Vísir - 22.12.1944, Qupperneq 20
4
20
fylgzt með fæðingu Jesú og um-
búnaði lians i jötunni á Betli-
hemsvöllum.
Þegar lestri og söng var lokið
og hver hafði óskað öðrum
gleðilegra jóla í saklausri ein-
feldni og trú, voru jólagjafirn-
ar bornar inn, nýir skór og
stórt jólakerti. Hvílík dýrð var
ekki að eiga kertið sitt sjálfur!
Og hvílíkur munur var ekki að
sjá gömlu baðstofuna alla upp-
ljómaða af ljósum!
Þegar búið var að úthluta
kertunum og skónum, kom Jón*
bróðir minn úr haustvertiðinm.
Breyttist það í nýjan jólafögn-
uð, að sjá hann koma fannbar-
inn inn í baðstofuna, eftir 12
stunda hvíldarlitla göngu frá
Heiðarbæ í Þingvallasveit. Hví-
likur fögnuður að fá hann heim,
sem einann vantaði í hópinn, og
það i þessu veðri! Nú fyrst var
jólagleðin fullkomin.
Ekki máttum við spila á að-
fangadagskvöldið, en í allskon-
ar leiki máttum við fara. Jafn-
vel máttum við taka hljóðfærið
okkar og spila á það, blessaða
v greiðuna; það mátti svo sem
skemmta sér við hana og
skoppa eftir hljóðfallinu í henni,
þegar spilað var á hana af list.
Það þurfti svo sem ekki að vera
neitt dauft kvöldið það, sem
hún fékk að vera í gangi af
krafti.
Snemma vöknuðum við ung-
lingarnir á jóladagsmorguninn
við það, að okkur var fært kaff-
ið og kúfaðir diskar af lumm-
um og vöflum í rúmið. — Þá
var strax á eftir sungið og les-
ið, áður en farið var út til að
gegna skepnunum. Eg eignaði
mér hest, sem hét Hegri. Hon-
um mátti eg til með að gefa
svolítinn aukabita á afmælis-
daginn minn; hann var svo þæg-
ur og góður, og mér þótti svo
ósköp vænt um hann. Þá flýttu
yngri drengirnir sér einnig á
fætur til að gefa sínu fé: horn-
um, leggjum og kjálkum. Það
stóð lika heima, að þegar þessu
var lokið, voru askarnir bornir
inn með hnausþykkum rúsínu-
graut úr tómri mjólk, og gríðar-
stór kaka og kæfa með. Já, nú
gat maður þá farið að borga
spilaskuldina við Simba, og
það vel úti látið. Kallaði eg nú
á hann afsíðis með askinn minn,
— því síður vildum við láta aðra
sjá þessi skuldaskipti, — og
kvaðst nú geta borgað vel. En
þegar eg ætlaði að fara að byrja/
þvertók hann fyrir að taka neitt
af mér og sagðist vera sjálfur
svo ríkur; svo mætti aldrei
* Jón lifði aðeins þessi síðustu
jól. Dó haustið 1889.
JÓLABLAÐ VlSIS
Nmáþættir.
Furidnir peningar.
„Eyrarb.,16. marz 1890: Bóndi
einn hér á Eyrarbakka, Vigfús
Halldórsson i Simbakoti, ætlaði
í gær að rífa sundur til elds-
neytis gamia kistu, er hann átti.
Hann byrjaði á þeim enda kist-
unnar, sem handraðinn var í,
og þá varð hann þess var, að
nokkrir peningar hrundu úr
leynihólfi, sem var innan á
kistugaflinum undir handrað-
anum. Þegar hann fór að að-
gæta þetta betur, fann hann þar
peningapoka með 79 spesíum
42 ríkisdölum einum fírskild-
ing og einum túskilding. Leyni-
hólf þetta var fyrir öllum gafli
kistunnar, frá handraða niður
að botni og út til beggja hliða.
Peningunum var raðað í pok-
ann þannig, að þrír og þrír
voru hver við hliðina á öðrum.
Pokinn var úr lérefti og var
saumaður i gegn milli hverra
raða, svo eklci gat hringlað neitt
í þeim. Hann fyllti einnig mátu-
lega út í allt hólfið. 27 spesí-
urnar voru frá rikisstjórnarár-
um Kristjáns 7.; 48 frá ríkis-
stjórnarárum Friðriks 6. og
tvær frá ríkisstjórnarárum
Kristjáns 8. — Elzta spesían
hefir verið mótuð árið 1787, sú
yngsta 1840. Yngsti ríkisdalur-
inn 1842, og firskildingurinn
1836 og túskildingurinn 1654.
Allir peningarnir vógu 6 pund.
Kistu þessa keypti Vigfús í maí-
mánuði 1888, á uppboði eftir
Hjört bónda Þorkelsson á Bola-
fæti i Ytrihrepp.
verzla á' jóladaginn. Gaf hann
mér aldeilis upp alla skuldina,
hálfa köku og 30 grautarspæni;
þvilík gjöf! Svona urðu allir
góðir á jólunum.
Margir hafa áður lýst jólamat
í fyrri daga og sleppi eg því liér.
En margar vinnukonur treindu
sér jólakertið fram á góu, og
gamall maður dó hjá mér 1918,
um Jónsmessu, og átti hann þá
mikið eftir af jólaketi sínu.
Vanalega vöktu allir yfir spil-
um alla annarsdagsnótt. —
Þá voru ekki eins margar
skemmtanir og nú, nema þeir,
sem lyftu sér upp til kirkju. En
hvað um það; við eldra fólkið
höldum okkar hugljúfu endur-
minningum frá bernskuárunum
um jólin í heiðri, þegar við sát-
um við hné föður og móður og
trúðum í barnslegu sakleysi á
fæðingu Krists og velgerðir guðs
til okkar mannanna.
Gömul kona ein hér í bæn-
um, Þorlaug Árnadóttir, ættuð
af Mýrum, segir svo frá:
„Sigriður Ilafliðadóttir, Kol-
beinssonar, hefir kona heitið,
sem dáin er fyrir allmörgum ár-
um vestur á Mýrum. Hún var
vinnukona hjá síra Guðmundi
heitnum Vigfússyni, er siðar
varð prófastur, er hann flutt-
ist að austan vestur að Borg
á Mýrum. Hún giftist ári siðar
Jóni bónda Sigurðssyni frá
Hjörsey; hún var síðari kona
hans. Þau eignuðust son, er
Guðjón heitir, síðar bóndi á
Ánabrekku á Mýrum.
Faðir Sigríðar, Hafliði Kol-
beinsson, var einn i „Kambs-
málinu“ og varð að sigla fyrir
það á Brimarhólm. Honum
græddist fé erlendis, því hann
var snillingur að atgerfi, og
samhaldssamur mjög. Komu
fram eftir hann látinn 800 rík-
isdalir, sem voru á vöxtum ut-
anlands, síðan hann var þar, og
erfði Sigríður dóttir hans það
fé. Hann drukknaði á Eyrar-
bakka fyrir 40 árum. Ekki
komu fram neinir peningar eft-
ir ltann hér, og furðaði það
margan, því hann var haldinn
peningamaður. Munir hans
voru seldir á uppboði. En nokk-
uru síðar dreymir Sigriði dótt-
ur hans, að faðir liennar kem-
ur til fiennar og segir við hana:
„Peningarnir eru í gaflinum“.
Hann sagði ekki i hvaða gafli,
og þvi hafði hún ekki gagn af
draumnum. En draumurinn
styrkti grun hennar, að faðir
hennar hefði látið peninga eftir
sig, og fólgið vandlega, svo sem
hann átti lund til. Honum hafði
einhverju sinni orðið það að
orði, að utanlands, þar væru
vandgeymdir peningar. Dóttir
hans vakti einu sinni máls á
því, að hann segði sér í trpn-
aði, hvar hann geymdi peninga
sina. „Nei, ekki gjöri eg það“,
svaraði hann. „Þú átt vin og
þú segir honum, og svo á hann
vin og hann segir honum.“
Meira fékk hún ekki.
I hvaða gafli voru pening-
arnir geymdir?
Hvar annarstaðar en í kistu-
gaflinum á kistugarminum hans
Vigfúsar í Snnbakoti.
Þetta flaug Þorlaugu óðara
í hug, er hún las um
peningafundinn. Enda kem-
ur aldur peninganna allvel
heim við það, að svo gæti ver-
ið; yngsti peningurinn er frá
1842. — Þær Þórlaug og Sig-
ríður voru samtíða eftir að Sig-
ríður kom vestur, og sagði hún
lagsystur sinni sögu þessa. Voru
þær vinkonur alla tíð, eftir að
þær kynntust. Sigríður var
kona vönduð til orðs og æðis
og vel látin alla ævi.
Það var árið 1846, sem Guð-
mundur prófastur Vigfússon
flutti frá Stóra-Núpi að Borg.
Ævilok Hafliða Kolbeinssonar.
Hafliði Kolbeinsson átti, eft-
ir dómi hæstaréttar, að sitja
æfilangt í fangelsi, en fékk það-
an lausn og kom aftur út hing-
að (að mig minnir 1848) og
settist að hjá Þorleifi bróður
sínum á Háeyri á Eyrarbakka.
Hafliða var margt vel gefið;
hann var gáfumaður og góður.
læknir, og fyrir þá sök gekk
hann eigi að útivinnu í Kaup-
mannahöfn, eins og altitt var
um menn í hans stöðu á þeim
tímum, en í þess stað var hann
öllum stundum í sjúkrahúsi
þeirra. I frítimum sínum hafði
hann á 16 árum eignazt og dreg-
ið saman eittlivað um 800 rdl.
Veturinn síðasta, sem Hafliði
lifði (1848—49) bar svo til einn
morgun, að formaður einn þar
á Eyrarbakka, Magnús i Foki,
gengur í bæinn á Háeyri, spyr
Þorleif Kolbeinsson, hvort
hann geti ekki léð sér mann til
róðurs í dag, þvi að einn af há-
setum sínum sé veikur. Þorleif-
ur kveðst engan mann hafa.
1 þessu vaknar Ilafliði og seg-
ir: „Eg held það sé mátulegt að
eg konri, mig langar til að vita
hvort eg er búinn að týna ára-
laginu.“ ViðL það fer Magnús.
En Hafliði fer að klæða sig.
Meðan hann er að því, segir
hann við Þorleif bróður sinn:
„Það var kynlegur draumur,
sem mig dreymdi i nótt. Mig
dreymdi, að ég var að hlaupa
upp brimgarðinn hérna útifyrir
og þótti mér sjórinn vera svo
heitur, að hann ætlaði að brenna
mig um bringspalirnar."
Veður var gott þenna dag,
hægur á útsunnan, en milli dag-
mála og hádegis var komið svo
mikið brim við Eyrarbakka, að
ég heyrði sjávarhljóðið upp að
Hjálmholti, þar sem é'g átti
heima. I því brimi fórst Haf-
liði Iíolbeinsson og þeir allir á
skipinu með Magnúsi í Foki.