Vísir - 22.12.1944, Side 7
JÓLABLAÐ VlSIS
7
átti drjúgan þátt í því, að Einar Jónsson lagði út á sina árangurs-
ríku listabraut.
Árið 1921, þá 14 ára að aldri, fór Jóhann til Reykjavíkur o§
byrjaði nám í meðferð lita hjá Jóni Jónssyni málara, bróður Ás-
gríms Jónssonar, og var hjá honum í tvo mánuði. Fór siðan í
Menntaskólann og var þar einn vetur í 4. bekk, 1924—5. Las síðan
utanskóla og tók stúdentspróf árið 1927. Næstu tvo vetur var
Svertingi.
Tristan og ísold.
Konan við gjuggann.
Bátur með hvítu segli.
Jóhann í Reykjavík og stundaði nám í málaralist hjá Eyjólfi Ey-
fells málara, og í teikningu lijá Rikarði Jónssyni myndhöggvara,
sem þá hafði íeikniskóla.
Vorið 1929 sigldi Jóhann til Danmerkur og dvaldi um sumarið
á dönskum sveitah'eimilum og málaði þar myndir.
En i nóvember um haustið fór hann til Dresden, listaborgar-
innar frægu í Saxlandi, þar var hann um liríð á einka-málara-
skóla „Simonson Castelli“ hjá Voldemar Winkler málara, eða til
vorsins 1931, en fór þá á listaskólann í Dresden, sem er frægur
skóli að fornu og uýju, og vegna haldgóðrar undirbúningsmennt-
unar í teikningu, var liann tekinn beint uj>p í málaradeild skólans.
Kennari lians var prófessor Ferdinant Dorscli, núverandi rektor
listaskólans þar, — afburða kennari.
Um þessar mundir átti Jóhann oft dvöl i sumarbústað lista-
skólans, en liann stóð á fögrum stað í fjöllunum upp með Saxelfi
við landamæri Tékkóslóvakíu, sem eru skammt frá Dresden, en
þar voru nemendur skólans tímum saman og unnu upp á eigin
spýtur. Þar er náttúrufegurð mikil og gnægð viðfangsefna.
Veturinn 1932—33 var Jóhann heima á Stóra-Núpi, en fór svo
aftur til Dresden og varð þá meistaranemandi, en því fylgja þau
réttindi, að þeir fá ókeypis vinnupláss lijá skólanum, og leyfi til að
vinna á eigin spýtur það sem eftir er skólatímans.
Haustið 1934 livarf Jóhann heim til íslands og hélt skömmu
eftir komu sína sýningu á myndum sinum í Góðtemplarahúsinu
í Reykjavik. Það var hans fyrsta sýning. Var þegar auðséð, að
hér var á ferð vel menntaður og sjálfstæður listamaður, með
þroskaðan smekk lita og forms.
Flestar myndirnar á þessari sýningu voru gerðar á þeim tíma,
4