Vísir - 24.12.1935, Blaðsíða 11

Vísir - 24.12.1935, Blaðsíða 11
VÍSIR 11 p.OJUL Jcomlc ddd. Andrés litli vaknaði við það sjálfan jóladagsmorguninn, að hjónin — hann Grímur og hún Kristbjörg — voru að jagast í rúminu á móti honum. Þau höfðu líka verið að jagast kveldinu áður og honum þótti það ákaflega skrítið. — Hann hafði nú átt heima á þremur bæjum, sem hann mundi eftir, og þar höfðu allir verið glaðir og góðir og hreinir i framan á aðfangadagskveld og jóladag. — En hér var alt af verið að jagast og rífast. — Og hvorugt hjónanna hafði þvegið sér í framan á aðfangadagskveldið. — Þau voru alveg eins og alla aðra daga — óhrein og ógreidd og i vondu skapi. — Þau nefndu hvorki guð né Jesúm Krist á nafn, buðu ekki gleðileg jól og lásu engan húslestur. Það var víst ekki við þvi að búast, að jólin kæmi á slíkan bæ. Andrés var munaðarlaus smælingi, niu ára gamall. Hann átti engan að — nema guð og hreppsnefndina. Og hrepps- nefndin hafði liaft hann á und- irboði síðustu vorin. Þessvegna fékk liann nldrei að vera kyr á sama heimilinu ári lengur. Og alt af var hann látinn til þess hóndans, sem minsta heimtaði meðgjöfina. Síðasta vorið hafði Grímur á Bala boðið lægst af öllum. — Grímur var fátækur maður og heimilisfólkið á Bala var ekki annað en hjónin og dreng- urinn. Þau voru ekki vond við Drésa litla, Balahjón- in. Fjarri því. Og nóg hafði hann að borða. En honum hafði verið snúið fjarska mikið um sumarið. Hann þurfti að sitja yfir ánum fyrst í stað eftir frá- færurnar, og smala þeim til mjalta þegar frá leið, reka kýrnar í haga og sækja þær á kveldin, ef þær komu ekki sjálfar, sækja Kross og flytja, bera inn eldivið, sækja vatn og hjálpa til við heyslcapinn, ef timi var afgangs frá öðrum störfum. i Hann hafði oft verið þreytt- ur — fjarska — fjarska þreytt- ur — og oltið út af steinsofandi á hverju kveldi. — En það inátti Kristbjörg eiga, að hún var ekki alt af að reka hann til að þvo sér. — Hún sagði: Nú held eg að þú sért orðinn þrevttur, auminginn, og blessaður flýttu þér nú i rúmið. — Henni fanst nóg að hann gutlaði framan úr sér á helgum og það fanst Drésa lika. — En drengnum þótti leiðinlegt, að hjónin skyldu alt af vera að nudda og jagast og rifast. Þau voru aldrei glöð og aldrei þokkalega til fara. Og væri þau ekki að vonskast eitthvað hvort við annað, þá gat Grímur haft það til, að steinþegja fpá morgni til kvelds. Hann gleypti í sig matinn og mælti ekki orð frá vörum. Næsta athöfnin var sú, að stanga úr tönnum sér. Hann þefaði ávalt af því, sem á tannstöngulinn kom og þurkaði svo á buxunum sínum — oftast á stóru, mórauðu bótina á liægra hnénu. Þá stakk hann tannstönglinum í vestisvasann. Svo tólc hann í nefið, fleygði sér aftur á bak og breiddi tóbaks- klútinn yfir andlitið. Og sam- stundis var , hann farinn að hrjóta. . En hann svaf ekki lengi. Eftir fáeinar mínútur settist hann upp, snýtti sér og tók aftur i nefið. — Því næst reis hann á fætur, ólc sér kannske dálítið og labbaði svo út úr bænum. — Þá gat viljað til að Kristbjörg segði: Viltu að eg lielli upp á? — En Grimur ansaði því engu og fór leiðar sinnar. Og konan sagði: Jæja — farðu i rass og rófu, gamli fýluraftur' Svo fékk hún sér kaffitár og drakk aldrei minna en fjóra bolla. — Eg drelck fyrir okkur bæði, Drési minn, og það ætla eg að vona, að þú verðir ekki svona durtur við konuna þína á síðan. — Eg gef þér ekki kaffi, barninu, en hérna hefirðu mola í ginið. Og farðu nú út á tún og vertu dug- legur.------ Og nú var jólanóttin liðin. Það var dimt í baðstofunni og hjónin voru að smá-kýta í rúminu. Kristbjörg vildi að þau færi til ldrkjunnar öll þrjú, en Grímur var þvi algerlega mót- fallinn. — Mér finst nú satt að segja að manni veiti ekki af því, sagði konan, þegar aldrei er far- ið með gott orð á heimilinu og fengin guðsorðabókin er til. Eg vissi þó ekki betur en að eg kæmi hingað með Hugvekjur og Passiusálma, en þú gerðir þér það til sóma, Grímur minn, að láta guðsorðið upp í bola- toll til hans Sveins í Haga. — Annars dettur mér ekki i hug að fara að rífast við þig núna. — Það er best að lofa þér að GLEÐILEG JÓL! Bifreiðastöðin Hekla, Lækjargötu 4. M GLEÐILEG JÓLI Bókaverslun Guðm. Gamalíelssonar. M GLEÐILEG JÓLl Ásgeir Ásgeirsson, Versl. Þingholtsstr. 21. *M GLEÐILEG JÓL! § Ásg. G. Gunnlaugsson & Co. m m m -jfe á^ ^ ájfe ^ ^ ^ ^ ^ ^ ^ ^ ^ ^ H II m GLEÐILEG JÓL! Tóbaksverslunin London. jgj^ ^ ^j^ ^ ^ ^j^ gj^ ^j^ ^ ^jfc n m m M m M GLEÐILEG JÓL! VERSL. HAMBORG. |j§ m m m m m mmmm mmmmmmmm j&b. Jgg? GLEÐILE G JÓLl KOLASALAN S.F. Éb

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.