Vísir - 22.12.1944, Blaðsíða 4
4
JÖLABLAÐ VISIS
hann einnig gefið honum heila til að
hugsa og álykta, og ætti það að bæta
honum upp mismuninn á kröftum.
Er þess vegna nokkur hér viðstadd-
ur, sem vill berjast við þetta tígris-
dýr, án þéss að nota vopn?“
Dauðaþögn fylgdi þessu boði Af-
kuns, og þegar allir höfðu hafnað
því, mælti hann: „Ágætt, þá skal ég
gera það.“
Síðan lagði hann frá sér vopn sín
-'og allt er gæti hindrað hreyfingar
hans, og tók sér því næst stöðu á litlu
sléttlendi nálægt runnum þeim, sem
tígrisdýrið mundi stökkva út úr. Eft-
ir að merki hafði verið gefið, börðu
þeir, sem reka áttu dýrin, bumbur
sínar, og hið ógurlega villidýr kom
í ljós út úr rumjunum. Þegar Jehang-
ire keisari sá stærð dýrsins, lék um
varir hans illgirnislegt bros. Hann
var fullviss um, áð enginn mannleg-
ur maður gæti barizt vopnlaus við
slíka ófreskju.
Afkun nálgaðist hægt, en tígrisdýr-
ið stóð í sörnu sporum og urraði
grimmilega. Þegar hann átti eftir
fáein fet að dýrinu, stökk það á mót-
stöðumann sinn. En um leið tókst
Sheer Afkun með snarræði sínu að
sveifla sér á bak tígrisdýrinu, og dýr-
ið og maðurinn veltust um í æðis-
gengnum átökum. Á næstu augna-
blikum var erfitt að greina hvað
var að ske. Eitt augnablik varð hlé
á bardaganum, og sást þá, að Shere
Afkun hafði lilotið sár, sem blæddi
ákaft úr. Aftur réðst hann á tígris-
dýrið og i þetta sinn tókst hon-
um að grípa með vinstri handiegg um liáls þess, og lierða að með
heljarafli. En liálstakið var ekki nægilegt til að kyrkja tígrisdýrið,
því að hálsinn á slíkum dýrum er eins og trjábolur, en það neydd-
ist samt sem áður til að halda kjaftinum opnum. Og nú skeði það
sem menn hafði sízt grunað. Shere Afkun tróð bægri liendinni og
handleggnum eins langt upp í tígrisdýrið eins og hann gat, og lok-
aði þannig fyrir barkaopið. Nú náði bardaginn hámarki sínu. Mað-
urinn og tígrisdýrið veltust og hentust til í þessum hryllilegu faðm-
lögum, og áhorfendunum fannst líða heil eilífð unz dýrið fór að
sína merki þess, að endiriim færi að nálgast. Sliere Afkun liélt
stöðugt taki sínu um báls dýrsins, og að lokum tók það siðasta
kippinn og allur máttur þess var þrotinn. Stundarkorn lá Shere
Afkun lireyfingarlaus við hliðina á tígrisdýrinu.
Jeliangire, sem hafði varla þorá'ð að draga andann meðan á
bardaganum stóð, vonaði að Afkun mundi ekki rísa á fætur aftur,
en honum varð ekki að von sinni, — Shere Afkun reis á fætur.
Hann vár reikull í spori og lionum blæddi ákaft úr sárum sínum,
en hann var lifandi.
Fregnin um afrek þetta flaug eins og eldur í sinu um allt ríkið
og jafnvel keisarinn sjálfur varð að votla Shere Afkun aðdáun
sína.
Jehangire keisari var viti sínu fjær af öfundsýki. Ást hans
til Mher-uI-Nissa óx með degi hverjum.
Nokkrir mánuðir liöfðu liðið síðan Shere Afkun hafði barizt við
tígrisdýrið og Jehangire liafði borizt til eyrna önnur saga um af-
rek, sem Shere Afkun hafði unnið. Einn af hirðmönnum keisar-
ans, sem vildi vinna hylli hans, liafði leigt 40 illræðisménn til að
fara til heimilis Shere Afkun og myrða hann. Þeir höfðu komið
þar að næturþeli, meðan hann var sofandi, en einn af þeim liafði
þá skyndilega fengið samvizkubit af þessu óhæfuverki, sem þeir
voru í þann veginn að vinna, og hafði hrópað: „Hvílíkir níðingar er-
um við, að ráðast fjörutíu að einum sofandi manni?“ Þetta var
nóg til að Shere Afkun vaknaði og bjóst til varnar. Með sverði
sínu felldi hann sex þexrra, særði nokkra en liinir di-eifðust á flótta.
Shei-e Afkun var nú ljóst orðið, að setið var um líf hans, og á-
VISIR
óskar öilum lesendum sínum
obiÉUjhCL lóía !