Tíminn - 21.01.1965, Blaðsíða 11

Tíminn - 21.01.1965, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 21. janúar 1965 TÍMINN 11 UPPREISNIN 1Á BOUNTY 78 DVUIII I Charles Nordhoff og James N. Hall okkur. Uppreisnarmennirnir gátu ekki sleppt þeim. Einn fanganna, Miúhael Byrne, hygg ég aS hafi viljað koma með okkur, en við þorðum ekki að taka hann, af því að bátur- inn var drekkhlaðinn. Þannig lauk Fryer frásögn sinni. Réttarforsetinn spurði: — Þér hafið nefnt sjö vopnaða menn. Álítið þér, að þetta hafi verið einu mennirnir, se voru vopnaðir. Fryer: — Nei. Réttarforsetinn: — Hvers vegna? Fryer: — Af því að ég heyrði mennina í bátnum segja það, en að því er ég bezt man, sá ég ekki fleiri. Réttarforsetinn: — Skýrið réttinum frá því, hversu lengi þér hafið verið á þiljum í hvort skipti, þegar þér komið upp. Fryer: — Um tíu mínútur eða stundarf jórðung. Réttarforsetinn: — Sáuð þér nokkurn fangann beinlínis hlýða skipunum Christians eða Chruchill? Fryer: — Ég sá Burkitt og Millward vopnaða, þeir stóðu vörð. Réttarforsetinn: — Heyrðuð þér nokkurn fanganna hrak yrða Bligh. _ ' Fryer: — Ekki svo að ég muni. Ég sá Millward við borðstokkinn með byssu í hendinni. Það var svo mikill hávaðinn, að ég gat ekki greint einn frá öðrum. Réttarforsetinn: — Þér segið, að uppreisnarmennirnir hafi hrakyrt Bligh, þegar sverðin voru rétt ofan í bátinn. Heyrðuð þér nokkurn fanganna taka þátt í því? Fryer: — Ekki svo ég muni. Réttarforsetinn: — Sáuð þér einn fanganna, Thomas Elli- son, morguninn, sem uppreisnin varð? Fryer: — Ég sá hann ekki strax, ég sá hann seinna. Réttarforsetinn: — Hvað var hann að gera? Fryer: — Hann stóð rétt hjá Bligh, en ég man ekki, hvað hann var að gera. Réttarforsetinn: — Var hann vopnaður? Fryer: — Það man ég ekki. Réttarforsetinn: — Sáðuð þér William Muspratt? Fryer: — Nei. Réttarforsetinn: — Bauðst nokkur til þess að aðstoða Christian, þegar þið Bligh voruð settir í bátinn? Fryer: — Já, Churchill, Sumner, Quintal og Burkitt. Réttarforsetinn: — Þekktuð þér nokkurn af mönnunum, sem klifu upp í reiðann, þegar seglin voru undin upp? Fryer: — Ég þekkti einn, Thomas Ellison, sem var aðeins drenghnokki þá. Réttarforsetinn: — Hversu marga menu þurfti, til þess að koma stóra skipsbátnum á flot? Fryer: — Tíu menn. Réttarforsetinn: — Sáuð þér nokltatr* fanganna hjálpa til þess að setja bátinn á flot? — Já, herra Byam, herra Morrison, herra Coleman, Nor man og Mclntosh hjálpuðu til en það var gert samkvæmt skipun frá herra Coleman, bátsmanninum, en þá skipun hafði hann fengið frá Christian. Réttarforsetinn: — Álítið þér, að þeir hafi gert það í því skyni, að hjálpa Bligh eða Christian. Fryer: — Ég held, að þeir hafi verið að hjálpa Bligh. Þeir gerðu það til þess að gefa Bligh færi á því, að bjarga lífinu. Réttarforsetinn: — Hvaða ástæðu hafið þér til að ætla, að John Millward væri yður vinveittur, þegar hann stóð vörð yfir yður? Fryer: — Hann var í órólegu skapi, eins og hann hefði gripið til vopna gegn vilja sínum. Réttarforsetinn: — Þér segið, að þér hafið fengi ðþví framgengt, að Tinklevr mágur yðar fengi að fara í bátinn með yður. Hafði hann verið neyddur til þess að vera um borð. Fryer: — Christian hafði sagt honum, að hann ætti að vera um borð sem þjónn hans. Tinkler kom til klefa míns og skýrði mér frá því. NÝR HIMINN - NÝ JÖRD EFTIR ARTHÉMISE GOERTZ 89 ótti við óveðrið. Augun stóðu gat- opin og tillit hennar næstum tryll- ingslegt. _ Vik — hún þrýsti andliti sínu að hans og lagði munninn fast að eyra hans — ég . . . Hann beið. En hún hélt sér að- eins enn fastara í hann og fór að gráta. — Hvað er það, Kóletta? — Ó, Vik. Ég er hrædd. Ég er svo voðalega hrædd, hvíslaði hún kjökrandi. Hann klappaði á herðar henni. Hún nötraði frá hvirfli ti: ilja. — Þetta lagast allt saman, elsku Kóletta. Þú skalt ekki vera hrædd. Skyndilega lyfti hún báðum höndum, dró höfuð hans niður til sín og þrýsti kossi á munn hans. Og snöktandi lyfti hún upp kjólnum og hljóp upp ;tigann. Læknirinn og Sep fóru margar ferðir niður til strandar og hjálp- uðu íbúunum til að komast úr hálfeyðilögðum húsum sínum. Frú Vigée var guði gramari en nokkru sinni fyrr. Nú hafði hann sent þetta fárviðri, eingöngu henni til ama og skapraunar, einmitt rétt eftir að hún hafði tognað í öklanum. Frú Larouche dóttir hennar, hafði orðið að þola hið „eitraða” andrúmsloft bæjarins síð an á föstudag, er hún .afði kom- ið þangað aftur til að hjálpa moð- ur sinni þegar hún lenti í síðasta slysinu, og það þrátt fyrir það, þótt „þessi kvensnift“ væri þar búsett í nánd. Og auðvitað hafði Féfé fylgt henni. Frú Gerbeau sást koma heiinan frá húsi sínu, með svartan hatt- kúf á höfði, eins og vefjarhöttur væri. í fylgd með henni voru dæt,- ur hennar, Celeste og Mínerva og holdvot hjúkrunarkona, sem hélt á barni þeirrar síðarnefndu. Mín- erva var full af áhyggjum út af manni sínum, er hafði snúið aft- ur til vinnu sinnar "ið baðmull- armiðstöðina með morgunlestinni. Aldrei þessu vant tók nú eng- inn neitt sérstakt tillit til mnna auðugu sumargesta við ströndina. Nú voru þeir flóttamenn eins og aðrir og róið með þá í bátum um kaffærðar göturnar, eins og kýr, sem reknar eru inn á bása sína. Hver og einn hafði nóg með að hugsa um sig. Prammar, eintrján- ingar og samanreknir timburflek- ar voru á ferð í allar áttir. Kassar, húsgögn og hænsnabúr bárust meö straumnum, viðarkubbar, þakplöt- ur og þrepskildir flutu um allt í ferlegustu ringulreið. Og ofan á allt þetta helltist rigningin. Þegar þeir komu loksins aftur heim að Mánaskini, náði vatnið þeim upp í mitti. Ógerlegt vai nú að sjá hvar stöðuvatnið endaði og ströndin byrjaði. Stormurinn hreif bylgjurnar og hratt þeim að eikar trjánum niðri undir fjörumáHnu, þar brotnuðu þær með þéttings þunga. LoLftið var svo mettað af sandi blandinni stórrigningu, að lítt varð séð frá sér og ekkert þegar inn á milli trjánna kom. Nanaine neitaði enn að hreyfa sig til brottferðar. — Það hafa gengið fárviðri yfir Mánaskin fyrr, varð henni að orði. — Húsið mun standast það. Það er eins og við sjálf. . . . Vinnufólkshúsið var orðið fullt af vatni og fólkið hafði leitað inn í forsalinn: Gladys með börn sín þrjú og Bazile, sem hafði ekkert borð til að bera á í kvöld. Cumba var ekki mætt. — Hún fór niður í eldiviðarskúrinn aftur, sagði Gladys, til að blanda þetta sam- sull sitt. Henni verð ekki aftrað frá því. Og hún hefur ekki kom- ið aftur. Þeir læknirinn og Sep fóru til og sáu að upprifið tré lá þvert yfir stað þann, sem eldiviðarskúr- inn hafði staðið á. Köflóttur höf- uðklútur Cumbu hékk fastur við eina grein þess. Þeir leituðu að líki hennar undir trénu, en fundu ekki annað en stríðan straum. Hér varð ekkert við gert. Þeir sneru heim í húsið aftur. — Þú ættir að taka Sans Souci og róa með fjölskyldu þína til bankans, sagði Viktor við Sep. Þið getið verið í biðstofu minni í nótt. Lykillinn liggur undii dyra mottunni. Sep hristi höfuðið. — Við verð- um hér. Ef til vill veitir ekki af tveim bátum til að flytja burt allt það, sem frú Nanaine vill bjarga. — Þú veizt að ég gef þér Sans Souci. Þú átt þann bát. — Já, en við þurfum kannski að bjarga.____ — Þú þarft að bjarga baminu þínu, greip Viktor fram í fyrir honum. — Þig langar til að hann verði einhvern tíma læknir, er það ekki, — Fjölskylda Miche Viks geng- ur fyrir. Sep hristi höfuðið og þráaðist við. — Nú er ekkert tii sem heitir fyrst eða síðast. Taktu árar inn í herberginu mínu. Og komdu þér svo af stað. Þetta var í fyrsta skipti sem hann hafði skipað Sep til verka. Hann hafði ævinlega beðið Sep að gera þetta eða hitt. Og Sep hafði aldrei neitað. Nú brosti Sep ofur- lítið í kampinn. Læknirinn brá sér í einhverjar þurrar flíkur og gekk aftur iil stofunnar. Þrumuveðrið hafði hald izt allt kvöldið og stormurinn jókst í sífellu. Öll hljóð höfðu sameinast í eitt óslitið, endalaust öskur. Háar öldur riðu að húsinu, brotnuðu á veggjum þess, köstuð- ust frá því aftur og bjuggu sig undir nýja árás. Allt í einu heyrð ist brak mikið í öðrum útistigan- um. Hann hafði brotnað niður. Litli árabáturinn, Borne Chance. hjó mjög við súluna þar sem hann var bundinn. Nú var hætta á, að hann brotnaði í spón, svo Viktor fór út til að draga hann á örugg- ari stað. Hann varð að skríða á fjórum fótum til að komast þang- að, því að uppréttur gat hann ekki staðið í ofviðrinu. Hélt hanr sér um súluna með annarri hendi en barðist með hinni við að ná báto um upp. Hann neytti allrar orku við að halda dyrunum opnum, meðan hann dró bátinn inn í setu salinn. Ein rúðan brotnaði og gler brotin þeyttust um stofuna. Vind- kviða þaut inn og löðurslettur frá ölduganginum úti fyrir. Spil Nan- aine fuku um eins og flugnahóp- ur, ljósin slokknuðu á lampanum og gamli maðurinn rumskaði. — Hvert erum við komin? Náttmyrkrið féll á, biksvart og þykkt. Nú máttu þau ekki einasta heyra, heldur og finna öldurótið, það var eins og skothríð, er upp rifin tré og timburflök dundu á húsinu, en að nötraði af átökun- um. Öðru hvoru virtist byggingiu riða til, og Nanaine sá flygil sinn og flygilstól þokast út á mitt gólf af mikilli nákvæmni. Hún spratt upp og sökkti ljósið á lömpunum á arinhillunni, af ótta við, að beir kynnu að velta um og valda íkveikju. Leðurblökur flýðu laf- hræddar niður úr rjáfrinu og hringsóluðu umhverfis ljóskerið, sem læknirinn hafði sett á gólfið, en skuggar þeirra skutust um loft og veggi. Húsinu var nú öllu harðlæst, hlerar festir með járnkengjum og loftið í stofunni var þungt og fúlt. Balar og þvottaskálar voru látnar á gólfið þar undir sem ak- ið lak. Læknirinn reyndi að tala við Nanaine, en heyrði ekki einu sinni til sjálfs sín. Allt í einu seitlaði smálækur inn undir vængjahurðina. Nanaine sótti baðþurrku og Viktor tróð henni í rifuna. Um leið hristist húsið á Mánaskini eins og skip í stórsjó, en ekkert heyrðist utan sama óaflátanlega öskrið. Nanaine lét á sér skilja með handhreyfingu, að hún vildi fara að hátta. Læknirinn gat ekki ann- að en dáðst að æðruleysi hennar. Tók hann nú ljóskerið og lýsti henni til svefnherbergisins í vest- urálmunni. Er þau gengu fram í forsalinn. sló votum vindgusti móti þeim, svo þau supu hveljur. Þegar þau komu til herbergis Nan aine, lyfti hann ljóskerinu og sá að stóreflis valhnotutré lá þvert yfir rúm hennar. Þakið hafði sprungið og sitraði vatn niður um rifuna. Svörtu töskuna. Nanaine varð að hrópa svo til hennar heyrðist. Hann gekk ínn í illa farið her- bergið og fann töskuna með gömlu erfðagripunum, sem verið höfðu i ættinni frá kynslóð til kynslóðar. Hún lá á botninum á gömlu jám- skríni. Varð hann að neyta allrar orku til að loka hurðinni á eftir sér, svo dragsúginum yrði haldið úti. Loksins kom þar, að Nanaine féllst á að yfirgefa Mánaskin. Var hún dolfallin yfir því, að þetta hús, sem langafi hafði byggt., skyldi verða að lúta í lægra haldi fyrir höfuðskepnunum, móðguð yf ir að guð skyldi leyfa fárviðrinu að koma þannig fram við duRoch- ers ættina. Það var vanþakklæti af guði, eftir svo margra ára til- beiðslu frá hennar hendi.......... Hún og Viktor söfnuðu öllum silfurgripum saman í koddaver og færðu gamla manninn í yfirhöfn og vöfðu hann sjölum. En nú var orðið um seinan að komast burtu. Fyrir stundu síðan hafði Viktor ODnað ofurlitla smugu á einum gluggahleranum og rekið höndina út. En hann hafði verið fljótur að kippa henni að sér aftur, því honum fannst sem hann væri stunginn ótal nál- um. Taldi hann vindhraðann þá hafa verið um það bil hundr- að mílur á klukkustund. Síðar langaði hann til að kanna aftur hvernig ástatt væri, en fékk ekki opnað hlerann. Ofsinn hafði bók- staflega aflæst hurðum og glugg- um. Arangurslaust reif hann sig til blóðs ó höndum og spyrnti herðum í. Þau voru fangar. — Við verðum að bíða eftir hléi á fárviðrinu, hrópaði hann í

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.