Vísir - 24.12.1935, Blaðsíða 4

Vísir - 24.12.1935, Blaðsíða 4
4 VÍSIR .L. BUDDE : S&fycm. uun t^íaptxmJjCu" Sjá! Lífsins hátíð, hátíð harns og nióður, í húmi velrar boðar aftur vor og sýnir oss á ný, að guð er góður og gætir vor við sérhvert æfi-spor. Sú hátið Ijóss og lífs skal á það minna, að lifið sjálft er eilíft, — heila^t fræ, sem ofar moldu á sitt ljós að finna við endalausra himna þýðan blæ. Sem móðir Drottins hann í voðir vafði, er verða skyldi ímynd guðs á jörð, — um hverja sál, scm ekkert athvarf hafði, mun æðri máttar faðmur halda vörð. Og fullkomleikans fræ er í oss öllum, þótt fátæklegt það reynist enn um sinn: , Vér komust öll, éir hreysi og éir höllum, í himin æðstu speki’ og góðleiks inn. Ef guðsmynd yðar ei með illu skerðið og alt af látið ráða liæstu þrá, — heyr fyrirheitið: Fullkomnir þér verðið sem faðir vðar sjálfur himnum á. Já, látum Drottins ljúfu orð oss hugga og lif vort móta sem hið gljúpa vax og vitum, að í skammdegisins skugga er skin frá ljósi guðs vors milda dags. Jakob Jóh. Smári. Þekkirðu ,,Jólafrænda“? Jóla- frænda með góðlega, glaða andlit- ið, með kátu, gletnislegu augun, sem aldrei dimmir yfir, því aö birtan stafar frá jólagleðinni sjálfri, sem býr innra með honum og á bakinu hefir hann poka, full- an af góðu skapi, sem aldrei geng- ur til þurðar, þvi hann hefir dregið það saman úr birgðum drottins sjálfs. Þekkirðu hann þá? Ekki það? Jæja, þá skaltu fá að heyra sögu um hann, því hann á skilið að þið þekkiö hann og takið vel á móti honum, þegar hann kemur. Yst í úthverfum stórrar og skrautlegrar borgar var smáhús, sem ekki var mikið skraut í bor- ið. Görnul dragkista, slitinn legu- bekkur og borð og nokkúrir stól- ar af sömu gerð — það voru allir innanstokksmunirnir. í horninu stóð ofn, sem hægt var að elda á -—• hann var hentúgur, því matur- inn var soðinn þar. Hann jók því hitann á tvennan hátt. Hreint og þokkalegt var í stofunni — annað skraut var þar ekki. Það var aðfangadagskveld jóla. Það logaði lampi á borðinu, það sauð á katlinum á ofninum; lítill drengur kútveltist á gólfinu og gerði það sem hann gat, til að „ólmast fyrir, tvo“, því að systir hans var farin út. En mannna sat á legubekknum og var leið og sorgbitin. Og hún hafði ástæðu til þess, aumingja mamma, því Jífið hafði lagt þung- ar sorgir á hana; hétn var föl og gröni og það leit út fyrir, að hún hefði litla krafta til að bera sorg- irnar. Maðurinn hennar hafði verið skólakennari; hann hafði dáið ungur og hafði skilið henni eftir litla stúlku, sent hét Mia og ennþá minni dreng, sem kallaður var „Stútur“, og eftirlaun, sem voru minst af öllu þessu, og svo langa framtíð, fulla af skorti og áhyggj- um. Tíu vinnuvönum fingrum hafði guð lofað henni að halda og hún var fús á að nota þá, en í stórborginni var nóg til af fingr- um, sem nota mátti, svo það varð ekkert nema eymd úr því öllu sam- an. Oft varð mamma að láta sér nægja minna að borða, en hana langaði í, til þess að Mía og Stút- ur gætu fengið nóg og sarnt urðu Mia og Stútur oft að láta sdr nægja minna, en þau langaði í. „En þegar jólin koma“, sagði mamma, „þá kernur blessaðuú Jes- ús Kristur og færir okkur gjafir og þá skal okkur líða vel. Takið þá bara eftir hvað þið fáið.“ Og þegar jólin nálguðust vann hún þangað til fingurnir urðu sár- ir á daginn og hana sveið í aug- un á nóttunni, en þegar aðfanga- dagskveldið kom, þá kom hún Iteint með tvær hendur tómar. íjMamma, hvað fáum við í kveld“, kölluðu tvær glaðar radd- ir og tvö brosandi andlit horfðu með eftirvæntingu á hana. „Aumingja, vesalings börnin“, var það eina, sem mamma gat svarað og tók þau grátandi í faðm sér. Gleði eftirvæntingarinnar hvarf að andlitum þeirra og þau skildu að þau voru aumingjar og fóru að gráta sáran. Búrið var tómt. Budda mömmu vaé það líka og það er aldrei gott, en þó verst á jólanóttina. Það var ekki um annað að gera — Mia varð að fara út og vita hvort hún gæti ekki fengið einhvern mat ltanda heimilinu — án peninga. Og íiét sat mamma á slitna legubekkn- um og var þreytt og sorgbitin að sjá. Alt það sem hún hafði reynt og mist stóð henni lifandi fyrir hugskotssjónum. Foreldrar hennar dóu þegar hún var barn að kalla. Stóri bróðir hennar, sem var svo sterkur og góður, fór til Ameríku og hún frétti aldrei neitt af hon- um. Maðurinn hennar ástríki sneri andliti sínu írá henni í dauðanum og hún stóð ein eftir. En lifið lá fram undan og hvíslaði um langa og erfiða daga. „Drottinn minn“, andvarpaði hún, „hvað hef eg gert til þess að þú skulir vera svona haröur viö mig?“ Hurðin flaug upp og lítil stúlka kom þjótandi með flöskustút i annari hendinni og velktan papp- írspoka í hinni, rjóð í kinnum af ákafa og hlaupum. „Mamma, mamrna", kallaði hún, „Jólafrændi kemur“. „En Mia þó, þú kemur svona þjótandi. Fékstu það, sem þú átt- ir aö fá“, sagði mamma og gaf flöskustútnum hornauga. „Eg fékk þaö alt saman“, sagði Mía einlæg á svip, „én kaffibaun- irnar þutu tit um alla götu, því það yar svo hált og eg datt og umbúöirnar rifnuðu utan af, syk- urinn misti eg og bjúganu stal hundur frá mér, rjóminn rann éit um gangstéttina og glerbrotin liggja í skolpræsinu, því flaskan brotnaði, en stútinn er eg með og Jólafrændi kemur.“ Mia þagnaði, andaði og leit frjálsmannlega upp, hárviss um að hún hefði gert grein fyrir 'allri sinni ráðsmensku. Mannna var þó ckki alveg ánægð á svipinn. „Hvaða bull er þetta, barn“, sagði hún. „Um hvaða jótafrænda ertu að tala?“ „Það veit guð, mannna“, sagði Mía örugg. „Eg var ekki að skrökva neinu. En þegar eg datt, þá lá eg grátandi á götunni, og þá kom hann og sagði að eg mætti ekki liggja þarna í skolpræsinu og óhreinka götuna með kaffi- baunum og sykri og þá hló eg, því eg gat ekki að mér gert. Svo spurði hann hvað eg héti og hvað þét hétir og hvað „Stéitur" héti; eg sagði honum það og þá varð hann glaður og sagðist vera Jóla- írændi og hann væri hér á ferð hara til að finna okkur öll. Ó, mainina, hann er svo skemtilegur og hann segist vera með fullan poka af góðu skapi og það er betra en bæði kaffibaunir og syk- ur og rjórni og pylsa í ofanálag“. En það leit étt fyrir, að mannna væri ekki svo viss um þetta, því hún hristi höfuðið áhyggjufull og sagði: „Já, en Mía! Við eigutn 'ekkert handa Stút.“ Þegar Stútur heyrði, að hann var í þessu neyðarástandi, þá lagði hann strax höfuðið á borðið og grét af öllum mætti og undir eins og Mía sá það, þá lagði hétn höf- uðið við hliðina á höfðinu á hon- um og hjálpaöi til eins og hún gat en mamma hallaði sér yfir þau bæði og grét með. „Nei, hvað hér er indælt og skemtilegt“, heyrðist í þessu sagt i dyrunum með djúpri röddu, öll tárin hættu að renna og allir litu upp. Fyrir framan þau í dyrunum stóð maður, sterkur og heilbrigð- ur, eins og indælasti vetrardagur. Loðhúfa, stafur með handfangi, poki um öxl og alt andlitiði ljóm- andi af jólaskapi. „Jólafrændi!“ kallaði Mía og hljóp til hans. „Bíddu við, ögnin mín, lofaðu mér fyrst að ryðja því nresta frá“, og í snatri lá húfan og frakkinn í öðru borðshorninu og stafurinn og pokinn í hinu og Jólafrændi stóð og hélt í hendina á Míu og með Stút í fanginu fyrir framan mömmu. „Littu á mig, systir góð!“ sagði hann. ' „.Bróðir minn!“ sagði hém undir eins. „Elsku, góði bróðir minn, hvað eg hef þráð þig.“ Hún eldroðnaði í andliti og tók handleggjunum um háls honum og

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.