Vísir - 24.12.1935, Blaðsíða 18

Vísir - 24.12.1935, Blaðsíða 18
/ 18 VISIR GLEÐILEG JÓL! Heildverslun Garðars Gíslasonar. éjfe. KJÖTVERSLUNIN HERÐUBREIÐ, Jj| Fríkirkjuveg 7, jg $ H sendir viðskiftavinum sínum innilegustu jóla- og Jj| nýárskveðjur, með þakklæti fyrir árið, sem nú IÉ er aóf líða. | Gíeðileg jól! m Je m jfe 4ífe SKÚLI JÓHANNSSON & CO. g Aðdáanleg og rík samuðar er einnig mynd Thorvaldsens af því, er Príamus konungur Trójumanna grátbænir grisku hetjuna Akkilles um, að fá sér í hendur lik Hektors sonar kon- ungs; áhorfandinn getur eigi annað en fundið til með hinum aldna föður, sem orðið hefir að sjá á bak óskasyni sínum. Af öðrum lágmyndum á safninu — en margar þeirra eru meðal allra snildarrikustu verka Tliorvaldsens — má sérstaklega nefna „Nótt“ og „Dag“, einna vinsælust og víðkunnust alls þess milda, sem eftir hann ligg- ur. Er svo sagt, að meistarinn hafi mótað myndir þessar á fá- einum klukkustundum, er hon- um var svefns varnað sumar- nótt eina. I engil-hki svífur „Nóttin“ hóglega niður til jarð- ar, færandi frið mönnum og málleysingjum. í fangi sér heldur liún tveimur börnum, Svefninum og Dauðanum, og þrýstir þeim að brjósti sér með móðurlegri blíðu. „Dagurinn“, einnig i engils liki, svífur hins- vegar móti himni og stráir rós- um dögunarinnar yfir vaknandi jörðina; fjör og gleði lýsa sér í öllum hreyfingum hans og klæðafellingum. Báðar eru myndir þessar gullfallegar, en dýptin og mýktin meiri í „Nótt“, að dómi listafræðinga. Yfir henni hvílir draumræn ró hljóðrar og húmdökkrar nætur. Af þeim listaverkum Thor- valdsens, sem fjalla um efni úr Heilagri ritningu, nemur augað óðar staðar við myndina af Jó- hannesi skírara úti á eyðimörk- inni. Allmargt fólk hefir safnast saman og hlýðir bersýnilega með eftirtekt á boðskap hans, þó hann falli í misjafnlega frjó- an jarðveg hjá tilheyrendum. Athyglisgáfa og skarpskygni listamannsins koma glögt fram í svipbreytingum þeim, sem honum hefir tekist að sýna i á- synd hinna ýmsu áheyrenda. Or augum piltsins vinstra megin við prédikarann skín einskær aðdáun; jafn auðsæ er andúðin í andliti hins skriftlærða rétt hjá; og með sama skilningi og ná- kvæmni er Iýst geðbrigðum annara tilheyrenda eins og þau speglast í andlitsfalli þeirra og limaburði. Á þá við, að stíga inn í „hið allra lielgasta“ safnsins — Kristssalinn. Hér skipar sjálf- ur Kristur öndvegið, eins og vera ber, en út frá honum standa lærisveinar hans; voru höggmyndir þessar gerðar til að prýða Frúarkirkju, eins og umrædd mynd af Jóhannesi skírara. Kristsmynd Thorvaldsens, er var árangur margra tilrauna og flestir kannast við úr kirkjum víðsvegar, er máttug og listræn túlkun orðanna: „Komið til mín allir þér, sem erfiðið og þunga eruð lilaðnir, og eg mun veita yður hvíld“. Mannástin holdi klædd breiðir þar faðminn öll- um þreyttum og þjáðum. Hér birtist oss hinn upprisni Kristur, til daganna enda ástrikur vinur og bróðir mannanna barna, „ástvin alls sem lifir“. Látlaus en liiátíðleg að allri ytri ásýnd, er mynd þessi jafn fögur og hún er guðdómleg að kenningu. . Að sínu leyti er sami meist- arabragurinn á myndum postul- anna. Þó svipaðir séu að klæða- burði og álitum, eru þeir sér- lcennilegir hver um sig, og hefir snillingurinn fært sér vel í nyt lýsingar ritningarinnar á skap- brigðum þeirra og áliugaefnum. Þannig er hreystisvipur og at- bafnasemi yfir skörungmenninu Páli postula. Heiðrikja og hreinleiki ein- kenna listasafn Thorvaldsens. Hið afskræmda, öfgafulla og óeðlilega er þar algerlega utan gátta; heimsækjandinn er þar í ómenguðu andrúmslofti hreinnar listar. Og snillingurinn unni jafnvægi í lífsskoðunum éigi síður en í listum. Hann var maður þýðlyndur og friðsamur, sem leit á lifið og samferða- mennina gegnum gler mann- gæsku og samúðar. Tamast er Iionum að Iýsa æsku og fullorð- insárum, fólki á blómaskeiði lifsins, en ekki hrörnandiellinni. Margar ágætustu höggmyndir hans eru af ungmennum. Æsk- an og fegurðin hlæja því komu- manni hvarvetna við sjóniim á listasafni hans. Þangað að koma og þar að dveljast, þó ekki sé nema dagstund, er því andlega hressandi og hreinsandi — yngjandi og göfgandi. Séra Matthias Jochumsson hafði rétt að mæla þegar liann sagði um Thorvaldsen: „Andi hans var jafnauðugur sem hönd hans var hög, en guðablær er yfir mörgum myndum hans, sem mjög hylur fegurð þeirra fyrir óvönu auga; en svo þegar minst varir, er sem hreistrið falli frá og þá fá steinn og mynd eins og lifandi eðli“. (Við túlkun myndanna hefir hér verið stuðst við skýringar M. Galschiöts. — Höf.).

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.