Vísir - 24.12.1935, Blaðsíða 15

Vísir - 24.12.1935, Blaðsíða 15
VÍSIR 15 með hægð. — Eg held honum sé ekki of gott að sitja hérna hjá okkur. ( — Ja — nú dámar mér ekki, Sigurveig! — Jæja — hann situr þá þarna á þína ábyrgð en ekki mina. — Eg fer svo sem nærri um það, hvað hann muni ætla sér. — Fari eg með ljósið, þá byrjar hann náttúrlega að kyssa og asnast inn á hrjóstin á ykkur. — — Það er hreint ekki vont, mamma. — — Mér er alveg sama! Yont eða vont ekki! — Láttu mig þekkja tilburðina þá ama, telpa mín. Eg hefi líka verið ung og heit. Og hver veit nema til min hafi komið maður, þeg- ar myrkt var af nóttu, og smeygt liandar-skarninu undir holinn minn. — Já — ætli ekki það, sagði Brandur. Og enn manstu víst sælu-hrollinn, kella! — Þú klappaðir lúku-greyinu, að mig minnir. Og þá fóru heitir straumar um drumbinn Brand Brandsson. — Þegiðu, Brandur, sagði liúsfreyja. Oft má satt kyrt liggja. Og nú ætla eg að eiga það við þig, að þú líðir ekki að fullir dónar sé að kreista dætur þínar, berháttaðar og saklausar. Eða heldur þú kannske að sög- ur um þesskonar næturverk hér yrði til þess að ýta undir biðlana? — Svona — fram úr bælinu með þig, skepnan, og gerðu nú einu sinni skyldu þina. — Eg verð þá víst að fara í brólcina, sagði Brandur, því að ekki tek eg í mál að verja honum rúmið berlæraður. — Hvar er brókin? — Nú — hvar ætti hún svo sem að vera — nema undir koddanum þínum. — Eg hélt nú, satt að segja, að þú vissir þó að minsta kosti það, hvar þú ert vanur að geyma nærbrókina þina! Þar með strunsaði húsfreyja til dyra og létti ekki fyrr en í eldhúsinu. — Þetta er nú meira heljar- skassið, sagði Ásbjörn og hló svo að undir tók. — Ekki er Tobba betri, gall við í myrkrinu frammi við dyrnar. — Guð almáttugur, sögðu stúlkumar í rúminu. — Hver er þetta? — Það er nú bara eg — hann Þorfinnur karlinn á Barði. - Eg hefi haldið mig hérna í skotinu. — En hvað þið hrukkuð við, blessaðir kropparnir mínir, sagði Ásbjörn. — Eg þori að veðja hundrað kossum um það, að þið hafið fengið ákafan hjartslátt. Og liöndin hvarf undir sæng- ina. Litlu síðar lieyrði Brandur karlinn eitllivert pískur og þvi næst litla smelli — einn — tvo — þrjá — fjóra. — Hvað ertu nú að braska, Ásbjörn minn? — Brandur seildist undir koddann, tók prjónabrókina og settist fram- an á. — Eg var nú bara að sýna dætrum þínum, að eg er ekki ómannúðlegri en hver annar sannkristinn dala-durtur. — Þú þarft ekki að ómaka þig í brókina mín vegna. Eg ætla mér af. — Það er sá andlegi Ás- björn, sem nú vakir yfir mey- dóminum á Brekkulæk. Hinn sefur eins og steinn. — Veit eg það. — Eg held eg fari nú samt í brókar-greyið — áður en Guðriður min kemur. Hún er svo stíf upp á sið- gæðið. Full af ósanngirni og þvermóðsku. Skilur ekki manns-sáliná og þekkir ekki holdsins snarvöl fremur en hlindur hvolpur. — Ekki er Tobba betri, sagði Þorfinnur. — Eg ætla að staul- ast til þín, Brandur minn, cfg dreypa á þig. — Eg á hérna svoleganalítið í glasinu og það er ósvikið. — Já, þær eru ítækar þessar kerlingar, sem skaparinn hefir útldutað manni, sagði Ásbjörn og liætti nú að sinna,„meydóm- inum“ nema hvað önnur höndin kann að hafa verið undir sæng- inni. — Þið ættið bara að vita, livernig hún Svanlaug mín ó- skapast, ef eg leyfi mér að hragða vín. — Hún er hreinasti svarkur, kerlingin! — Ekki er Tobba betri! — Ykkur að segja, þá er það lireinasta guðs-mildi, sagði Ás- björn, að hún skuli ekki vera búin að drepa mig fyrir löngu. — Eg held nú líka að hún sé með þeim allra-allra verstu. — — Og sussu-sussu-nei. Ekki er Tobba betri! — Ellegar þá vinnukergjan i henni Svanlaugu. — Þarna er maður rekinn áfram eins og skepna — daginn út og daginn inn. , — Ekki er Tobba betri! — Tylli eg mér niður í mein- leysi, þá er Svanlaug óðara komin með raus og læti. — Ekki er Tobba betri ! — Eg tala nú ekki um þau ókjör af skömmum, sem hún hellir yfir mig, ef eg leyfi mér að hafa einhverja sjálfstæða skoðun. — — Ekki er Tobba betri! GLEÐILEG JÓL! # Haraldur Hagan, úrsmiður. áte. iBfe : M áife H m íife M m ■áik. mMÉtÉt m M GLEÐILEG JÓL! M Kjötbúðin Borg. m m Ék áfe m áife nfe m. m GLEÐILEG JÓL! H Skóbúð Reykjavíkur. — En þó tekur nú út yfir, ef mér verður það á, að sletta kossi á meinlausa vinnukind. Þá ætlar Svanlaug mín alveg af göflunum að ganga. — F.kki er Tobba betri! Hún flengir! — Þá er það eitt fyrir sig með liana Svanlaugu og kannske það allra versta, að hún er hvergi nærri trú sínu hjúskaparheiti. Hún leikur öll á hjólum og iðar í bjórnum, ef hún sér þokkaleg- an strák. „ ( — Ekki er Tobba betri! Húsfreyja kom nú inn með rjúkandi kaffið og féll þá talið niður. Ásbjörn reis úr sæti sínu, blessaði konuna og kvað dætur liennar óskemdar af sínum völdum. — Hann raulaði ásta- ljóð fyrir munni sér, meðan Guðríður rendi i bollana. — Þorfinnur tók undir, byrjaði of hátt og sprakk á laginu. — Svo var drukkið brennivíns- kaffi, kveðið og sungið til morguns. ) P- m ■ife m m m M . GLEÐILEG JÓL! Versl. Foss. i'ife s&l II m GLEÐILEG JÓL! Sigurður Kjartansson. Húsgagnaverslun Friðriks Þorsteinssonar. m áife áífe : n m J| GLEÐILEG JÓL! I & Húsgagnaverslun Erlings Jónssonar, Baldursgötu 30. & m m m m m : ^. • Verslunin Snót. Jjjfe t£. . m GLEÐILEG JÓLI M m í; 4 n a. 4 GLEÐILEG JÓL! i i I & M AÐALSTÖÐIN. 1 & 3Br 5 Sími 1383. i i & & m

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.