Vísir - 20.06.1935, Page 23

Vísir - 20.06.1935, Page 23
VÍSIR 23 cÍlu^^L^jOJl ybúX y&ua, m&st tyatjt t L Vísi. Hann er besta auglýsingablað landsins, og oft leita þús- undir manna daglega í Vísi að því, sem þá vantar. — Reynslan hefir margsannað, að auglýsingar bera bestan árangur, séu þær settar í Vísi. Afgreiðsla er i Austurstræti 12, Reykjavík. Simi: 3400 og 4578. Lesið auglýsinguna frá Vísi á öðrum stað í blaðinu. Körfugeröin, Bankastræti 10, Reykjavík. Vinnustofa þessi var stofnuð haustið 1925 af Þórsteini Bjarna- \ syni og var þar að ræða um fyrstu tilraun, sem gerð hefir verið liér á landi til þess að búa til allskonar körfur og körfuliúsgögn í stórum stíl. Fyrstu árin átti þessi starfsemi við allharða erlenda samkepni að etja, en þar sem hin nýja iðngrein var um verð og vörugæði fyllilega samkepnisfær við erlendar verksmiðjur, náðu vörur hennar brátt mikilli útbreiðsu. Litu margir af viðskifta- vinunum þannig á, að rétt væri að láta íslenska vinnustofu sitja fyrir viðskiftum sínum að öðru jöfnu, og varð það Körfugerð- inni brátt hinn mesti styrkur. Nú er bráðum fengin 10 ára reynsla í þessari iðngrein hér, og hefir hún sýnt, að verkefni Körfugerðarinnar er mjög mikið. Kemur það hér til greina, að með innflutningshöftum hefir að mestu verið tekið fyrir innflutning á körfuhúsgögnum. Körfugerðin hefir nú færl allmjög út verksvið sitt, og fram- leiðir hún orðið allskonar bólstruð húsgögn auk þess, sem liún hýr til allskonar körfur og körfuhúsgögn. Hún sendir vörur gegn pöntunum um alt land. Núverandi eigendur Körfugerðarinnar eru þeir Þórsteinn Bjarnason og Jóhannes Þorsteinsson.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.