Vísir - 24.12.1935, Blaðsíða 20

Vísir - 24.12.1935, Blaðsíða 20
VÍSIR Þvottahúsið „Grýta“. j|| GLEÐILEG JÓLl Þvottahúsið „Svanhvít“. GLEÐILEGRA JÓLA OG NÝÁRS óskar öllum viðskiftavinum sínum. Verslun G. ZOEGA. GLEÐILEGRA JÓLA OG NÝÁRS óskum við öllum viðskiftamönnum okkar. ^ ^ ^ iklfe M m jMfc H GLEÐILEG JÓL! & I m m m M M m m Sig. Þ. Skjaldberg. ^/4. ^M^. ;$*&. ff <><Þ. Æ? ^M/x. IIHII M m Mjt Mí. m i᧠SVEINN ÞORKELSSON. & og sparkaöi nú í hinn litla dreng- inn, svo hann fór líka aö skæla. — Þú þarft ekki a‘ð grenja, þótt ég konii dálítiö viö þig. f>ú ert blátt áfram eins og stelpa. ... Lengra komst hann ekki, því að nú skarst roskinn og góölát- legur maöur í leikinn og rak vonda strákinn burt. — Hætti þið nú þessu voli, sagöi hann við litlu strákana. — Hættiö þið bara og sýnið að þið eruð karlmenn. Það sljákkaði heldur i Nonna og Sigga við þessi orð mannsins, tn þó hættu þeir ekki alveg. — Ef þið hættið að gráta, þá skal ég gefa ykkur eitthvað, sem ykkur langar til að eiga af þessu, sem er þarna í glugganum, hélt maðurinn áfram. Undir eins og hann hafði þetta mælt hýrnaði heldur en ekki yfir strákunum og þeir hættu að gráta. Maðurinn tók þá við hönd sér og leiddi þá inn í búöina. Þar var fjöldi manns og voru allir að kaupa hinar og þessar gjafir. Þeir þurftu ekki að bíða lengi og fékk Nonni litli fallegan brunabíl, en Siggi vörubíl. Þegar maðurinn var búinn að fá þeim gjafirnar, sagði Siggi hugsi: — En hvað segir nú jólasveinn- inn við því, að þú skulir viera að gefá okkur stórgjafir? — Hann segir ekkert við því, svaraði maðurinn og brosti, því að það er enginn jólasveinn til. — Eg hélt að til væri j.Óla- sveinn, sem gæfi öllum alt á jól- unum, svaraði Siggi og vom nú komin tár í augun á honum. — Jú, jú, svaraði maðurinn til þess að særa hann ekki. — Eg sagði þetta að gamni mínu. Það eru til margir jólasveinar. Eigin- lega eru allir, sem gefa jólagjafir rétt nefndir jólasveinar, en það er enginn jólasveinn til, sem gefur öllum mönnum. En hversvegna eru þið eiginlega aö skælá drengir mínir — Úhú, ég ætlaði að verða jóla- sveinn með sítt og hvítt skegg og gefa öllum gjafir, en nú má ég víst ekki gefa nema bara heima hjá mér, svaraði Siggi. — Og hann ætlaði að gefa mér eitthvað fallegt, og nú fæ ég það ekki, svaraði Nonni. Frá Alþingl í gær. Þingslit. í neðri deild hófst fundur á venjuleguni tíma oc^ar frv. um ríkisútgáfu skólabóka eitt á dag- skrá. Ýmsir þingmenn búsettir utan Reykjavíkur voru farnir af stað lieim, en sjálfstæðismenn höfðu gengið inn á það við stjórnarflokkana, að mæta á fundi svo að það yrði ekki frv. að fótakefli að of fáir væru við- staddir. Magnús Torfason tók til máls og gerði grein fyrir at- kvæði sínu. Taldi hann frum- varpið um rikisútgáfu skóla- bóka vera illa undirbúið og svo miklar skekkjur í því frá lög- fræðilegu sjónarmiði séð, að ef það yrði samþykt nú, mundi ó- hjákvæmilegt að breyta því undireins aftur, annaðhvort með bráðabirgðalögum eða á pæsta þingi. Kvaðst liann ekki sjá, að svo mikið lægi á að koma þessu máli fram, að ekki væri óhætt að bíða þangað til það væri betur undirbúið. Við atkvæðagreiðsluna , greiddu stjórnarmenn atkvæði með frumvarpinu, en Magnús Torfa- son á móti, og sjálfstæðismenn sátu hjá. Nægileg þátttaka fekst ekki með þessú móti og var frv. því fallið. Hinsvegar hefði frv. ekki náð fram að ganga, þó að deildin iiefði verið fullskipuð úr því að M. T. greiddi atkv. á móti því. Sameinað þing. Síðari lilula dags í gær var fundur í sameinuðu þingi, og var ekki annað fyrir en af- greiðsla fjáraukalaga fyrir árið 1933 og voru þau samþykt. Síð- an fóru þingslit fram með venjulegum liætti. Af þýðingarmeiri frumvörp- um, auk fjárlaga sem afgreidd liafa verið á næturfundum síð- ustu sólarhringa, má nefna frv. um ferðaskrifstofu rikisins, sem var samþ. allmikið breytt. Á síðustu stundu komu fram allmargar skriflegar breyting- artill. viðvíkjandi heimild handa erlendum ferðaskrifstofum til þess að hafa umboðsmenn hér á landi og voru þessar till. sprottnar upp af þeirri óánægju, sem látin hafði verið í Ijós af þeim erlendu ferðafélögum sem undanfarið hafa starfrækt hér skrifstofur. Ennfremur var frv. til framfærslulaga samþykt. Við frv. kom fram mesti aragrúi af brtt. sem hlutu misjafna af- greiðslu, en í höfuðatriðum breytlu þær frv. ekki mikið. Stúfur (9 ára).

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.