Vísir


Vísir - 24.12.1934, Qupperneq 4

Vísir - 24.12.1934, Qupperneq 4
VÍSIR ^Éanoítw. Kftir Guðmund Guðimmdsson. Dýrðar-nótt! — Þér hncigir veröld hljóð, heilags anda návist kennir Ijóst, —• andblær þinn er hjartnæmt lielgi-ljóð, himinn opinn við þitt móður-brjóst, — blæjan sljörnum siráð stafar friði, náð, voldug himindjúpin, lög og láð. Stilt er sérhver sál, samklið djújuun rótt við þitt móðurmál, milda jólanótt! Himnesli eining guðdóms-lífs og tjóss, lægst frá dufti' að ystu vetrarbraut, lengir alt í hljómi sigurhróss hátíðlegum við þitt mikla skaut. Sigur sannleikans, sólvor kærleikans boðar öllu fæðing frelsarans! Fram í tjóssins flaum fegra lífið bnjst. Sjá, í dýrðar-draum dauðinn sjálfnr snýst! Drottins anda duftkorn sérhvert minst, dásamlegra undra safn, er fglt, htjómbrot lægsta’ í okkar vitund inst æðra hljómvalds leiftursprota’ er stilt. Sjáið sigur hans, sigur skaparans: duftið orðið íbúð kærleikans! Ó, sú undra dýrð elsku, máttar, vits, birtist bjartri skýrð blikrún stjörnu-glits! Syngið, syngið — lieyrið hjartaslög heilags guðs í jólanæiur blæ! Hringið, hringið, — ódauðleikans lög leiftra staðfest yfir mold og sæ! Mikli meistarinn, mannkyns leiðtoginn, liann er Icominn, kominn — frelsarinn! Honum syngi sælt sérhver tunga’ á jörð, drótt af drottins ætt, dýrð og þakkargjörð! Eftir Selmu Lagerlöf. —0— Það bar svo margt undar- legt við i fyrndinni. Þarna silur alt heimilisfólk- ið saman í stofunni á aðfanga- dagskveldið, með hátiðarfrið í hjarta. Það er búið að gefa skepnunum, allir eru nýþvegn- ir, hálmi stráð á gólfið, fólkið i sparifötunum, tvö tólgarkerti loga á borðinu og við borðs- endann situr heimilisfaðirinn og les hátt i guðs orði. Þegar hann er að lesa um tilbeiðslu hjarðmannanna og friðarkveðju englanna, opnast hurðin, ekki upp á gátt, en að eins þannig, að sá, sem fyrir utan er, getur sjálfur gægst inn, án þess að nokkur sjái hann. Rétt í þvi sineygir einhver vera sér, snögt eins og vindgustur, inn í stofuna, lætur vandlega aftur á eftir sér, skýtur lok- unni fyrir og setur hespuna á. Húsbóndinn, sem er að lesa liátt, tekur að vísu eftir að ein- liver hefir komið inn, en hætt- ir ekki að lesa fyrir því. En gifta dóttirin, sem situr við lilið lians, leggur éitlaslegin höndina á handlegg honum: „Pabbi“, livíslar hún.'„Sjáðu, pabbi.“ Það lýsir sér svo mikill ótti og undrun í rödd hennar, að sá, sem er að lesa, þagnar, tek- ur af sér gleraugun og lítur til dyranna. Þetta er talsvert stór stofa, eins og tiðkast norður í landí, þar sem nóg er af byggingar- efni og hún er öll grá, ekki að eins að utanverðu, heldur einn- ig að innan. Það er ekki fá- tækt fólk, sem þarna býr, en samt er alt grátt.af elli og reyk, Jiæði veggir, þak og gólf. Það er að eins klukkan á veggnum og stóri skápurinn, sem eru máluð með bláum og brúnum litum. Þegar heimilisfaðirinn lílur út að dvrunum, getur hann fyrst ekki greint þann sem kominn er. Honum finst hann ekki sjá annað en grá borð og bjálka. Hann snýr sér aftur að giftu dótturinni. En geðshræringin skín enn úr andliti hennar og augun stara fram til dyranna, eins og áður. „Við dyrastafinn,“ hvíslar hún, til að leiðbeina föður sín- um og nú sér liann, að upp við dyrastafinn stendur eitthvað grátt og skrælnað, eins og fauskur af föllnu tré. En pabbi getur ekki komið þessu fyrir sig. Fauskurinn er þakinn næfrum og skinnflyks- um og undan þeim sér bann standa fætur. Þeir eru illa vaf ð- ir gauðrifnum næfraskóm, og pabbi sér, að þetta eru fætur á manneskju, þó þær séu svo tærðar, að lærnar sýnist ætla að detta af. En al’í í einu skilur bann, hversvegna hann hefirekkiget- að komið auga á þett fvr. Sá, sem við dyrnar stendur, liefir Jangt gráit hár og öllu hárinu er kastað fram yfir andlilið. Ilönd, sem er eins tærð og liold- laus og fóturinn, lyftir liárinu ii])]i öðru mcgin og eitt auga gægist fram undan, eins og þeg- ar villidýr gægist fram úr greni sínu. „Þelta er kvenmaður,“ hugs- ar pabbi, þegar liann sér langa hárið. „Hún hefir búið úti i skógi með útilegumanni, þess vegna eru fötin hennar úr skinni og næfrum. En livers vegna er Magnhildur svona hrædd við hana. Sá, sem er svona lílill og vesaldarlegur, getur ekki gert neitt mein. Ætli Magnhildur haldi, að þetla sé galdranorn." Hann snýr sér að giftu dótt- urinni og ætlar að senda lienni sefandi augnaráð. Hún er hálf- staðin upp af bekknum. Aug- un eru eins og negld við ver- una við dyrástafinn. Pabbi skilur ekki, hvað að henni gengur. Gifta dóttirin er hvorki vön að hræðast birni né galdranornir. Hann lítur í kringum sig, Allir, sem inni eru liorfa til dyranna. Þarna silur sonurinn. Hann er ekki nema drengur, nýlega fimtán ára. Hann hefir sjálfsagt aldrei fvr séð neinn svona skritinn og hann sýnist ætla að skella upp úr. Tengdasonurinn er aftur á móti reiðulegur og er staðinn upp. Ilver sem það er, sem stendur þarna við dyra- stafinn, þá er hann fær um að vernda bús og heimili. Ráðar gömlu vinnukonurnar eru liræddar. Þær hnipra sig upp við arininn og halda höndum fyrir augun, og þær liafa dreg- ið litlu börnin til sín sem gráta og fela sig i pilsunum þeirra. Þelta skilur pabbi. Það er auð- velt að bræða börn og gamal- menni. En Magnliildi? Pabbi sér, að allir biða eftir lionum, heimilisföðurnum. — Hann á að ákveða, livað gera skuli og nú stendur hann stirð- lega upp og ræskir sig í vand- ræðum sínum, En Magnhildur dregur hann aftur niður á bekkinn: „Uss, uss,“ segir hún. Og pabbi, sem ekki er vanur að gera neitt, fyr en hann veit með vissu, livað um er að vera, situr kyr. En gifta dótlirín stendur upp í staðinn. Hún nálgast dyrnar, staðnæmist, géngui* aftlir eitt skref og staðnæmist aftur. Hún er eins og liún þurfi að fara. inn í brennandi hús, lil að bjarga eignum sínum. En tvö skref frá mannsmyndinni snýr bún við. Ilún fer aftur og sest hjá pabba: „Mér fanst eg þekkja hana aftur,“ segir lnin stillilega, eins og liún væri að tala við sjálfa sig, „en það er ómögulegt“. „Þekkja aftur,“ hugsar pabbi. „Ilvað á hún við? Hvern ætli liún að þekkja, sem er svona útlits ?“ Nú fer veran fyrst að hreyfa sig. Iiún andvarpar þungan og dregst áfram yfir hálmþakið gólfið. Hún á bágt með að ganga á hálfberum fót- unum með löngu, mögru tán- um; liún gengur óstöðugt, eins og bún gengi á fuglsklóm. Ilún kemur ekki nálægt neinni manneskju, en gengur inn að klukkunni, sem gengur og hreykir sér í háa kassanum inni i horninu. Þar staðnæmist hún og horfir og hlustar langa- lengi. Gifta dóttirin verður aftur óróleg. „Pabbi,“ segir liún, „klukkan var ekki komin, þeg- ar Urður livarf. Er það liugs- anlegt, að þetta geti verið Iiún ?“ Pabbi ræskir sig enn einu sinni. Já, Magnhildur var þá að hugsa um Urði, eldri svst- ur sina, sem hefir vantað í tíu ár. Eins og þetta geti verið hún? — Pabbi hrækir fyrirlit- lega langt út á gólf. Eins og lirækir þessari liugsun út úr sér. Urður, sem var svo falleg, hvít og rjóð, svo ljóshærð og ung og ástúðleg! — Þetta er glorhungruð kerling úr villi- mannaþorpi. En vitleysan! Tengdasonurinn gerir spyrj- andi hreyfingu og pabbi kink- ar kolli til samþykkis. Best að losna við fábjánann. Magnliild- ur getur stungið að henni mat- arbita og hún getur lagt sig fyr- ir í fjárliúshorninu, ef Iiún vill ekki halda áfram leiðar sinnar. Það er hlákuveður, frostleysa; það er engin synd gagnvart henni. Það er ekki hægt að finna til neinnar guðrækni á hátíðarkveldi, ef liálfvitlaus ínanneskja er að flækjast inn- an um stofuna. En skipun ])abba er ekki blýtt. Magnhildur gengur til manns síns: „Þekkir þú held- ur ekki Urði?“ Maðurinn hrekkur snöggvast við, eins og óltasleginn. En svo lítur liann á gestinn og getur varla varist því, að skella upp úr. A þetta að vera hún? Ef nokkur ætti að þekkja hana, þá væri það bann. Fyrir tíu árum ætlaði hann að giftast Iienni. Hún Iiafði horfið réttri viku áður en þau ætluðu að giftast. Hann lítur aftur á gestinn. — Þetta er gömul, úttærð mánneskja, bogin, gráhærð, aumkunarlcg og hörundið eins og sútað leður. Hann skil- ur ekki, að Magnhildi skyldi gela dottið i hug, að þetta sé Urður. En Magnliildur bafði allaf verið síhrædd um, að systir bennar kæmi aftur. Henni hafði fundist huu setj- ast í Iiennar sæti, þegar hún giftist honum. Þó að tíu ár væru liðin síðan hún hvarf, þá gat hún samt ekki fengið sig tii að trúa því, að Urður væri dauð. „Hvað á eg að gera, þeg- ar Urður kemur heim og sér, að eg er gift unnusta hemiar?“ var hún oft og inörgum sinn- um vön að segja. Lóksins snýr gesturinn frá klukkunni og inn í herbergið. Ilún sneiðir varlega hjá fólk- inu. Allir sjá, að hún forðast að koma of nálægt því, og leit- ar í áttina að rúminu. Hún strýkur yfir það með hendinni, jireifar fyrir sér, cn dregur um leið að sér andann í stuttum andartökum, eins og snuðrandi hundur. Þegar hún hefir full- vissað sig um að enginn er í rúminu, þá laular hún óánægð fyrir munni sér. „Pabbi, jiað er hún,“ hrópaði Magnhildur upp. „Mamma lá veik, jiegar hún livarf fyrir ííu árum. Hún er að jireifa eftir, livort hún sé enn í rúminu.“ Það lítur út fyrir, að gestur- inn vili ekki almennilega, hvert bún eigi að snúa sér. Hún lyft- ir Iiárinu frá andlitinu, lil jiess að líta í kringum sig í stofunni og nú geta allir sem inni eru séð andlit hennar beinabert, líkast berri kúpu. Gifta dóttirin fer að gráta. Víst er um það, að hún liefir kviðið fyrir þeirri stundu, sem Urður kæmi aflur, en lienni dettur j)að ekki lengur í liug. Hjarta hennar viknar. Ilún liugsar ekki um annað, en hvað systir liennar liafi mátt líða, til jiess að verða eins og lnin nú kemur fyrir sjónir. Það er ekki hægt að segja, hvort liún er alveg vitskert, en það er sjá- anlegt, að liún er ékki regluleg manneskja lengur. Það er eitt- hvað dýrslegt við liana. „Hver hefir farið svona með liana? Iljá hverjum liefir’hún verið?“ Gesturinn heldur áfram göngu sinni um stofuna. Nasar og jiefar, hún sér vist ekki mikið, þvi að hárið er aftur komið fram yfir andlitið. Magnliildur fer !til hennar, leggur hönd sína á handlegg- inn á henni og spyr: „Ert j)að jni, Urður? Eg þekki þig aftur. Svaraðu, ert það þú!“ Þá kippist hún við, þýtur út i liorn, eins og hrædd rolta, og hreyfir sig ekki drykklanga slund. Samt fer hún aftur fram á gólf. Það sést, að liún er að leita að einhverju sérstöku. Hún fer frá einum til annars, af bekk á bekk, frá kistunni að rúminu, jiuklar og jjefar, en er ekki ánægð. Loksins nálgast liún arinirin og börnin og tvær gömlu vinnu- konurnar, færa sig vandræða- lega undan lienni. Það er eðli- legt, að þær geri jiað, jivi i j)eirra augum lítur hún ekki út eins og manneskja, heldur miklu fremur eins og dýr. Hún j)reifar eftir arinliill- unni, þuklar á fáeinum pottum. Óánægjan lieyrist aftur, en hún heldur óhikað áfram leitinni. Þefandi er hún loksins kom- in að baksturofninum og opn- ar hurðina á honum. Þegar Iiún gerir j)etta, kallar pabbi upp yfir sig. Það er galli á bakstursofnshurðinni, svo að erfitt er að opna hana, en gest- urinn hefir viðstöðulaust getað opnað bana, eins og liún vissi frá fornu fari, hvernig ælli að fara að j>ví. En hvernig á jætta að gela verið Urður? Hún jireifar fyrir sér inni í bakstursofninum, og í þvi heyr- ist hvæst illilega j)ar inni. Gamli stofukötturinn kemur fram í ofnsopið i einni krvppu og öll liárin rísa á lionum. Gesturinn réttir út hendurn- ar, tekur utan um köttinn, klappar honum og gælir við hann og sesl að síðustu niður á helluna með köttinn í fang- inu, Pabbi undrast enn meir, þegar hann sér að kisa legst fvrir i keltu hennar og fer að mala. Þekkir kisa Iiana aftur. Eða getur jietta í raun og veru verið Urður? Síðan fer hún alveg óvænl að tala við köttinn, Allir, Sem í istofunni sitja, verða svo hissa, að j)eir hrökkva við. Þau liafa vist ekki búist við að gesturinn gæti tal- að, að minsta kosti ekki svo, að j)au gætu skilið hana. En J)að er lieldur ekki svo auðvelt. Röddin liennar er hás og hörð, og hljómar eins og barkinn sé ryðgaður af æfing- arleysi. Þau lieyra, að j)að er tal, að j)að eru orð, en það er svo mikið garg og livæs inn- an um j)að, að þau geta ómögu- lega skilið neitt. Gifta dóttirin læðist alveg að gestinum og legst á kné fyrir framan hana, til að heyra bet- ur. Systir liennar, eða hver hún nú er, talar svo fljótt, að J)að er eins og j)egar barn les þulu, svo mikill er flýtirinn. Magn- hildur getur ekki lieyrt orðin, en J)að heyrir hún J)ó, að sömu setningarnar eru endurteknar aftur og aftur. Stundum finst henni j)að alt vera tómt garg. Það er viðlíka mögulegt að skilja eins og fuglamál. En hún vill ekki láta sig. Ilún má íil að komast til bolns í J)essum ógnum, sem hana grunar. Þetta cr máske eina tækifærið, sem býðst. Loksins kemur orð, sem lrim skilur. Hún skilur fleiri og fleiri. Hún skilur smátt og smótt heilar setningar. Hún er i voðalegri æsingu. Henni finst hún ekki lengur hlusta ineð eyrunum, lieldur af öllum kröftum, allri sinni sál. Hitt fólkið kemur einnig; fram og reynir að Iilusta, en J)að skilur ekki neitt. Pabbi spýr Magnhildi, hvað eftir ann- að, livort hún heyri nokkuð, en hún gefur honum aðeins bend- ingu um að vera rólegur. Sein- asl veit hún ekki einu sinni af j)vi, j)ó að hann sé að spyrja, ,{)ví nú er hún svo langt kom- in, að hún skilur alt, sem gest- urinn segir, frá uppliafi til enda. „Eg segi kisu lrá jæssu öllu: saman, og engum öðrum en kisu,“ þánnig byrjaði hún þulu sina. „Eg hefi aldrei svarið, að: segja kisu ekki fró J)ví.“ „Eg segi kisu fró því, að viku áður en brúðkaup mitt átti að- standa, var eg dregin i burtu að heiman af ræningjahóp.“ „Eg segi kisu frá J)ví, að J>eir fóru með mig i helli sinn í fjallinu og lokuðu mig J)ar inni. Þeir létu mig lialda lífi með því skilyrði, að eg vildi sverja, að láta aldrei nokkurn mann vita, hvar þeir hefðust við.“ „Eg scgi kisu frá því, að eg hefi verið vinnustúlka þeirra, síðan eg komst á þeirra vakL Eg segi kisu frá því, að eg veit ekki live langt er síðan að eg komst J)angað, en meða'n eg hefi verið burtu, hefi eg átt sjö börn með ræningj aliöfð- ingjanum, sem hann hefir drekt í ánni.“ „Það eru níu ræningjar, níu illvirkjar. Þeir lifa af að slela og skemta sér með morðum. Þeir búa í lielli í fjallinu, og þar liefir engum dottið í luig að leita þeirra.“ „Eg segi kisu frá því, að eg liefi safnað saman baunum og grjónum, lil J)ess að strá á jörð- ina, alla leið frá stóra stein- inum, sem lokar liellismunnan- um og að stofudyrunum liérna.“ ; „Það er stórt fjall og stór á. Eg veit ekkí, livað J)au lieita,, en eg hefi stráð baunum og grjónum á jörðina.“ „Eg hefi gengið í gegnum mikla skóga til J)ess að komast liingað. Eg veit ekki, hvað þe'i'p heita, en eg hefi stráð baunum °g grjónum á jörðina.“ » „Eg segi kisu frá þessu, ekkí af j)ví að J)eir tólcu mig heirn- an að frá föður og móður, ekki af J)ví, að þeir rændu mér viku áður en eg átti að giftast, ekki af j)vi að þeir liafa lokað mig inni i myrkri og kulda, ekki af því að hár mitt er orðið: hvítt og æskublómi minn horf- inn, lieldur af J)vi að ræningja- höfðinginn fleygði sjö börnum minum í ána.“ Magnhildur stendur upp,. þegar hún er búin að hlusta á alt til enda. Ilún fer til föð- ur síns og hefur upp orð fyrir orð, alt sem hún hlustaði á fyr- ir stuttu. Andlit hennar er hart og strangt, meðan hún er að tala og hún ber J)að alt skýrt og greinilega fram, en Jiað er svo mildll sársauki og reiði i rómnum, að j)eir, sem lilustá á hana, skilja og finna alt, sem systir hennar hefir liðið, eins og Jiað væri líkamleg kvöl eða sársauki. Meðan Magnliildur er að tala, verður henni litið á nýja testa- mentið, sem ennþá liggur á borðinu fyrir framan pabba,

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.