Vísir - 24.12.1935, Blaðsíða 12

Vísir - 24.12.1935, Blaðsíða 12
12 VÍSIR jjfc GLEÐILEG JÓLI ^'Je. m Kolciversl. Ólafs Ólafssonar. j|| ■ 1 ■ ili »t ■ it» ij, i «á i :ii ii i íjLi «i_i iXi «ii iJli «jLi lii ili iii iji Uu ijj tji lJli 1JL1 tJLi lLi GLEÐILEG JÓL! GEIR KONRÁÐSSON. & *’*■ é** GLEÐILEG JÓL! Heildverslun Ásgeirs Sigurðssonar. Verslunin Edinborg. ^ijfe. ^Jfe. jMfe. Jfe C^lfe- Óskum öllum olckar viðskiftavinum ■ ■r.w-p GLEÐILEGRA JÓLA OG NÝÁRS! Þvottahúsið Drífa. ife l4í J& J& jWfe, Jfe áMfe vera einum um það, að syndga á sjáifan jóladaginn. Og svo var haldið áfram að jagast. Grimur át bitann sinn með góðri lyst. Svo reis hann á fæt- ur og þreif lambliúshettuna. Húsfreyja mælti: Eg er að hella upp á og fáðu þér nú volg- an sopa. — En Grímur ansaði engu og lahbaði lit. Það var meira en mál til komið, að fara að hugsa um skepnurnar. Drésa leiddist. Þetta voru engin jól. Laufakakan, sem hann var að borða, var eigin- lega það eina, sem minti hann á jólin — og svo auðvitað mag- álsbitinn og hangikjötið. En liann hafði enga flík eignast fyrir jólin. Hann var í sömu, rifnu görmunum. Hann liafði ekki einu sinni verið ámintur um að þvo sér. Og engin kerti voru til á heimilinu. — Þetla eru engin jól, sagði hann við sjálfan sig. — Þau vilja náttúrlega ekki koma til þeirra, sem alt af eru að rífast. — Og nú datt honum í hug að biðja Krislbj örgu að lofa sér að skreppa fram að Þverá. Hann hafði oft komið að Þverá. Þar var fjalagólf í baðstofunni, þar voru margir krakkar og þar voru allir góðir. Og þar var hún Beta. Hiin var áreiðanlega fall- egasta teipan í öllum heimin- um. —- Ilann lagði laufakökuna á diskinn sinn. Hann langaði hvorki í laufabrauð né liangi- kjöt aldrei þessu vant. Hann langaði hara til að fá að skreppa fram að Þverá. — En til þess þurfti liann að fá leyfi. Og það var alls ekki víst, að það yrði auðfengið. Hann sagði við húsmóður sina: Ætti eg ekki að sækja eldivið og svo sem einar fötur af vatni? — Viltu ekki heldur livila þig, Drési minn? — Nei. Eg er ekki þreyttur. Maður er ekki þreyttur nema á sumrin. — Þú ert eitthvað svo dauf- ur, góði minn? Leiðist þér? — Dálitið. — Og hvað leiðist þér nú einna helst? Segðu mér það bara. Eg skal ekki sneypa þig. — Þú ert góð. — Nei. Enginn er góður nema Guð og frelsarinn. — Mig langar .... Lengra. komst hann ekki. Og Kristhjörg sá að augu barnsins fyltust af tárum. —- Hún tók drenginn á kné sér og mælti: — Þig langar til einhvers, Drési minn. — ig, Gleðileg jóJl £ Barónsbúð. Segðu mér alt eins og er. Eg held að eg skilji börnin, þó að faðir okkar á himnum hafi ekki trúað mér fyrir einu einasta. Drengurinn grúfði sig að henni og mælti: — Mig langar — langar til — til að skreppa---- — Já, livert langar þig til að skreppa? — Ekkert. — Svo fór hann að há-skæla. Kristbjörg strauk af honum tárin með svuntuhorninu sínu. Eftir litla stund hvíslaði hann: Jú — annars .... mig langar til — til að skreppa .... fram að .... Þverá.------- — Jæja, góði minn. Svo að þig langar til að finna krakkana á Þverá? t — Já. — Og svo langar mig til að vita hvort jólin-------- livort þau muni liafa — — komið .... þangað.------- — Blessaður stúfurinn. Hér eru engin jól, og eg sýni þér aldrei neina blíðu. Eg er úfin og gömul og ljót kerling. En eg er ekki vond. Reyndu að hugsa þér, að eg sé mamma þin. Og góður drengur segir mömmu sinni alt. — Eg — eg hefi hlakkað til — jólanna — síðan i haust. — — Og svo .... svo komu þau .... ekki. Þau svikust um að koma. — Og nú langar þig til að vita hvort þau hafi komið til barnanna á Þverá? — Já. — Litli vinur minn. — Við förum bæði fram að Þverá. — — Eg er viss um, að jólin hafa ekki svikist um að koma þang- að. —

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.