stjórnmálum, en hafði samt mik- ið dálæti á honum, og fann hlýj- una streyma frá honum um mann lífið. Það eru slíkir mannkostir, sem rnestu skipta um framvindu mann- kynsins á þessari jörð og sterk- asta aflið til góðra verka, þó það sé ekki sýnilegt öllum mönnum. Á ferðum mínum til R.víkur kom ég oft á heimili Páls og Guð- rúnar Hannesdóttur konu hans, sem lézt í fyrra. Ég átti marga ánægjulega stund hjá þeim á heimili þeirra á Sóleyj argötu 7, og fann hinn ferska anda og velvild, sem var með þeim hætti að öllum leið vel í návist þeirra. Heimili þeirra Páls og Guðrúnar var sannkallað „Unu hús“ fólksins. Ég vil af heilum hug þakka þeim hjónum innilega fyrir við- kynninguna og þá velvild sem þau sýndu mér og mínu fólki alla tíð. Sagt er að dauðinn nálgist og maðúrinn deyi, þegar hann skil- ur við jarðvist sína. Það er hugtak sem við jarðar- innar börn höfum. Ekki er vist að það sé rétt, enda ekki gott að skilgreina hvað gerist. Lífið og tilveran birtist okkur í ýmsum myndum meðal annars er við endum lífið hér í þessari mynd. sem við blasir. Ég held, að það sé enginn dauði til, nema sem áfangi á langri leið i eilífri hringrás viðburðarásarinnar. sem engan enda hefur. Mér er þetta sérlega hugstætt við andlát Páls Zóphónías- sonar og veit ^ð hann var æðru- laus i sinni síðustu för sem á ann- ! arri vegferð sinni i lífinu. Verkin hans, góðvildin, mann úðin, hinn ferski andi og mann- vit. leikur um strönd og dal og mun vp' ðfc bað egaresi sem vel i hefur dugað mörgum og margir munu varðveita í sjálfum sér ekki sízt á þessum róstursömu og óráðnu tímum. Til að auka sam- starf og skilning og nota hið stutta líf, sem hver kynslóð hefur til góðra verka. Þannig varðveitum við og laun- um Páli Zóphóníassyni hans mikla framlag, sem er einstætt í sinni röð í þessu landi. Ég þakka þér, kæri vinur, það sem þú varst mér og mínurn og þá hjálpfýsi, sem þú sýndir fólk- inu í sveitunum, sem bjó við ein- angrun í samgöngum og síma- leysi, menðan það var viðvarandi. Landbúnaðarmenn íslands minnast þín bezt með því að halda vel vöku sinni og vinna að bættum hag og uppbyggingu svo ungir íslendingar megi taka við og halda uppi reisn landbúnaðar- ins sem aflgjafa í atvinnu og menningarlífi og uppeldi þjóðar- innar í nútíð og framtíð. Þér þótti vænt um Fljótsdals- hérað og fólkið í austfirzkum byggðum. Víst er að það ber til því hlýjan hug og inilegt þakk- læti. Þó það sé ekki í letur fært. Með þessum orðum kveð ég þig hinztu kveðju. Með þökk fyrir allt. Eg sendi börnum Páls Zóphón- íasarsonar, barnabörnum og öðru venzlafólki mínar innilegustu sam úðarkveðjur og óska þeim vel- famaðar og blessunar á komándi tíð. Skrifað á jólum 1964. Einar Ó. Björnsson. Mýnesi. Látið okkur stilla og herða upp nýju bifreiðina. Fylgizt vel raeð bifreiðinni. BlLASKOÐUN Skúlagötu 32 - sími 13-100 Bændur K. N. Z. saltsteinninn er nauðsynlegur búfé yðar. Fæst i kaupfélögum um land allt. HJOLBAKDA VIOtiERÐlK Opið alla daga <lfka laugardaga og mnnudaga frá kl 7.30 til 22 GUMMÍVINNUSTOFAN n t Skipholtl 35 Revkjavik úml 18955 VERZLUNARSTÖRF Afgreiðslumaður óskast í vélaverzlun. == HÉÐINN = Vélaverzlun Seljavegi 2, sími 2 42 €0 Rafmagnsvörur í bíla ÍVIPAS Kramlugtarspeglar 1 brezka bíla hásDennukefli stefnu IjósalugtiT og biikkarar WIPAC aieðslutæki, hand- hæg og ódVr SMYRILL Laugavegi 170 Sími 1-22-60. Sendill óskast strax, vinnutími fyrir hádegi, Bankastræti 7, sími 12323 PILTAR. EFÞIOEICID UNNUSTUNA ÞÁ Á ÉS HRINMNfl / LAUGAVEGI 90-Q2 Stærsta úrval bifreiða á | einum stað. Salan er örugg | hjá okkur. fögfr.skrifstofan Iðnaðarbankahúsinu IV hæS. Tómas Arnason og Vilhjálmur Arnason TftÚLDFUNAR HRINGIR AMTMANNSSTIG 2 HALLDÖR KRISTINSSON gullsmiður — Sími 16979 ÞAKKARÁVÖRP Þakka innilega öllum, sem á einn eða annan hátt glöddu mig á áttræðisafmæli mínu II. jan s.l. Guð gefi ykkur gleðilegt ár og farsæla framtíð. Sigurður Einarsson frá Vogi. Útför mannsins míns Sveins Sveinssonar frá Fossi, fer fram frá Fossvogskirkju laugardaginn 23. jan. kl .10,30 f.h. Bióm vinsamlegast afþökkuö, þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Barnaspítalasjóð Hringsins. Athöfninni verður útvarpað. Jóhanna Sigurðardóttir Móðir okkar, tengdamóðir og amma frú Signý V. Magnúsdóttir, Bakkavelli, sem lézt í Landspítalanum 11. þ. m. verður jarðsungin að Breiða- bólstað, Fljótshlíð laugardagtnn 23. þ. m. Húskveðja verður að heimili hinnar látun kl. 13 sama dag. Blóm eru vinsamlegast afþökkuð, en þelm sem vlldu helðra mlnningu hennar er bent á líknarstofnanir. Hörður Sigurjónsson, Jónina G. Slgurjónsdóttir, Magnús Sigurjónsson, Vlktoría Þoraldsdóttlr og barnabörn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.