Vísir - 20.06.1935, Blaðsíða 39
VÍSIR
39
hafÖi sagt — þá væri þetta sein-
asta máltíð 'hans.
Honura varð óglatt. Hann leit t
kringum sig áhy'ggjufullum augum-
Alf í kringum hann, um allan sal
veitingahússins, sátu menn og kon-
ur að snæðingi og ræddu saman
og neyttu matarins kátir og af r.estu
lyst. Hjarta hans sló ótt og títt
og honum leið illa, eins og manni,
sem hefir fengið hótunarbréf eða
óttast handtöku. Hann ýtti diskn-
um frá sér. Hann hafði mist alla
matarlyst. Taugar hans voru að
verða óstyrkar. Hann skildi ekkert
í,,að þetta skyldi ná slíkum tökum
á sér, haía þessi áhrif á sig, því
áð hann var ekki hjátrúarfullur í
raun og veru, þótt honum hefði
ekki tekist að verjast því, að þetta
hefði haft þessi áhrif á sig.
Hann bað um aðra flösku af Bur-
gundarvíni, og því meira sem hann
drakk, því betur leið honum. Hann
var því óvanur, að neyta áfengis
að mun, með hádegismatnum, því
að ef hann gerði það, sótti á hann
svefn síðdegisstundirnar. En í dag
var eins og vínið væri einmitt það,
sem hann þurfti, til þess að ná
hugarjafnvægi og verða eins og
hann átti að sér. Og þvi meira sem
hann drakk, því frakkari varð hann.
Hann var sparsamur maður og
eyddi jafnaðarlegast litlu í mat, en
ef hann fór út fyrir venjuleg tak-
mörk í þessum efnutn, olli það hon-
um áþyggjum. En nú var hann
ekkert um þetta að hugsa, og þegar
hann var búinn að drekka alt Bur-
gundarvínið, fékk hann sér koníak
með kaffinu. 1 stað þess að ganga
til vinnu sinnar, eins og hann var
vanur, ók hann þangað i bíl. Og
jtegar hann kom inn á skrifstofu
sína, fór hann ekki að vinna. Hann
settist í hægindastól við ofninn og
steinsofnaði. Hann svaf áfram. Og
þegar klukkan sló 5, svaf hann enn
sem fastast. Starfsfólkið pískraði
um það sín á milli, að það, sem
engum hefði dottið i hug, að gæti
komið fyrir, hefði gerst. Lewis
Cole var drukkinn, útúrdrukkinn.
Því líkt og annað eins hafði aldrei
kornið fyrir áður.
TJngfrú Morton sinti störfum
sínum að venju, en það leyndi sér
ekki, að þetta hafði gengið fram
af henni. -Vélritunarstúlkurnar á
fremri skrifstofunni þískruðu og
hlógu, í hvert skifti, sem ungfrú
Morton hafði gengið um, því að
þá heyrðust glögt fram hroturnar
í Mr. Cole. Vesalings ungfrú Mor-
ton hafði verið þarna í 15 ár, og
aldrei hafði neitt þessu líkt borið
fyrir augu hennar þarna.
Starfsfólkið alt á skrifstofunum
fór kl. 5, eins og vanalega.
Þegar klukkan var stundarfjórð-
ung gengin i sex, varð henni ljóst,
að hann hefði rnist af lestinni, sem
hann fór vanalega með. Klukkan
hálf sex reyndi hún að vekja hann,
en það varð árangurslaust. Hann
stundi og það rumdi i honum, en
vaknað gat hann ekki, og það var
eins og hægindastóllinn ætlaði að
gleypa hann. Klukkan 6 hringdi hún
heim til hans og sagði, að Mr. Cole
hefði orðið fyrir töfum — hann
færi i seinni lest en vanalega, og
það gæti svo sem vel verið, að
hann yrði i borginni yfir nóttina.
Klukkan var næsturn því orðin
7, er hann vaknaði. Hann tautaði
eitthvað svo lágt og ógreinilega, að
ungfrú Morton skildi ekkert hvað
hann var að segja. Iiann starði á
klukkuna hálfgert í leiðslu, en svo
kiptist hann við snögglega og sett-
ist upp.
„Tíu mínútur í sjö?“ spurði hanii
enn hálfvegis viðutan.
„Já, Mr. Cole, þér hafið sofið!“
„Hamingjan góða!“
Ungfrú Morton beið stundarkorn,
svo að Mr. Cole gæti áttað sig dá-
litið á framferði sinu. Þvi næst
mælti hún kuldalega:
„Eg hringdi til sveitaseturs yðar
og sagði, að þér mynduð koma seint
heim. Og eg frestaði viðræðunni
við Mr. Bernstein og Mr. Stephens
— sagði þeim, að þér væruð lasinn.
„Bernstein!“
„Já, Mr. Cole!“
Cole stundi þungan' og strauk
ennið.
„Bernstein," hvíslaði, hann og
rödd hans var þrungin gremju, —
„afleiðingin verður sú, að samn-
ingar við hanrt nást ekki.“
„Hvað gat eg gert, Mr. Cole?“
„Hrist mig, ,stökt köldu vatni í
andlit mér, gert eitthvað til þess að
vekja mig.“
Cole gekk um gólf frarn og aft-
ur i mikilli hugaræsingu.
„Er enginn með fullu viti hér,
enginn, sem dettur neitt i hug til
framkvæmda upp á eigin spýtur,
þegar þörf krefur?“
Ungfrú Morton fansít það ó-
maklegt mjög af Cole, að segja
þetta, en hún svaraði kurteislega:
„Eg reyndi að vekja yður, Mr.
Cole. En eg gat það ekki.“
Cole var nú farinn að átta sig á
hinu og þessu, sem af þessu hafði
leitt og mundi leiða.
„Lestin er löngu farin,“ sagði
hann og kendi auðmýktar i rödd-
inni.
„Hún fór fyrir nærri tveimur
stundum."
Cole hélt höndum að höfði sér.
Hann hafði sáran verk í því.
„Ungfrú Morton,“ sagði hann
ammimiimiimiiimiiimiimiimmiimiiiiiiiimimmimiiiiimiimiiiimimu
lirísixtl
1 VÍSIR
1 VÍSIR
1 VÍSIR
| VÍSIR
I VÍSIR
3
á aldarfjórðungs afmæli
á næstkomandi vetri.
er því elsta dagblað landsins.
er eitt útbreiddasta dagblað landsins.
er vinsælasta dagblað landsins.
er besta auglýsingablað landsins.
er samt langódýrasta dagblað landsins,
kostar aðeins kr. 1.25 á mánuði.
i VÍSIR flytur allar nýjustu fréttir, bæði inn- 5
lendar og erlendar, eins fljótt og hægt er, E
5 og birtir myndir af öllum helstu mönnum E
E og helstu viðburðum. E
I VÍSIR er blað allra.
E Hann er sendur um alt land með hverri ferð. E
= Nýir kaupendur fá blaðið ókeypis heilan E
S m á n u ð. E
E iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiii E
I Tí SIE
E 4usturstræti 12.
E Póstbox 367,- Sími: 3400.
niiimmiiiimiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiim
Undirrit---- óskar að gerast áskrifandi að
dagblaðinu Vísi. Óska að fá blaðið ókeypis
1 mánuð.
Nafn _________________________________________
Heimili