Vísir - 22.12.1944, Blaðsíða 6
6
JÓLABLAÐ V 1 SIS
Jóhann Brieni.
Tvær stúlkur.
Finnur Jónssoh:
JOHANN BRIEM,
LISTMALARI
Jóhann Briem er fæddur að Stóra-Núni í Gnúpverjahreppi 17.
júli 1907, sonur Ólafs Briem prests þar og Katrínar Briem konu
hans, og sonarsonur sálmaskáldsins Valdimars Br-iem prests á
Stóra-Núpi.
Jóhann ólst upp með foreldrum sinum þar á staðnum, við
venjuleg sveitastörf, lieyskap og smalamennsku á sumrum, en
las undir skóla á veturna.
Stóri-Núpur er gamalt liöfuðból og prestssetur, náttúrufegurð er
raikil þar, og staðarlegt Iieim að líta, vel hýstur bær með reisu-
legri kirkju hlasir við sól undir lágum fjöllum, með gróðursæl-
um hlíðum. Víðsýnt er þar til suðuráttar, en spöl til austurs rym-
ur hún Þjórsá sinn dimma eilifðarsöng.
Snemma opnuðust augu .Tóhanns fyrir fegurð lita og forms,
og harn að aldri byrjaði hann að teikna og inála myndir.
Þegar i æsku kynntist Jóhann Briem málaralist dálitið, með
þeim hætti, að til voru á staðnum allmörg málverk eftir Ásgrím
Jónsson, en hann hafði áður fyrr vei'ið langdvölum á Stóra-
Núpi. Ekki er ósennilegt, að bæði þau æskukynni Jóhanns af
verkum Ásgríms, svo og æfintýralegur listamannsferill nágrann-
ans Einars Jónssonar myndhöggvara frá Galtafelli og kunnings-
skapur fjölskyldunnar á Stóra-Núpi við hann, liafi örvað listaþrá
Jóhanns. En annna lians, frú Óiöf kona síra Valdimars Briem,
Frostrósir.
Jónsmessunótt.