Tíminn - 21.01.1965, Blaðsíða 3

Tíminn - 21.01.1965, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 21. janúar 1965 TIMINN Hörður Gunnarsson: „Sannleikurinn er leiðindafyrirbæri“ Lárusi Salómonssyni svarað Lárus Salómonsson, glímukóng- urinn rímfróði, sendir mér bréf í Tímanum 29. desember 1964 vegna ritdóms míns um bókina Jóhannes á Borg, sem birtist í Tímanum 17. sama mánaðar. Ekki verður annað sagt, en hæfi leikar Lárusar njóti sín mæta vel í þessu tilskrifi enda var það svo aður fyrr, að kenna mátti af reið- skapnum, hvar höfðingjar og heti- ur fóru um. Eftir að vopnaburð- ur lagðist almennt niður á Tslandi og hætt var að vega mann og annan, hefur þessi heldrimanna- reiðmennska færzt yfir á hið tal- aða eða skrifaða orð jafnt sem athafnir og standa þar fáir Lárusi Salómonssyni á sporði. Eftir frá- bæra, þjóðkunna úrlausn rím- flokka?lþrauta nýverið hefur nauð- syn þótt bera til að flytja garp- skapinn yfir á ritvöllinn einnig Hefur það nú gerzt með hinu af- ar snjalla bréfi í Tímanum, sem að hætti flokkast undir að vera frumsamið, rangsnúið og öfug- sýnt, en svo einstætt, að taka ætti það upp í kennslubækur framtíð- ar sem dæmi um það, er bezt hef- ur verið hugsað og ritað á íslenzka tungu! Einhverjum kann þó að koma í hug, að bréfið geti verið ættrunnur vísunnar gömlu: Viljirðu svívirða saklausan mann, þá segðu ekki beinlínis skammir um hann en láttu það svona i veðri vaka, að þú vitir hann hafa unnið til saka Sé svo, fell ég eðlilega frá fyrri greiningu, en mér er fjarri skapi að ætla Lárusi Salómonssyni það vitundar að vilj? með réttu eða röngu óvirða og smán Ár- menninga eða nokkuð það, sem þeir koma nálægt, má þar líka ljóst vera af bréfinu að slíkt hendir ekki þann sómamann' Fyrri hluti bréfs Larusar Saló- monssonar eru athugasemdir við ritdóm minn, undirtónninn óður til Ármenninga og ágerist hann eftir því sem líður á bréfið. að vísu blandinn að hætti Settu t Bollagörðum. Ekki þykir mér hæia að finna að þeim sannleik, sem Lárus framhefur, enda he+' eg skýrt mitt mál áður í umræddum ritdómi. Allra auðmjúklegast leyfi ég mér þó að fara bess á leit við Lárus Salómonsson. að hann nafn greini þann hæfa „löggilta dóm- túlk“ úr ensku, sem gerðist hjálp- arhella hans við lestur ritdóms míns, myndi slíkt almennt talið þakkarvert og fróðlegt. Síðari hluti bréfsins umgetna er sem sannleiksmerki á alla frá- sögn þess, enda getur Lárus fjög- urra atburða til enn frekari árétt- ingar þess, að með allt sé þar rétt farið og mál hans ósvikið tekst honum þetta af frábærum færleik, svo þeir sem til bekkja falla í stafi, en sögumaður er Lárus mikili og þekktur meðal glímumanna. f upphafi þessa þáttar bréfs hins sannmælta Lárusar seeir svo orðrétt: „Sannleikurinn er leið- inda-fyrirbæri, þegar hann kem- nr ekki heim við það. sem manni hentar. Það er ekki ný speki i hópi forystumanna íþróttanna á íslandi og raunar býsna forn speki hjá forsprökkum glímumálanna.'' Þessar tvær setningar lýsa svo heiðum huga, að dýrmæti eru, ekki sízt vegna þess efnis, sem á eftir fylgir. Um atburðina fjóra farast Lárusi orð á þessa leið: „Þannig máttu þeir til dæmis afhenda öðr- um manni sigurbikarinn í kon- ungsglímunni 1921, þegar Her- mann Jónasson sigraði. Sama gerð ist 1938 á íþróttavellinum í Reykja vík, þegar háð var kappglíma til heiðurs Danaprinsi. Þá lagði ég alla keppinauta mína í byltu- glímu, en frétti að leikslokum, að dómnefndin hefði komið sér sam- an um það, á meðan glímukeppn- in stóð, að þetta skyldi vera fegurðarglímukeppni, og annar skyldi því hljóta verðlaunin. Enn má minna á það, þegar formaður Áfmanns neitaði Steindóri Gísla- syni Árnesingi um aðild að ís- landsglímunni 1937 vegna þess, að Steindóri hafði láðst að tilkynna honum sjálfum þátttckuna, þótt hann hefði tilkynnt hana nógu snemma til réttra aðila annarra, en þá var Steindór líklegur til þess að knésetja Ármenningana. Loks má geta þess, aö af sömu ástæðum hefur Ármann J. Lárus- son verið settur hjá af forráða- mönnum Glímufélagsins Ármanns á hinn ódrengilegasta hátt. Og enn, nokkrar skjaldarglímur hafa verið kærðar o.fl. Annað tveggja hefur enginn úrskurðu/ verið felld ur eða kæru hafnað, því hvarvetna er íþróttalegri valdníðslu að fagna.“ Já, ljótt er ae heyra, ef satt er. Rétt mun því, að kanna þessa atburði dálítið nánar, og þá í anda einkunnarorða bréfsins- Sannleikurinn er leiðinda-fyrir- bæri, þegar hann kemur ekki heim við það, sem manni hentar. Konungsglímuna 1921 ræði ég ekki en vísa til skrifa Bjarna Bjarnasonar á Laugarvatni og minna í Tímanum árið 1962. Um Krónprinsglímuna 1938 eru nægar heimildir til og að auki viðlátnir allflestir þeir menn, sem þar komu við sögu. Af þeirri ástæðu er ljóst nú, að frásaga Lár- usar Salómonssonar í bréfinu títt- nefnda um atburðinn er ekki í samræmi við samtímt frásagnir eða minningar annarra, þó svo þeim öllum beri saman. Ekki ætla ég Lárusi þá dul, að fara rangt með staðreyndir vitandi vits, slíkur heimildarmaður og söguhetja, sem hann allajafna er. Öll blöðin í Reykjavík hljóta þess vegna að hafa skýrt rangi frá því sem átti að gerast og gerð- ist og endurminningar annarra séu á sama veg nema hitt komi til, að greinargerðin hafi glapp- ast fram úr penna Lárusar 26 árum eftir atburðinn. Lárus Salómonsson segist hafa lagt alla keppinauta sína í byltu- glímu en frétt að leikslokum. að dómnefnd hefði komið sér sam- an um það, á meðan glímukeppn in stóð, að þetta skyldi vera feg- urðarglímukeppni og annar hlaut því verðlaunin Auðvitað glimdi Lárus til verðlaunanna, í það minnsta mætti þá bæta úr því nú og veita honum verðlaun fyr- ir þessa frásögu Um hátt glímunnar segir svo í Morgunblaðinu, 22. júlí 1938, undir fyrirsögninni: íþróttasýn ing fyrir krónprinshjónin: . . . Fer þá fram íslenzk glíma — feg- urðarglíma úrvals glímumanna . .“ í Nýja Dagblaðinu, 27. júlí i938, segir svo í greininni íþróttasýn- ingar fyrir krónprinshjónin: „ . . . síðan verður keppni í feg- urðarglímu. . . .“ Alþýðublaðið, 27. júlí 1938 skýrir þannig fra: íþróttasýningar fyrir krónprins- hjónin á sunnudag: „ . Þá fer fram fegurðarglímuikeppni. Verða þar úrvals glímumenn úr Ármanni, sem keppa “ Þjóðvilj- inn. 28. júlí 1938: íþróttasýning á sunnudaginn:.........Næst verð- ur glímusýning og sýnir 8-10 manna flokkur úr Ármanni feg- urðarglímu undir stjórn Þorsteins Kristjánssonar. Þrenn verðlaun verða veitt að glímunni lokinni. Vísir, 27. júlí 1938. næsta sam- hljóða Þjóðviljanum. Þar eð Krónprinsglíman fór fram 31. júlí 1938 dylst ekki, að Lárusi Salómonssyni skýzt vfir glímufyrirkomulagið og er það með ólíkindum úr þeirri átt. Glímustjóri og aðrir keppendur upplýsa að 12-15 glímur hafi far- ið fram í allt í keppninni en ekki 28, eins og glímdar hefðu verið, ef um almenna kapp- glímu hefði verið að ræða og bylta ráðið lotulengd. í Vísi, 2. ágúst 1938, segir um Krónprins- glímuna:........Þá sýndi glímu- flokkur úr Ármamii fegurðar- glímu. Tókst hún vel og gekk greiðlega, en hver glíma stóð í eina mínútu. . . . “ Þá er fram komið, að Lárus lagði ekki alla sína keppinauta. því hann kom ekki Jóhannesi Bjarnasyni, sem hlaut 2. verðlaun, af fótum enda um fegurðarglímu að ræða. Önn- ur úrslit urðu þau, að Ágúst Kristjánsson hlaut 1. verðlaun en Vagn Jóhannesson 3. verðlaun. Alls voru þátttakendur utta. Með einkunnarorðin í huga hlýtur Lárus Salómonsson að hafa rétt fyrir sér um Krónprinsglim- una enda á hann gerzt að vita Að ófyrirsynju setur hann sjálf- sagt ekki fram rangt mál. Um Íslandsglímuna 1937 og Steindór Gíslason, Árnesing, mág Lárusar. mun það hafa verið tvg. að í þann mund, sem glíma*- átti að hefjast komu þeir mágar til formanns Ármanns og glímu- stjóra, þeirra Jens luðbjörnsson- ar og Þorsteins Kristjánssonar, og Traustl Ólafsson Skjaldarhafi Ármanns 1957 og 1962, (til- hægri) og Kristmundur Guðmundsson Skjaldarhafi 1961 og 1964. tilkynntu Steindór til glímunnar. Formaðurinn vísaði málinu til glímustjórans, sem úrskurðaði, að Steindór fengi ekki þátttökurett enda myndi það óréttlæti gagn vart öðrum keppendum, sem skráð hefðu sig á löglegan hátt og með tilskyldum fresti. í bréfinu skýtur skökku við um atburðarásina með tilliti til þess sannleika en því má kippa í lið- inn. ef trúnaðartraustið til Lárus- ar helzt ódofið. Þar hlýtur auðvit- að að vera rétt með farið. í lok bréfs síns ræðir Lárus Salómonsson um skipti Ármanns sonar síns og Ármenninga vegna Skjaldarglímu Ármanns en Lárus segir, að sonurinn hafi verið sett- ur hjá á hinn ódrengilegasta hátt. Mun Lárus að vanda eiga við reglugerðarbreytingu fyrir Skjald arglímu Ármanns, sem gerð var árið 1962. í Reglugerð uim Ármannsskjöld inn frá 23. marz 1908 segir svo í 4. gr.: „Hver sá, er verið hefur búsettur í Reykjavík síðustu 4 mánuði eða lengur, hefur rétt til að taka þátt i glímunni." 6. gr. Reglugerðar um Skjald- arglímu Ármanns og Ármanns- skjöldinn, sem sett var í janúar 1962, hljóðar svo: „Hver sá, sem er lögmætur félagi sambandsfél- ags Iþróttabandalags Rgykjavík- ur, hefur rétt til þátttöku fvrir hönd þess félags." Sanngjamir mætir menn hafa talið núverandi ákvæði mun rýmri en hin eldri og gefi fleiri glímumönnum tækifæri til keppni. Varðandi kærur T,árusar Saló- monssonar vegna Skjaldarglím- unnar hefur mótsnefndin farið með þær að lögum hverju sinni. Kæranda ber sjálfum að fylgja eft ir kæru vilji hann ekki fallast : úrskurð mótsnefndar. eða hefui einhver heyrt getið um lögreglu- þjóninn, sem kærði sjálfan sig vegna eigin verknaðar? Hinn réttmæli Lárus Salómons- son og óáreitni hefur Iöngum átt hendur sínar að verja fyrir for- ‘■prökkum glímumálanna og for ystumönnum íþróttamálanna á landi hér, eins og lesa má í lýstu bréfi. Þessir óttalegu menn hafa sótt fast og í engu hlíft enda lag* ti) atlögu við mága hans og arfa þegar sjálfur stóð hann óbugaður, eftir því sem greinir. Afleiðing þessa hefur orðið sú. að hann heí ur verið viðriðinn allflestar kær- Framhald á 12. siða Eigum við að ala minka? Margir muna enn sorgarsög- una um minkaeldi á íslandi, hvernig þetta litla en grimma dýr slapp úr gæzlu og gvarð villt dýr á íslandi, dreifðist svo að segja um allt land, og hefur gerzt mikill skaðvaldur í fugla- og fiskilífi landsins. Þá var minkaeldi bannað með lög- um og hefur svo verið um skeið, en þá var of seint að byrgja brunninn. Á seinni árum hafa heyrzt um það nokkrar raddir ,að leyfa ætti minkaeldi að nýju hér á landi, þar sem skaðinn væri skeður, og það myndi ekki gera vont verra, þótt minkaeldi væri tekið upp að nýju. Hlýtur slíkt að sjálfsögðu að vera álitamál, og ýms rök hníga að því, að þetta sé rétt, en ef til vill önnur á móti. Á það er bent, að við höfum hið ákjósanlegasta minkafóður, þar sem er úrgangur úr fiski og sauðfjárafurðum. Þetta selj um við nú úr landi fyrir tölu verða fjárhæð til minkabúa á Norðurlöndum. Einnig er bent á það, að minkurinn sé það loð dýr sem einna bezt haldi velli í tízkusveiflum, verð skinn- anna sé stöðugt og markaður vaxandi með aukinni velmegun í Evrópu og Ameríku. í nýútkomnu Frosli, tímariti um fiskiðnað, eru þessi mál rædd og segir þar m. a. „Á þessu banntímabili á minka- eldi á íslandi hafa nágranca þjóðir okkar, Danir, Svíar, Norðmenn, Finnar og Fær- eyingar hafið stórfellda minka skinnaframleiðslu á vísindaleg um grundvelli. Er þessi fram leiðsla orðin að mikilvægri ai- vinnugrein eins og m. a. má sjá af því, að sala danskra minkaskinna mun á þessu ári nema um 1200 milljónum króna. Til samanburðar má nefna, að heildarútflutningur íslendinga á hraðfrystum sjáv arafurðum var um 1300 millj. króna árið 1963. . . . Vandlát- ustu skinnaframleiðendurnir telja það frumskilyrði, að ís- lenzkur fiskúrgangur sé ' fæð- unni. Úrgangur við sauðfjár slátrun, blóð o. þ. h. er einnig hluti af fæðu minksins“. „Það þarf engan að undra" íhaldsblöðin réðust með of- forsi á Framsóknarmenn eftir Alþýðusambandsþingið í haust og sökuðu þá um að hafa kom ið í veg fyrir, að samstjórn allra flokka kæmist á í Alþýðu sambandinu, þ. e. að fulltrúar íhalds og krata væru teknir inn í hana. Framsóknarflokkurinn hefur ekki neitað þessu og full trúar hans á Alþýðusambands- þingi, ásamt mörgum öðrum, fóru ekki dult með það, að þeir vildu ekki gera heildar samtök vinnustéttanna þannig dráttarhest fyrir vagni núver andi stjórnarstefnii. Hins veg ar liggur í vitnisburði stjórn arblaðanna það, að foringjar kommúnista hafi viljað þetta, að minnsta kosti hafi ekki strandað á þeim, og þeir hafa raunar ekki borið þetta af sér. í gær skrifar einn full- trúi á Alþýðusambandsþingi, Benedikt Þorsteinsson, Höfn í Hornafirði, grein : Þjóðvilj- ann, m. a. um bessi mál og segir: Framhald á 14. siðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.