Vísir - 20.06.1935, Side 20
20
VlSIR
Sumarið 1933 stofnaði Björn Eiriksson vinnustofu, þar sem
unnið er að því að málinliúða allskonar liluti úr málmi, bæði
gamla og nýja. Er þetta eina vinnustofan, sem starfrækt er hér
á landi i þessari grein. Það, sein liér er um að ræða, er chrome-,
nikkel-, eir-, silfur- og zinkhúðun (galvanisering). En enn frem-
ur sér vinnustofan um „oxidering“ á allskonar innanhússmunum.
Þessi starfsemi er lítt þekt áður hér á landi og að sumu leyti
algerð nýjung hér. — Má ætla, að starfsemi þessi verði mjög
vinsæl meðal húsmæðra, þar sem ekki þarf að fægja þá muni,
sem húðaðir liafa verið, og sparast þannig mikil vinna á heimil-
unum daglega. Þá geta menn einnig látið gera gamla muni úr
silfurpletti sem nýja með því að láta silfurhúða þá hér.
Starfsemi þessarar ungu vinnustofu er nú óðum að aukast og
sýnir það, að hér er um hið jiarfasta fyrirtæki að ræða. Vinnu-
stofan svarar greiðlega öllum fyrirspurnum og afgreiðir með
stuttum fyrirvara pantanir um land alt.
Málmhúdun
---r-y r ™$rrr -
Björn Eirfksson,
Kiappar stí g 18, Reykj avík.
Skipasxnidastöd Reykj avikur.
(Magnús Guðmnndsson).
Simar 1076 og' 4076. Simuefui: Skipasmidastöd.
Árið 1912 byrjaði Magnús Guðmundsson, skipasmiður í
Reykjavík, að smíða skip, og voru það bæði vélbátar og opnir
bátar. Jókst starfsemi hans hrátt svo mjög, að þrem árum síðar
(1915) réðst hann í að stofnselja skipasmíðastöð, sem hann hef-
ir starfrækt síðan.
Á þessari skipasmíðastöð hafa verið leystar af hendi hvers-
konar viðgerðir á skipum, er að trésmíði lýtur, og jafnframt
hafa verið smíðaðir þar milli 40 og 50 vélbátar. Skip frá þessari
vinnustöð hafa yfirleitl líkað prýðilega livað lag og stvrkleika
snertir og hafa verið stundaðar fiskveiðar á þeim viðsvegar í
verstöðvum lands vors.
Þess skal getið, að á Skipasmiðastöð Reykjavíkur eru vélhálar
alt að 40 smálestir að stærð smíðaðir inni i húsi, og cr það tvi-
mælalaust mikill kostur að því, er snertir endingu skipanna. Að
öðru leyti hefir þessi skipasmíðastöð smám saman verið aukin
og endurbætt, svo að hún má nú teljast mjög fullkomin á is-
lenskan mælikvarða. Dráttarbraut hefir stöðin og getur hún
tekið á land alt að 200 smálesta skip.
Á skipasmíðastöð þessari hafa að staðaldri unnið frá 15 og alt
upp í 70 menn og gefur það nokkra hugmynd um viðgang þessa
fyrirtækis.
Magnús Guðmundsson hefir siðan 1915 tekið að sér að bjarga
af grunni strönduðum skipum, og hefir hann á 20 árum náð af
grunni alt að 40 skipum; hafa sum þeirra verið sokkin með öllu.
Hér hefir verið um að ræða skip frá 8—50 smáleslir að stærð,
en eitt þeirra var tæpar 300 smálestir.
Auk þess sem Skipasmiðastöð Reykjavíkur hefir jafnan Iagt
kapp á að nota einungis 1. flokks efni og vanda vinnu sina eftir
heslu föngum, hefir hún að staðaldri rekið verslun með alls-
konar efni til skipasmíða og viðgerða á skipum. Skipasmíða-
slöðin hefir einkaumboð á hinum alkunnu sænsku Bolinder’s
mótorvélum.