Tíminn - 21.01.1965, Blaðsíða 16

Tíminn - 21.01.1965, Blaðsíða 16
'jr. ■ . # 15. tbl. — Fimmtudagur 21. janúar 1965 — 49. árg MINNISVARÐI í FAGRASKÓGI HS—Afeureyri, miðvikudag. „Hvar sem ég er staddur á hnett inum er skammt heim í Fagra- skóg“. Þessi orð lét Davíð Stefáns son skáld frá Fagraskógi eitt sinn falla. Hann hefði orðið sjötugur á fimmtudag, og hún hafa nokk- ur samtök í Eyjafirði ákveðið að reisa honum minnisvarða í Fagraskógi. f fréttatilkynningu um þetta mál segir svo: „Eins og kunnugt er samþykkti Ungmennasamhand Eyjafjarðar á síðasta ársþingi sínu í aprfl, 1964, áskorun til félagssam taka í héraðinu um að reisa Davið Stefánssyni, skáldi frá Fagraskógi, Mjólkur- flutningar falla niöur KJ-Reykjavík, miðvikudag. Tíminn hafði í dag tal af Ólafi Ólafssyni kaupfélagsstjóra í Króks fjarðamesi, spurði hann frétta úr byggðarlaginu. Ólafui sagði að hríðarveður hefði verið flesta daga síðan um hátíðar, væri mikill snjór kominn á láglendið, og all- ir vegir ófærir smærri bifreiðum Þó hefur verið fært fyrir jeppa í Reykhólasveit og Geiradal. Veg- urinn fyrir Gilsfjörð hefur verið lokaður síðan um áramót o;. hafa því mjólkurflutningar 'austur- hluta Barðastrandarsýslu til mjólk- urbúsins í Búðardal fallið alveg niður um sinn. _ Rekís kvað Óafur töluverðan á innfjörðum Breiðafjarðar, og hef- ur flóabáturinn Guðmundur góði því ekki getað losað vörur til hafna á innanverðum Breiðafirði. Framih. á bls. 14. minnisvarða á æskustöðvum hans að Fagraskógi. Nú hafa Ungmenna samband Eyjafjarðar, Búnaðarsam band Eyiafjarðar og Samband ey- firzkra kvenna tekið höndum sam an og ákveðið að beita sér fyrir því að þessi hugmynd nái fram að ganga. Ekki hefur enn verið tekin á- kvörðun um gerð minnisvarðans, en hann verður reistur á bezta fáanlegum stað í Fagraskógi og væntanlega komið upp trjálundi við hann. Þau samtök, sem hafa forgöngu í máli þessu munu snúa sér til hinna ýmsu félaga og sveit arstjórna í héraðinu um fjárfram lög. Einnig vænta þau þess, að önnur félög, einstaklingar, unnend ur sfcáldsins, leggi málinu lið með frjálsum framlögum, án þess að til þeirra verði formlega leitað, og stuðli þannig að því að þjóðskáld- inu verði reistur sem veglegastur minnisvarði í Fagraskógi, þeim stað, sem fóstraði það og var í vitund þess helgur staður til hinztu stundar. Spilakvöld Fram- sóknarfélaganna Framsóknar- félögin í Reykja- vík efna til kvöld skemmtunar í Súlnasai Hótel Sögu, fimmtudag- inn 4. febrúar næstfcomandi. Spiluð verður framsóknarvist og glæsileg verðlaun veitt. Bjöm Pálson bóndi og alþingismaður að Löngumýri flytur stutta ræðu og að lokum verður stiginn dans til kl. 1 eftir miðnætti. Boðsmiðar að skemmtuninni verða afhentir í skrifstofu Framsófcnarflokksins að Tjamargötu 26. Miðapantanir em í síma 15564 og 16066. Stjómir Framsóknarfélaganna í Reyfcjavík. SVARTAR FJAÐRIR í 7. SINN GB-Reykjavík, miðvikudag. f tilefni morgundagsins, sem er sjötugasti afmælisdagur Da- víðs Stefánssonar frá Fagra- skógi, gefur Helgafell út fyrstu ijóðabók skáldsins, .Svartar fjaðrir,“ sem kom fyrst út 1919, og er þetta sjöundo út- gáfa bókarinnar, sem hefur þá komið oftar út en nokkur önn ur ljóðabók á þessari öld. Þessi útgáfa bókarinnar er í líkingu við fyrstu útgáfuna að broti og prentun, mjög fallega úr garði gerð. Kápu- umslag hefur teiknað Tómas Tómasson (skálds Guðmunds- sonar), en formála ritar Stein- grímur Sigurðsson, sem kemst m.a. svo að orði: „Konur geymdu hann undir svæflinum, og þegar þær þurftu á svari að halda við Framhald á 12. síðu GRÆÐA I SKJOLI KAUPHÆKKUNAR MB-Reykjavík, miðvikudag. Að minnsta kosti sum hinna svo kölluðu vinlausu veitingahúsa í Reykjavík hafa stórhækkað verð á aðgöngumiðum og fóðra þá hækk- un með þeirri hækkun, sem um var samið hjá hljóðfæraieikurum. sum þesara húsa hafa einnig hækkað verð á veitingum og kost- ar flaskan af gosdrykkjum nú sums staðar orðið 30 krónur. Eins og sagt hefur verið frá hér í blaðinu fengu hljóðfæraleikar- ar talverða hækkun hlutfallslega með hinum nýju samningum mið- að við hina eldri og hafa þó menn nákunnugir þessum málum látið þá skoðun opinberlega í ljós, að hinir nýju samningar væru nán- ast staðfesting á því ástandi, sem ríkt hefði í þessu máli. Samkvæmt samningnum hækkar kaup hljóðfæraleikara úr kr. 122.50 á klukkustund í 145 krón- ur. Þá bætist einnig við vinnu- stundir, þannig að á laugardags- kvöldið þurfa veitingahúsaeigend- ur til dæmis að borga hljóðfæra- leikurum frá klukkan 20 í stað 21 áður, einnig þurfa þeir nú að greiða tvöfalt kaup fyrir tímann milli klukkan 1 o» 2 eftir mið- nætti í stað síðasta hálftímans áður. Lætur því nærri, að sam- kvæmt samningum hækki kaup sex manna hljómsveitar á laugardags- kvöldi með tveimur söngvurum úr 5.700 krónum í 8.600 krónur. Hins vegar hafa að minnsta kosti sum veitingahúsin hækkað aðgöngu- miða sína á laugardagskvöldum úr 80 krónum í 100 krónur. Hækkun- in á hinu umsamda kaupi hljóð- færaleikara er því nálægt þrem þúsundum, en heildarhækkun að- göngumiðaverðs á laugardags- kvöldi hjá veitingahúsi, sem tek- ur 300 manns, er um sex þúsund eða helmingi meiri en sú kaup- hækkun, sem notuð er sem skálka- skjól. Verð aðgöngumiða cnnur kvöld en laugardagskvöld hefur einnig STR0KKASMJ0R VEGNA SAMGÖNGUERFIÐLEIKA NNA KJ-Reykjavík, miðvikudag. Mjólkurframleiðendur Mý- vatnssveit og Bárðardal hafa ekki getað komiii frá sér mjólk nú um lengri tíma vegna snjóþyngsla. Er mjólk- in því skilin og smjörstrokk- urinn í fullum gangi á þessum stöðum. Mjólkurflutningar úr Mý- vatnssveit hafa gengið erfið- lega frá áramótum vegna snjó- þyngsla á vegum. Snjór er þó ekki mikill í sjálfri sveitinni heldur er færðin hvað verst í Reykjadal og Aðaldal. Strokk amir koma bví í góðar þarfir núna, þar sem hægt er að koma mjólkinni í verðmæti með því að skilja hana og búa til smjör. Jón Illugason útibús stjóri K.Þ. í Reykjahlíð í Mý vatnssveit tjáði blaðinu í dag, að á morgun væri von á snjo bíl kaupfélagsins frá Húsavík og myndi hann taka smiörið úr sveitinni til mjólkurbúsins, og koma með vörur til útibús ins. Bíllinn »etur þó ekki flutt mikið i hverri ferð, því hann ber aðeins lVá tonn. Tryggvi Helgason flugmaður lenti á flugvellinum við Reykjahlíð í gær, og flutti farþega til Ak- ureyrar. Þá höfðum við samband við Harald Gíslason mjólkurbús- stjóra á Húsavík og spurðum hann hvernig gengi að flytja mjólk til búsins. Haraldui sagði, _að það gengi hálf brösu lega. í gær komu mjólkurbíl- ar úr Kinn og Reykjadal og voru 12-14 tíma að fara leið sem er um klukkustundar akst ur á sumardegi. Fóru þeir svo aftur heim ? leið í dag. f Mý- vatnssveit og Bárðardal kvað hann bændur skilja mjólkina og búa til smjör, sem svo snjó- bíll sækti einu sinni í viku. Væru þetta um 200-300 kíló af smjöri, sem síðan væri selt sem heimasmjör. Verst er færð in í Aðaldalshrauninu, en úr Aðaldalnum er reynt að flytja mjólkina daglega. Annars stað ar frá er reynt að brjótast annan hvern dag, nema bar sem strokkarnir eru í notkur. hækkað á sömu veitingahúsum úr 70 krónum í 80 krónur. Þá hafa að minnsta kosti sum veitingahús hækkað verð á gos- drykkjum sínum, væntanlega á sömu forsendu. Til dæmis kostar gosdrykkjarflaskan í Þórskaffi nú orðið 30 krónur. Kostaði gosið áður á flestum veitingastöðum 25 krónur og mun það hafa verið ánlægt 1000% álagning og þótti flestum nóg um. 8. TÓN- LEIKARNIR KJ—Reykjavík, miðvifcudag- Áttundu tónleifcar Sinfóníu- hljóm'sveitar íslands verða í Há- skólabíói á fimmtudag. Einleikari með hljómsveitinni að þessu sinni er brezki klarinettu leikarinn Bernard Walton, og stjórnandi Igor Buketoff, sem stjórnað hefur Sinfóníuhljómsvei) inni að undanförnu en er á föl um til Bandaríkjanna. Á efnis skránni er sinfónía nr. 83 eftií Haydn, 3 tónsmíðar fyrir strengi og píanó eftir japanska tónskáldið Mayuzumi, klarinettukonsert í A- dúr eftir Mozart og prelúdía og fúga eftir Hovhaness. Bernard Walton

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.