Vísir - 22.12.1944, Blaðsíða 18
18
JÖLABLAÐ VlSIS
Helluland.
og þar var Sölvi Jónsson. Ekki
man eg hver var þar oftast við
færið. Veiðarfæri voru hin sömu
notuð og gert hafði verið á há-
karlaskipum; hefir svo- mikið
verið ritað um þær veiðiaðferð-
ir og veiðarfæri, -að eg tel óþarfa
að fara að lýsa því hér. (Sbr.
„Hákarlaveiðar og hákarla-
menn“, „Virlcir dagar“ o. fl.
o. fl.)
— Það er ekki að orðlengja
það, að þarna á ísnum var eg
í fhnm daga. I myrkri á kveldin
gengum við heim að Hellulandi
og gistum þar í bexta yfirlæti.
Snemma að morgni var svo far-
ið út á ísinn. Það var um hálf-
tíma gangur frá Hellulandi út
að vökunum í ísnum.
Veður var oftast vont. Nær
því alltaf nöpur norðangola og
frost og oft mikil fannkoma,
tímum saman. En verkið var
erfitt, sem flestir höfðu, að
draga hákarlinn í land, yfir ó-
sléttan ísinn. Voru tveir og tveir
um hvern hákarl og svo var
veiðin ör, að alltaf varð að halda
vel áfram. — Þegar hákarl kom
upp, var hann skorinn á kvið,
og tekin úr honum lifrin og
önnur innýfli; lifrin var látin
í stamp og þegar Iiann var orð-
inn fullur, var honum ekið í
land og tæmdur í tunnur. Stein-
ar voru látnir í magana og þeim
sökkt í sjó. Sóknirnar voru
látnar liggja yfir nóttina, var
þá ætíð á þeim, að morgni, haus
af hákarli, þvi félagar hans
höfðu étið hann upp til agna.
Eg skoðaði i marga hákarla-
maga, og voru þeir alveg tómir
af öðru en þessum hákarli, er
þeir höfðu étið og hákarlainn-
ýflum, nema stöku sinnum
skeljabrot og einu sinni stykki
af sel, spik og skinn samfast;
hafði hákarlinn auðsjáanlega
glefsað stykki úr selnum. —
Jón í Nesi lofaði mér tvisvar
eða þrisvar að vera við sókn-
ina og dró eg í hvert sinn há-
karl. Jónas bróðir Jóns var við
sóknina við og við; var hann
ekki fiskinn, sögðu menn; keip-
aði hann oft ákaft, en það töldu
hákarlamenn óheppilegt. Einu
sinni krækti hann hákarl, og
krækti í hann um miðju; stóð
svo hákarlinn, sem var lítill
(um 2 metra langur) þversum
fyrir í vökinni og var það
margra klukkutíma vinna að
stækka vökina, svo að hægt
væri að ná honum upp. Þetta
tafði veiðina og hlaut veiðimað-
urinn mörg ónotaleg orð, en
liann var hinn mesti geðprj'ðis-
maður og sagði fátt. —
Daginn eftir að eg kom út-
eftir, sást það, um morguninn
frá Hellulandi, að Skagafjörður
var aftur að fyllast af ís. Var
þá ísbreiðan komin inn undir
Drangey og náði alveg yfir
fjörðinn. Þegar út á ísinn kom,
sá eg, að Jón í Nesi hafði byssu
sína með sér. Sagði hann mér
að hann hafði séð seli liggja
á ísskörinni, en frá vökunum,
þar sem við vorum, var spöl-
korn þangað. Kvaðst hann æfla
að ganga þangað og mætti eg
koma með sér ef eg vildi. Jú,
eg var nú ekki á móti því.
Brátt fundum við að ísinn fór
að verða varasamur. Gekk Jón
á undan og fór mjög varlega.
Var hann þó. dálítið „hýr“, og
hafði brennivínsflösku í vasan-
um. Var honum sérstaklega um-
hugað um mig og bannaði mér
að ganga nema í spor sín. Vakir
sáum við á milli jaka, gutlaþi
sjórinn þar, golgrænn, djúpt
niðri. — Selina sáum við hrátt.
Voru þeir tveir, stórir selir og
lágu á flötum jaka í ísröndinni
við auða sjóinn. Gætti nú Jón
þess að fara þar, sem háan jaka
bar á milli okkar og selanna.
Fleiri seli sáum við þar, fram
með ísröndinni. —- Isinn gisn-
aði, eftir því sem nær dró auða
sjónum, og fór að verða mjög
hættulegur. Jón setlist niður, lét
hvellhettu á púðurpinna byss-
unnar og liamphnoða á milli
pinnans og bógsins; hinn gætni
og þaulvani veiðimaður gleymdi
engri varfærni. Svo þokuðumst
við fram ísinn, að stóra jakan-
um, sem við vissum að var rétt
hjá selunum. Þegar þangað
var komið var ísinn lítið eitt
farinn að hreyfast undir okkur,
var ekki frosinn saman. Gægð-
ist nú Jón upp fyrir jakann,
með byssuna spennta. „Guð al-
máttugur, það er ekki til nokk-
urs hlutar“, sagði hann. „Líttu
á, drengur.“ Eg gægðist þá líka
upp fyrir. Flati jakinn var ekki
nema svo sem 10 metra frá okk-
ur og þar lágu selirnir og virt-
ust ekki taka eftir neinni liættu.
Tveir stórir, gráir landselir. En
á milli þeirra og okkar var smá
ísliröngl, sem sjórinn lyfti með
hverri smábáru í norðangjóst-
inum. Það var ekkert viðlit að
ná í sel, úti á jakanum, þótt
hann væri drepinn. „Guð al-
máttugur í himins-himninum“,
(það var orktæki hans), sagði
Jón, „að sjá skepnu-kvikindið
liggja þarna í drápsfæri og geta
É^ekki náð í það.“ Mér sýndist
hann skjálfa af veiðihuga og
svitinn spratt út á enni hans.
„Kannske jakann reki upp að
seinna í dag“, hvíslaði eg skjálf-
andi af spenningi og veiði-
græðgi. „Nei, nei“, sagði Jón,
„farðu upp á jakann og styggðu
skepnurnar, áður en eg skýt.“
Eg fór upp á jakann og selirnir
létu þá ekki á sér standa að
steypa sér í sjóinn. — Svo fór
um þá veiðiferð. —
Síðar um daginn fylltist
fjörðurinn af hafís, voru aðeins
smávakir á stöku stað.
Fimmta daginn, sem eg var á
ísnum, kom maður, skyndilega,
hlaupandi af landi út á veiði-
stöðvarnar, og sagði, að ísinn
væri að brotna frá landinu,
komin stór völc innst við fjarð-
arbotninn. Var þó norðanátt all-
snörp, og kafald, en það er
kunnugra en frá þurfi að segja,
að straumar bera stundum haf-
ís á móti vindi, ótrúlega hart.
Varð nú uppi fótur og fit að
draga upp færin og flýttu allir
sér i land, var aðeins lifrar-
stampurinn fluttur og veiði-
áhöld, en hákarlsskrokkar
nokkrir skildir eftir. — Ekkert
varð þó úr þessu ísreki, enda
var það minna en orð var á gert
í fyrstu; seig ísinn að landi aft-
ur og var landfastur lengi eftir
það.
Eg var nú búinn að fá nóg
af hálcarlaveiðinni í bráð, enda
hákarl nú orðinn tregari. —
Sölvi þurfti og að fara heim,
til annarra verka. Við kvöddum
því félaga okkar og fólldð á
Hellulandi, með þökk fyrir
skemmtilega, en erfiða samveru
og gengum heim í sótsvartri
norðanhríð og hörkufrosti.
Drangey.