Vísir


Vísir - 24.12.1934, Qupperneq 12

Vísir - 24.12.1934, Qupperneq 12
VÍSIR Berti sneri frá rúminu, ólundarlegur á svipinn, og tautaði fyrir munni sér: — Nú — já-já. Það er þá bara „Berti“ núna —- rétt eins og hjá dónunum! ■— Þegar hann kom með yfirsetukonuna, hafði Marsi- bil fætt honum tvo drengi. Berta þótti nóg um og lét á sér skilja, a'Ö þetta væri óþarfleg rausn. En Marsa var annarar skoðunar. Hún kvaðst alla jafna kunna betur við myndarskapinn, jafnt í barn- eignum sem öðru. — Og eg skil ekkert í þvi, að öðrum eins manni og þér, herra Jensen, skuli þykja iveir drengir of mikið. — Hvað heklurðu að hann ali þinn sálugi mundi segja, ef hann sæi þig leka niður af ólund yfir öðru eins og því, að konan þín heíði bætt tveim fallegum drengjum við stríðsmanna- fií.p veraldarinnar ? — Hann mundi ekki vilja við þ j i annast.------ - F.g mtinti ekkert með þessu og fyrirgefðu mér, elsi.au min, sagði Berti, og lagðist á hnén við rúm- stokkinn. — Það var svo sem auðvitað, að það mundi verða rausnarlegt hjá ]>ér. Og hver veit nema eg sjái svo um, að þeir verði þrír að ári. — Eg vissi það altaf, mælti sængurkonan, að þú mundir sverja þig í ættina, herra Jensen. — Og nú vil eg fá tvo kossa, alveg upp á stundina — einn fyrir hvorn dreng. Berti lét ekki segja sér þetta tvisvar. — Og hjón- in kystust heitt og lengi og voru á einu máli um það, að guð hefði blessað ástir þeirra hingað til og mundi ekki sleppa af þeim hendinni framvegis. — Og sonar-sonur hins mikla hershöfðingja reis á fætur. Hann leit á hvitvoðungana og mælti drýg- indalega: — Þeir sverja sig greinilega i ættina, snáð- arnir. Og þakka þér ástsamlega fyrir gjöfina, frú Jensen! Þau fengu sér kot til ábúðar i næstu fardögum og fluttust ]>angað með drengina sína. Efnin voru sama sem engin, en góðviljaðir sveitungar þeirra skutu saman, svo að þau gæti eignast kú og hest. — Berti var hrærður í huga yfir góðleik mannanna og kvaðst mundu borga þeim þúsundfalt, þegar hann kæmi úr siglingunni og væri búinn að sækja arfinn. — Það skyldi ekki bregðast og kærar hjartans- þakkir fyrir hjálpina. — Og hann bætti því við, að það væri líklega dálítið óvenjulegt, að maður, sem ætti miljónir króna í konungsvörslu, yrði að sætta sig við það, að liggja á heydýnu í óþiljaðri baðstofu. — En þetta mundi breytast, eins og fleira, þegar hann kæmi úr siglingunni. ■— — Nú væri um að gera að vinna og spara, svo að hann gæti vitjað pen- inganna sem allra fyrst. En það breyttist ekki. Berti reyndist þungur til vinnu og sinnulítill. — Hann kunni þvi best að liggja uppi i rúmi og sagðist þá vera að hugsa. Hann væri altaf að velta því fyrir sér, hvernig hann ætti að verja peningunum. Og það væri — eins og hver mað- ur gæti skilið — ekkert áhlaupaverk, að komast að fastri niðurstöðu í þeim efnum. Marsibil líkaði þetta illa. Og hún hafði orð á því við grannkonur sínar, að Berti þættist of góður til allrar vinnu, sakir ættgöfginnar. — Sjálf yrði hún að vinna baki brotnu og dygði þó ekki til. — Og hún vann eins og víkingur — það mátti hún eiga. Gekk milli nágrannanna og sætti sig við lökustu verkin, ef því 'var að skifta. — Eg tel ekki eftir mér snúningana, hvorki af bæ né á, sagði hún við móður mína. En þetta er svo stopult, því að Berti sér um það, að eg sé van- fær á hverju ári. Hún var góð við Berta sinn og reytti í hann það skásta, sem til var í kotinu. — Og hún gerði eng-. ar kröfur sjálfri sér til handa — nema eina. ■— Hún krafðist þess, að fá að fara í kaupstaðinn einu sinni á ári og mega dveljast þar hálfsmánaðartíma. —• Berti amaðist við þessu fyrst i stað, en smám saman lét hann sér skiljast, að þessar árlegu kaup- staðarferðir væri nauðsynlegar. -----Og hann sat heima og gætti barnanna, meðan frú Jensen var að skemta sér í kaupstaðnum. Þau eignuðust barn á hverju ári, hjónin i kotinu. ■—■ Og það var svo undarlegt með börnin hennar Mörsu, að ])vi var likast, sem væri þau sitt úr hverri áttinni. — — Sum voru móeyg — önnur bláeyg eða gráeyg. Og eins var um háralitinn. Sum voru ljós á hár — önnur dökk. — Og loks bættist rauðhærður telpuhnokki í hópinn. — Þá gerðist Berti þögull og hugsandi. — Lá endilangur uppi i rúmi dag eftir dag og sinti ekki neinu. — En Marsi- bil kysti hann, elskuna sína, og sýndi honum fram á það með óyggjandi rökum, að alt væri þetta eðli- legt. — Fyrst væri nú það, að blessaður himnafað- irinn kynni einatt betur við fjölbreytnina og skraut- ið. Þess vegna hagaði hann ])ví svo til, þar sem hann hefði ákveðið að systkinahópurinn yrði nokk- uð stór, að fjölbreytnin í háralitnum yrði sem allra mest. — Og hið sama gilti vitanlega um augun. — Honum þætti ]rað svo fátæklegt, að hafa alt ein- hvern veginn skoiótt og eins og steypt í sama mót- inu. —■ Og í annan stað væri alveg áreiðanlegt og vísindalega sannað, að i miklum kvennamannaætt- um, eins og til dæmis að taka ætt hins rnikla hers- höfðingja, fæddist altaf sægur af rauðhærðum börn- um. — Og Berti félst á þetta. Það var altaf vafninga- minst að janka, þegar Marsibil prédikaði. Hann kunni líka að rneta dugnaðinn hennar og fórnfýsina. Og aldrei var hún notalegri við hann eða blíðari ■— það mátti hún eiga — heldur en þeg- ar hún var nýkomin úr kaupstaðarferðunum. — Þá gat hún haft það til, að vera með allskonar flíru- læti og kossa-gaman í rúrninu, löngu eftir að börn- in voru sofnuð. XII. Þau urðu bráðlega mannaþurfar, hjónin í kotinu. -—■ Berti var einstakur ráðleysingi og löngum iðju- lítill. — Og Marsibil færði barn í bú á hverju ári. Þegar ellefta barnið fæddist, og áður en Marsi- bil kæmist á fætur, stefndi hreppsnefndaroddvitinn Berta fyrir sig til alvarlegra skrifta. Sonar-sonur hins mikla hershöfðingja kom hlaup- andi til föður míns og skýrði honum frá því, að nú væri ilt í efni og vá fyrir dyrum. ■—- Sigurður oddviti hefði skrifað sér kuldalegt bréf og krafist þess, að hann kæmi á fund sinn þegar í stað. Og hann hefði sent strák með bréfið gagngert, svo að eitthvað þætti nú við liggja. — Það væri svo sem auðvitað, að nú ætti að tvístra blessuðum hópnum. — Hún hefði ekki mikinn skilning á því, hrepps- nefndin, hvílikt meningarstarf hann væri að inna af hendi fyrir sveitina og ])jóðfélagið. Pabhi tók öllu vel og lét á sér skilja, að hættan væri ekki rnikil. Sigurður oddviti væri ekki einráð- ur í nefndinni. — — Við komum í veg fyrir það með einhverjum ráðum, að heimilinu verði sundrað. En fara skaltu til oddvitans og bera þig karlmann- lega. Og liklega væri ekki úr vegi, að Marsibil legði þér orð í munn — úr því að hún getur ekki far- ið sjálf. — Þú ert orðinn nokkuð þungur á fóðrunum, Berti minn, sagði oddvitinn. Sveitin rís ekki undir þessu. —■ Það getur nú verið, að skuldin sé orðin nokk- uð há, svaraði Engilbert Marius Ermenrekur Jensen °g spýtti um tönn. — En þú skilur ])að væntanlega, Sigurður oddviti, að mér muni ekki verða mikið fyrir að greiða þetta smáræði, ])egar eg er búinn að sækja arfinn. — Því að smáræði er ])að nátt- úrlega saman borið við eina eða tvær miljónir. ■—- — Já, við förum nú ekki út í það, sagði odd- vitinn. — Höfuðatriðið er þetta, að ])ú ert að sliga sveitarsjóðinn. — — Þið hlaðið niður börnum jafnt og þétt, án allrar fyrirhyggju. Og hrepps- nefndinni þykir mál til komið, að Marsibil láti nú staðar numið. — — Marsibil? —■ Frú Jensen er nú ekki ein um barneignirnar, held eg. —- — Nei — vitanlega er hún ekki ein um þær. En þessu verður að linna. Þú skilur það, Berti! 7— Já — því linnir þá liklega um svipað leyti hjá okkur báðum. —- Og eg er alls ekki viss um, að eg sætti mig við neinar fyrirskipanir í þeim efnum. h.kki þar fyrir samt: — Eg þykist nú vera búinn að gera skyldu mína gagnvart guði almáttugum, kóngi og föðurlandi. Og satt að segja hélt eg, að hreppsnefndin mundi kunna sig svo, að hún vott- aði mér þakkir fyrir það, hversu kappsamlega eg hefi að þvi unnið, að ætt hins mikla hershöfðingja, afa mins sáluga, yrði sem allra fjölmennust hér í sveitinni. — Það er ■— að minni meiningu — beinn gróði fyrir hreppinn, að hafa fengið hið ágæta stríðs- mannablóð til hæfilegrar blöndunar. — Við erum al- gerlega á einu máli um það hjónin, frú Jensen og eg, að þessi starfsemi okkar sé mikilla launa verð. Eg játa það fúslega, að eg hefi lagt mikið á frú Jensen, því að það er örðugt fyrir eignalausa konu, sem verður að gösla i öllu sjálf, að vera vanfær á hverju einasta ári. — En hún hefir ekki möglað. Hún hefir alla tíð verið reiðubúin að fórna miklu — leggja alt í sölurnar fyrir mig og hreppinn og ættjörðina. — Við skulum reyna að halda okkur við efnið, Berti minn, sagði oddvitinn.--------Mér hefir verið falið að gera þér kunna þá skoðun hreppsnefndar- innar, að kaupstaðarferðir Marsibilar sé ærið var- hugaverðar. — Menn eru þeirrar skoðunar, að ó- megðin, sem á ykkur hefir hlaðist ár frá ári, stafi að einhverju eða öllu leyti frá ])essum ferðun. — Ber að skilja þetta á þá leið, að hreppsntfnd- in lýsi sérstöku vantrausti á mér til þeirra lluta, sem hér er um að ræða? — Sé svo, þá mótnæli eg slikum áburði og tel hann ósæmilegan og nieið- andi. — Við neyðumst til þess, sagði oddviti, að tvistra heimilinu, ef þessu fer fram. — Frú Jensen elskar mann sinn og börn. Og hún vinnur baki brotnu. Hún er lang-duglegasta konan, sem eg hefi séð að verki. — Og hún gerir engar kröfur til neinna þæginda í lífinu. — Iivernig ætti eg nú að geta fengið mig til þess, að neita henni um þessar kaupstaðarferðir ? — Þær eru eina skemtunin hennar — hið eina, sem hún hlakkar til. —■ hið eina, sem heldur henni uppréttri i baslinu. — Finst þér það nú ósanngjarnt, að kona, sem fórnar sér fyrir aðra allan ársins hring og vinnur baki brotnu, fái að lyfta sér upp hálfsmánaðartíma að sumrinu? — Nei — þetta verður að hafa sinn gang, herra oddviti. Og þó að þið tækið nú upp á því, að tvístra blessuðum hópnum og reka okkur, foreldrana, sitt í hvora áttina, þá mun frú Jensen halda uppteknum hætti og fara í kaupstaðinn eftir sem áður. —■ Og hún er ekki nema rúmlega hálf- íertug enn þá, blessunin! Sigurður oddviti þóttist nú verða að ganga ofur- lítið nær Berta. — Og hann sagði honum alveg af- dráttarlaust, að sú væri skoðun alls almennings þar um slóðir, að hann væri ekki íaðir barnanna. — O-jæja. — Lofum fólkinu að tala og hafa sínar meiningar. 1— Eg er ekkert að fáta í slíku eða þreyta mig á gagnslausum heilabrotum út af öðrum eins hégóma. — — Eg hefi nóg að gera að hugsa um arfinn og gæta þess, að ekki falli blettur á ættarskjöldinn. — — En svo eg víki að efninu, þá ætla eg að láta þig vita það, að heimilið stórgræðir á þessum árlegu kaupstaðarferðum frúar- innar. — Þarna kemur hún með hryssuna klyfjaða matvælum — fiski, kornmat, kaffi, sykri, steinoliu. Eg tala nú ekki um alla klútana, sirsin og flíkurn- ar után á hörnin. — Og marga spjörina hefi eg feng- ið, ásamt tóbakslykkju og brennivíns-leka. — Allir víkja góðu að frú Jensen og allir vilja gleðja hana, hver á sinn hátt. Og nú eru þær, blessaðar mad- dömurnar, farnar að gefa henni peysur og pils og nærklukkur og hnjáskjól með snjóhvítum blúndum að neðan. — Eg ætti að skjótast með það til þin og lofa þér að sjá það — óg eins konunni þinni. —- Já, því segi eg það, herra oddviti: Mikil er náðin guðs og frábært örlæti hins góða fólks. — Og van- þakklátur mætti eg vera og rangsnúinn í mínu hjarta, ef eg kannaðist ekki við það fyrir guði og mönn- um, að mér er marglaunuð fyrirhöfnin og ónæðið, sem eg hefi af ungunum mínum þessar nætur, sem frúin er að heiman. Niðurstaðan varð sú, að heimilinu var ekki sundr- að. 1 kotinu er alt í hinum góðu og gömlu skorð- um. — Berti hugsar um siglinguna, arfinn og ættar- skjöldinn. Marsibil fer i kaupstaðinn árlega og kveðst munu halda því áfram fyrst um sinn. — Og altaf fjölgar niðjum hins mikla hershöfðingja. — GI.EÐILEG JÓL! Versl. Þór. B. Þorlákssonar. 4IÞ A'Þ SV.Í- 0.1/x -MÞ 3'Þ. >M4. ^l^ jM£. _-M4. .^4. ^l^. SJ4- SJ4- SJ4- SJ4- SJ4- -^J4- SJ4- SJ4- jM4- -^J4- SJ4- 'r&i? rÁov && S&y 5&S §&» SðS sSt£ flg rQr? UMliÍlliilUilUII m % Bifreiðastöð Islands. ■é ÉÉ SJ4. 4 m 4 .M 4 M 4 m 4 SJ4- m 4 4 SJ4- M 4 S'4; áé S'4- ÍL SJ4. J&k É S'4- m É SJ4- É ^.\J4. Ék É 414. 'M É SJ4- m É S'4- É S'4- ^M/L ^il^. ^ýlí-, ^il^ ,$IA jJI4. .sM^. S'/^. ^.jÞ. 3JÞ. ^.14. ^14. ^14. ^14, ^14, ^14. ^14-. ^14. ^4. .. GLEÐILEG JÓL! Ásg. G. Gunnlaiigsson Co. GLEÐILEG JÓL! EINAR 0. MALMBERG. jM4. m M. SJ4- m ^14. Ék ^14. Æz ^14. Ék ^J4- m Bifreiðastöðin Hekla, Lækjargötu h. m 4 M 4 SJ4- Ék 4 S'4- 4 S'4- áe 4 SJ4- 4 SJ4- Ék 4 S'4- Jáa? 4 S'4- ^'4. S'4. S'4. ^14. ^14. ^i/^ ^14. ^14. ^14. ^14. ^J4. ^J4. c?J4- SJ4- áJ4- SJ4- -$J4- 4'J4- SJ4- ^J4- SJ4- -iM4- GLEÐILEG JÓL! Bókaverslun Guðm. Gamalíelssonar. GLEÐILEG JÓL! ^14. ^14. ^14, ^14. ^14. ^14. ^.14. ^14. ^14. ^14. ^14. ^14. SJ4- ^M4. SJ4- zJri '~\L~ 3lS, 'fAs zJlS ^ . ~~ ^14 m m j>'4. • ^>v4 W GLEÐILEG JÓL! Nýja Bifreiðastöðin, Iiolasundi. ^14. «i'4. vM4- ^.14. cs'?4- S'4- ^'4- S’4- oM4- ^'4- S'4- ^J4- S'4- ^J4- ^M4. S'4- S'4- ^M4- M M GLEÐILEG JÓL! SJ4. Verslunin Brynja vM4. vM4. 4M4. ^14. VM4. A14. A14. A14. ^14. 4J14. ^14. SJ4- SJ4- SJ4- SJ4- jJJ4- ->v4- SJ4- £v4- éY'k Zk? jáqS 3Á& '(&? pJe? m í£zl 4>v4- ov4- M GLEÐILEG JÓL! o>\'4 m -^'4- m BRAUNS-VERSLUN. XSJ4. ^,14. ^14. ^14. ^14. ^,14. ^14. ^14. ^14. ^14. ^14. ^4. ^\|4. ^>J4. ^14. ^14. ^14. ^\J4. ^14. ^14. ^\J4. ^14. NSI4. ^\J4. ^4. ^14. 4 GLEÐILEG JÖL! GEIR KONRÁÐSSON. ^14. ^14. ^,14. ^,14. ^14. ^14. ^,14. ^14. ^14. ^14. ^,14. ^14. ^14, ^14. ^5,14. ^14. ^14. ^\J4. ^14. ^14. ^14. ^,14. ^14. ^14. ^14. ^14 M; ■Íjf: ^\J4- GLEÐILEG JÓL! M oM4- Kolaversl. Ólafs Ólafssonar. ~4V*. •V? ‘ m m m. ^'4- ^'4- ^'4. ^J4- 4>\J4- ^J4- ^14. ^4. ^4. ^14. ^14. ^4. ^14. ^14. ^14. ^14. ^14. ^14. ^14. ^14. ^14. ^,14. ^14. ^14. ^14. m 4>v4- Ásgcir Ásgeirsson, Versl. Þinghollsslr. 21 fM -5>V4- ^\J4- GLEÐILEG JÓL! og Iijötbúðin, Þingholtsslræti 15. KOLASALAN S.F. GLEÐILEG JÓL! VERSL. IIAMBORG. || m ^14. ^>14. ^'4. ^14. ^J4. ^\J4. 4J4. ov4- j>v4- -í>v4- ^J4- jM4- ^'4. ^>v4- ^>'4- ^>v4- ^>'4- ov4- ^J4- ^>4- ^>4. ov4- -^?4- ^>v4- ^'4. ^'4. SAS ms ->As MS sAs sAs ZÁS íAs 2A3 2A3. 'Á3 sAs 'Á3 íÁ3 'As sAs 'As lAs 'As

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.