Vísir - 20.06.1935, Side 11

Vísir - 20.06.1935, Side 11
Ví SIR 11 verötoll og vöfutoll o. fl. frum- vörp. Ennfremur veröur rætt um upptöku i norræna iðnsambandið og alþjóða iðnsambandið o. fl. Fyrir rúmum tveim árum, seg- ir skólastjóri ennfremur, — var stofnað Iðnsamband byggingar- manna i Reykjavík. Er tilgangur þess aðalega sá að tryggja það, að ekki starfi aðrir að iðnaðarvinnu en þeir, sem rétt hafa til þess sam- kv. lögum. Sambandið hefir skrif- stofu hér í Reykjavík', og er verk- efni hennar m. a. það, að líta eft- ir og athuga útboð og tilbóð í iðn- aðarvinnu byggingarmanna. — Einnig var í vetur stofnað sér- stakt samband fyrir iðnsveina til samtaka gagnvart meisturum og öðrum atvinnurekendum. —- En loks má nefna „íslensku vikuna“ sem sérstakan lið í samtökum iðn- aðarmanna til eflingar sölu á ís- lenskri iðju- og iðnaðarfram- leiðslu. — Hverjar iðngreinir eru stund- aðar hér á landi? — Þær eru taldar vera 48, og helstar þeirra eru: Bakara- og kökugerðariðn, bókband, járniðn- aður, gull- og silfursmíði, húsa- smiði, húsgagnasmiði, klæðskera- iðn, málaraiðn, múrsmíði, prentun, rafmagnsiðnaður, skipasmíðar, úr- smíði og veggfóðrun. — Teljið þér ekki nauðsynlegt, að haldnar séu hér iðnsýningar við og við? — Sýningar eru tvímælalaust gagnlegar og nauðsynlegar og ættu helst að haldast árlega til skiptis í kaupstöðum landsins. — í sumar er ráðgert að halda iðnsýningu á Akureyri í sambandi við iðnþing- ið. ,,íslenska vikan“hefir vafalaust gert talsvert gagn, en hún var haldin þannig, að iðnaðarmönnum varð hún of kostnaðarsöm, auk þess sem hún náði ekki alment til sjálfra iðnaðarmannanna. Það er iðjuframleiðslan, sem mest hefir borið á á „íslensku vikunni“ og á því sviði tel eg hana hafa gert mest gagn. — Hve mikill hluti Reykvíkinga lifir af iðnaði? — Nákvæmar tölur eru ekki til um það, en eftir því, sem eg hefi komist næst, mun það vera um fjórði hluti bæjarbúa, ef iðjufyr- irtækin eru talin með. — Hverja höfuðörðugleika á iðnaður vor við að stríða? — Skort á fjármagni tel eg til- finnanlegasta örðugleikann. Það vantar bæði stofnfé til þess að koma örugglega á fót iðju- og iðn- aðarfyrirtækjum, og einkum vant- ar rekstursfé vegna þess afborg- ana- og lánafyrirkomulags, sem nú er orðið alment og illmögulegt er að komast hjá. Meginið af fram- leiðslu iðnaðarmanna verða þeir að selja upp á afborgun, þ. e. þeir verða að lána viðskiptavinum sín- um, en geta svo ekki fengið nægi- leg lán i staðinn sjálfir. Annar höf- uðörðugleikinn er gjaldeyrisskort- ur til innkaupa á hráefnum til að vinna úr og verkfærum til að vinna með. Loks virðist ástandið nú vera í þann veginn að verða þannig, að ekki fáist gjaldeyrir til efnis- kaupa nema að litlu leyti, svo að stórkostlegt atvinnuleysi sé fram- undan, einkum meðal byggingar- manna. — Hverju spáið þér um framtíð- arhorfur íslensks iðnaðar? spyrj- um vér að lokum. — Eins og eg sagði áðan, segir skólastjóri, — er dimt yfir nán- ustu framtíðinni hjá iðnaðarmönn- um vorum vegna gjaldeyrisvand- ræða og minkandi kaupgetu al- mennings. En á hinn bóginn hefir skilningur á gildi íslensks iðnað- ar og geta íslenskra iðnaðarmanna aukist mjög á síðari árum, enda hefir verið unnið að því, ýmist með samtökum þeim, sem eg gat um áðan, með sýningum og með fleira móti, bæði í ræðu og riti. Bæði al- menningur og hið opinbera viður- kennir nú orðið, að iðja og iðnað- ur hér eigi möguleika til að verða einn af aðalatvinnuvegum þjóðar- innar og að svo sé óðum að verða. Að þessu leyti eru framtíðarhorf- ur íslensks iðnaðar góðar, enda hafa iðnaðarmenn vorir sýnt það í verkinu, að þeir eru á mörgum sviðum samkepnisfærir, bæði hvað hagleik, vandvirkni og afköst snertir. Eiginmaður:— Læknir, konan mín þjáist af svefnleysi. Hún ligg- ur oft glaðvakandi fram til klukk- an tvö á nóttunni. Hvernig á eg að fara að þessu. Læknir: — Fariö þér liara fyr heim í háttin. Tveir negrar, sem ekki höfðu sést í fimm ár, hittust skyndilega, og voru þá báðir orðnir kvæntir menn. — Jæja, hvernig konu kræktir þú í? spurði annar negrinn, sem hét Móses. — Hún er engilþ reglulegur engill, ansaði hinn. — F.n hvað þú átt gott. mín er enrt á lífi, svaraði Móses, mæðu- legur á svipinn. Um nærfelt 30 ára skeið liefir þessi verslun selt landsmönnum allskonar vefnaðarvörur, hverju nafni sent þær nefnast, og fatn- aði á karla, konur og börn. Hin langa reynsla, sem verslunin á orðið sér að baki samfara si- feldri athygli eigenda hennar á þvi, að hafa einungis góðar og smekklegar vörur, liafa fyrir löngu skapað versluninni al- ment traust. Verslunin hefir á- valt kappkþstað að gera sem hagkvæmust innkaup á vöruin sinum erlendis, og benda vin- hafi tekist vel i vali sínu á þeim sældir hennar til þess, að henni vörum sem hest þykja henta á hverjum tíma. En af því leiðir, að verslunin hefir orðið að fylgjast með nýjungunum, sem sífelt eru að gerast á erlendum markaði. Þetta hafa eigendur verslunarinnar reynt, með þvi að fara að jafnaði utan til vöru- kaupa tvisvar á ári, þegar hent- ugast hefir verið að gera inn- kaup. Og þrátt fyrir innflutn- ingshöft og viðskiftakreppu í lieiminum hefir versluninni tek- ist að vera jafnan birg af úrvali á hverskyns fatnaði g vefnaðar- vörum. 3

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.