Vísir - 20.06.1935, Side 18

Vísir - 20.06.1935, Side 18
auslurjtr.14— s'mi 3880 <1 unmau L riem Kvenþjóðin íslenska reynir af fremsta megni að fylgjast með timanum, en tímarnir breytast óðfluga og tískan lika. Hattabúðin í Austurstræti 14 fylgist með öllum nýjungum Parisar, Berlínar og Lundúna í sinni grein. Aðaltískusýningarnar í þessum stórborg- um eru haldnar tvisvar á ári, í ágúst og febrúar. Hattabúðin kaup- ir jafnan vörur sínar í sambandi við þessar sýningar, og því hafa allir viðskiftavinir hennar fulla tryggingu fyrir þvi að fá hið nýj- asta og besta, sem heimurinn hefir að bjóða. Verslunin rekur eigin vinnustofu, þar sem einungis 1. flokks vinna er af hendi leyst af þaulvönu starfsfólki. Vaxandi sala síðustu ára er besla tryggingin fyrir því, að viðskiftavinir Hattabúðarinnar séu ánægð- ir með vörur hennar. Búðin sendir vörur (kven- og barna-höfuð- föt, trefla, kjólaskraut, kjólahnappa, blóm, belti o. fl.) gegn póst- kröfu um alt land. ur er getiö, reglulegur karl í krap- inu. Hann var aö ýmsu leyti hug- sjónamaöur, og jafnan var hann hrókur alls fagnaöar. Hann gat komiö fólki í gott skap, ef hann vildi þaö við hafa, og stundum veltust menn um af hlátri í gilda- skálum og á öðrum mannamótum, ef William Rockefeller var þar staddur og góöi gállinn var á hon- um. Ekki var hann drykkfeldur, en kvenhollur í meira lagi aö því er talið er. Og auðvitað var kven- þjóöin bálskotin í þessum glæsi- lega ævintýramanni, sem ljómaði af hreysti og karlmensku. — En í öllu, sem að fjármálum laut, var W. Rockefeller mesti viðsjálsgrip- ur, enda átti ágirnd hans sér eng- inn takmörk, og það var á» þessu sviði, sem hann og sonur hans, John D. (svo hefir olíukóngurinn oft verið nefndur) leiddu aðallega saman hesta sína. Nú vita það all- ir, að John D. er einn hinn mesti fjármálamaður, sem uppi hefir verið. En þó varð hann hvað eftir annað að láta í minni pokann fyrir karli föður sínum i peningamál- unum, og svo er að sjá, sem John D. hafi beinlínis óttast slægvisku föður síns í þessum efnum. En jafnfram hefir olíukóngurinn látið svo um mælt, að hann fái aldrei fullþakkað föður sínum alt það, sem hann hafi af honum lært í æsku. John D. hefir orðað þessi ummæli um föður sinn kurteis- lega eins og hans var von og vísa, en í gegnum þau skín þó greini- lega, að hrekkjabrögð karlsins og lifsskoðun í fjármálum hafi verið syninum drýgstur skóli í æsku. Ummæli Rockefellers eldra, sem varðveitt eru, taka af öll tvímæli um þetta atriði. Hann sagði eitt sinn við kunningja sinn í Ohio: — Rg féfletti syni mína, hvenær sem eg fæ því við komið. Eg krefst þess, að þeir læri að sjá um sig. Eg okra á strákunum, flæ þá inn að skyrtunni og sting af með ágóðann, hvenær sem eg sé mér það fært. Þeir verða að læra að sjá um sig. Þessi ummæli lýsa föður olíu- kóngsins vel, eins og eftirfarandi saga ber vott um: John D. hefir sagt frá því, að faðir sinn hafi verið það vel efn- um búinn, að hann gat lagt upp 3000 dollara sem gjöf til sona sinna þriggja, og kom að sjálf- sögðu jafnt í hvers hlut. Sjálfur fékk John D. þessa 1000 dollara, jægar hann var 19 ára, til þess að hann gæti sett þá í nýtt fyrirtæki. En faðir hans sagði raunar við hann, er hann afhenti honum pen- ingana: — John, þú verður að greiða mér vexti af þessari fjárhæð í tvö ár. Eg tek 10 af hundraði. (Hæstu vextir, sem leyfilegt var að taka af lánum um þessar mundir í Iowa, voru 12 af hundraði, og var það 2 °/o hærra en taka mátti í Ohio og 5% hærra en tekið var í New York). William Rockefeller sagði eitt sinn frá því heldur en ekki kampa- kátur, hvernig hann fór að því að féfletta John D., sem var þá um það bil að verða fjár síns ráð- andi: Þegar John D. varð tví- tugur, sagði faðir hans við hann, að hann skyldi „sleppa honum“, ef hann greiddi sér 40 dollara út í hönd. Með því átti karlinn við það, að úr þessu skyldi sonur hans sleppa við að afhenda sér allar tekjur sínar, þar til hann yrði myndugur, en slíkt var þá siður þar um slóðir, meðan unglingar voru að búa sig undir eitthvert lífsstarf. — John D. tók þessu vel og greiddi föður sínum skömmu seinna þessa 40 dollara. En þegar þetta var um garð geng- ið, tók gamli maðurinn von bráð- ar að krefja son sinn um greiðslu fyrir fæði og húsnæði, og er John D. neitaði að borga, mælti karl- inn sigri hrósandi: — Þú keyptir timann þinn og átt nú sjálfur það, sem þú vinnur þér inn, er ekki svo? Gott og vel, en þá verður þú líka að borga mér leigu. Og John D. sá sér þann kost vænstan að borga. (Úr bók John K. Winkler’s: John D. — A portrait in oils). Á dansleik. Stúlkan (í dansinum): — Er þetta ekki afbragðsgott gólf og fyrirtaks hljómsveit? Pilturinn (vandræðalegur) : — — Eg ætlaði einmitt að fara að segja þetta. Þú mátt ekki taka alt samræðuefnið frá mér. Jón (bæjarmaður) : — Jæja, svo að þú hefir fengið góða atvinnu, sem veitir þér heilmikið frjálsræði. Jóhann (nýkominn ofan úr sveit) : — Já, það veit sá, sem alt veit. Eg þarf ekki að fara. í vinn- una fyr en klukkau sjö á morgn- ana og er laus eftir tiu á kveldin. í Dómarinn: — Eg ætla að sleppa yður með góðu í þetta sinn, en næst sendi eg yður í steininn. Slæpinginn: — Er þetta eins- konar veðurspá, dómari. Dómarinn: — Hvað eigið þér við ? Slæpinginn: — Gott i dag — svalara á morgun. — Sástu síðustu amerísku kvik- myndina? — Já, eg vona að það sé sú síð- asta.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.