Vísir - 24.12.1935, Blaðsíða 14

Vísir - 24.12.1935, Blaðsíða 14
14 VÍSIR GLEÐILEG JÓL! Matardeildin, Hafnarstræti. Matarbúðin, Laugaveg 42. Kjötbúð Austurbæjar, Laugaveg 82. Kjötbúð Sólvalla. Kjötbúðin, Týsgötu 1. Búrið, Laugaveg 26. H GLEÐILEG JÓL OG F'ARSÆLT NÝÁR! £ 1 m BRÆÐURNIR ORMSSON, (Eiríkur Ormsson). „Ekki er Tobba betri!“Ognúbrá svo við, er Ásbjörn var orðinn þessa vísari, að hann krafðist þess beinlínis, að Þorfinnur fylgdi sér sem fastast í kaup- staðarferðunum. — Þú ert kaffi- maður, engu síður en eg. Og þú getur liaft gaman af því, eins og hver annar, að stinga kaldri lúku undir sængurhorn hjá kvenmanni. — Eg veit nú ekki livort eg þori að hætta á slikt, vegna hennar Tobbu, sagði Þorfinnur. —o— , Þeir riðu í kaupstaðinn fyrir jólin, lausir og liðugir. Þeir höfðu gert það síðustu árin. Og nú voru þeir á heimleið. Ás- björn var góðglaður að vanda, en Þorfinnur hýr lítilsháttar. Ásbjörn hafði gamla siðinn og kom við á hverjum bæ. — Þeir liöfðu vakið upp á einum þremur bæjum og nú voru þeir lcomnir að Brekkulæk. — Ás- björn raulaði ástavísu og slangraði milli rúmanna, en Þorfinnur stóð frammi við dyr og bærði ekki á sér að öðru leyti en því, að hann tók pont- una úr vasa sínum, sló henni við dyrastafinn og stútaði sig. Svo dæsti hann ánægjulega, stakk pontunni í vasann og pú- aði í skeggið. — Nóttin breiddi blakkan vænginn yfir láð og lög og svo myrkt var í baðstof- unni á Brekkulæk, að ekki sá- ust handaskil. Fólkið vaknaði við vondan draum. Sumt fór að geispa og ldóra sér, en Guðríður húsfreyja mælti hátt og snjalt: — Það er víst Ásbjörn, fjandinn! — Eg veit ekki nema hann steypi sér í holuna til telpnanna, vargur- inn sá arna! — „Telpurnar" voru dætur hjónanna, heima- sætur á fertugs-aldri. í þessum svifum ralc önnur „telpan“ upp skræk mikinn. — Ertu vitlaus, maður! — Mamma — pabbi! Haldi þið kannske ekki, að hann sé bara kominn með blauta kruml- una inn á allsnaldn brjóstin á mér! — Svona — svona, Ás- björn! Skammastu þin, kvik- indið þitt. — Farðu — farðu — þú kitlar mig! , Ásbjörn hló, svo að undir tók i baðstofunni. — Víkingar fara ekki að lög- um — og gott er að lcoma í yl- inn. — Já — satt er það .... mjúkur er meydómurinn.--------- Svei mér ef eg held ekki að þú sért farin að stálma! — Ætlarðu að liða þetta, Brandur? — Guðriður hús- freyja settist upp snögglega. Hún hvíldi fyrir ofan bónda sinn i rúminu. — Ællarðu ekki að skreiðast fram úr læpan þín og kveikja? — Þá rumdi i Brandi. — Hvaða ógnar-læti eru þetta, kona! Eg held það sé ekki hundraðið í hættunni, þó að mann-garmurinn þuldi. En sért þú hrædd, kona, þá far þú í prjónaklukkuna, klofa síðan yfir mig og skakka leikinn. — — Já, þarna er þér rétt lýst, sagði húsfreyja. — En vita skaltu það, Brandur minn, að þau eru ekki ætluð honum Ás- birni á Gili eða öðrum svínum brjóstin á henni Veigu minni. Nei-ónei — þau eru öðrum ætl- uð, og það veistu sjálfur. — Því næst steypti hún yfir sig nærklukkunni og klofaði yfir bónda sinn í rúminu. — — Hættu nú Ásbjörn, sagði stúlkan. Burt með káldar lúkur, þuld og grams!-------Og ef þú fer að seilast upp fyrir mig og þukla á henni Laugu blessuðu barninu, þá er mér að mæta! — — Á — svei! Fékstu boð frá stjórninni, kvennabósinn, sagði húsfreyja og vatt upp ljósi. Og sestu nú þarna á rúmstokkinn hjá honum Brandi mínum og láttu meydóminn í friði. Eg skal velgja sopa í túlann á þér,ef þú hegðar þér eins og maður. — Sæl og blessuð, G'uðriður mín, sagði „friðþjófur“ baðstof- unnar. Eg er ofurlítið hýr — hjartans-áman — rétt mátuleg- ur. En svo að eg ansi þér, mitt elskulega húr-hveli, þá er eg nú staðráðinn í því að tylla mér hérna hjá blómarósunum. — Og nú heilsa eg Veigu minni með stórum-stórum kossi. — Hann laut niður og kysti stúllcuna rækilega. Þá hóstaði Lauga fyrir ofan systur sína — rétt svona til þess að láta vita, að hún væri ekki sofandi. — Ásbjörn kysti hana líka. — Hann sagði: — Svona blessaðar meydóms- hnyðjurnar á þeim ágæta Brekkulæk. — Nú hallast ekki á — nema hvað eg ætla að renna lúkunni hérna niður með boln- um hennar Laugu, svo að liún liafi ekki upp á neitt að ldaga. Lauga kiptist við, er höndin snart hana bera. — En hún amaðist ekki við káfinu og steinþagði. ; Húsfreyja mælti: — Heyrðirðu ekki hvað eg var að segja, Ásbjörn. — Þú mátt sitja á rúminu hjá honum Brandi mínum. Viljirðu það ekld, þá fleygi eg þér út af mínu kristilega heimili. — — Vertu nú ekki svona ströng, mamma, sagði Veiga,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.