Vísir - 22.12.1944, Blaðsíða 25

Vísir - 22.12.1944, Blaðsíða 25
JÓLABLAÐ VISIS 25 látinn hita kaffi, en aðrir fóru að gæta að hestum eða húa sig til göngunnar. Og þrátt fyrir það, að veðurútlit var fremur skuggalegt, var þó von hráðar lagt af stað í gönguna. Leit er þarna liagað svo, að allir ganga i hóp á leitarmót, en það er staðurinn þar sem afrétt- ir Norðlendinga og Sunnlend- inga mætast. Er það þriggja til fjögurra stunda gangur, ef rösldega er gengið. Á leitarmót- um skiptir fjallkóngurinn leit, það er: segir hverjum manni hvar hann á að ganga, og er því alltaf hlýtt skilyrðislaust. Fyrst leggja af stað þeir, sem' lengst eiga að fara og ganga tveir og tveir saman af stað, en ætlast er til að þeir skipti sér svo síðar, eftir þvi sem þörf gerist. Eg var sendur með þeim, sem fór í vestustu göngu, og var því grátfeginn. Gangan er ein sú erfiðasta og í þessu fólst óbein- linis sú viðurkenning, að eg væri ekki álitinn amlóði. — Gangnaforingi brýndi fyrir okkur að fara gætilega, hóa okkur strax saman, ef þoku slæi yfir, og hétum við góðu um það. Lengst áttum við áð fara norð- ur í svo nefndan Krók, gilja- drög, þar sem Hrútafjarðará myndast. Þar eru djúpir skorn- ingar og oft tafsamt að eiga við kindur. Fátt var þar af fé í þetta sinn, en annað var okkur á- hyggjuefni. Við sáum að þoku tók að kemba á Sléttafell, há- lendisbungu á afrétti Miðfirð- inga. Þéttist þokan óðfluga og lagði suður heiðina. Eftir nokkra stund vorum við um- luktir hvitgrárri norðanþoku, svo að við sáum ekki nerna fáa faðma frá okkur. Við reyndum þó að fylgja eftir kindunum, sem við vorum búnir að finna, en mistum brátt af þeim út í þokuna og hugsuðum þá ekki frekar um að elta þær, enda héldum við helzt'að þær væru að norðan. Við réðum nú ráðum okkar, það er að segja: félagi minn sagði mér hvað hann æti- aðist hclzf fyrir. Það var að stefna austur á við, í þeirri von að rekast á næstu menn við okk- ur. Við hlupum við fót og hó- uðum við og við, en hættum því svo, þegar við fengum aldrei svar. Umhverfis okkur var öm- urleg heiðarvíðáttan, sem vætu- grár þokusvakkinn grúfði yfir og var ekki frítt við, að það setti að mér geig, þcgar eg hugsaði um að við yrðum að liggja úti alla nóttina. Félagi minn var allra manna fóthvatastur og fékk eg mjög að kenna á því og mæddist álcaf- lega á hlaupunum. Það sótti líka á mig þorsti, svo að eg fleygði mér niður við hvern læk og þambaði ósköpin öll af vatni. Báðum var okkur ljóst, að við vorum orðnir • áttaviltir og að það var tilviljun ein, livort við fyndum kofann..En allt í einu heyrðum við hundgá úti í þok- unni og skömmu síðar sáum við móta fyrir einhverjum dökkum þústum utan í hæðar- dragi skammt frá okkur. Þessar þústur tóku á sig mannsmynd- ir, er við komum nær og reynd- ust vera tveir af gangnamönn- unum, þó ekki þeir, scm næstir okkur áttu að vera i göngunni. Nú var haldin ráðstefna, því að auðvitað voru þeir villtir eins og við og höfðu svipaða sögu að segja af sinni för. Eg cinn lagði ekkert til málanna, lagð- ist upp við þúfu og vildi lielzt mega sem lcngst liggja kyrr. Eg var alvég gegndrepa fyrir löngu, en þó ekki mjög kalt og fannst það næstum svæfandi, að finna þegar kaldur regnúðinn straukst úm andlit mér. En von bráðar var svo lagt af stað eitthvað út i óvissuna, rölt- um bara í hægðum okkar, enda var annað ástæðulaust, þar sem eins líklegt var, að við færum í öfuga átt. Þetta réðist þó betur, því að skömmíx síðar komum við að vatni, sem þeir þóftust þekkja að væri Gíslavatn, og eftir því vorum við nokkurnveginn á réttri leið. Frá Gíslavatni er ekki nema stundargangur í Ieit- arkofann, ef farið er beint, en nú treystum við okkur ekki til þess í þokunni og tókum það ráð að fylgja vatninu og síðan læk, sem rennur úr þvi og í Hellisá. Með því móti gátum við verið vissir um að finna kof- ann, enda þótt það tæki okkur mikið lengri tíma. Degi var nú tekið að halla, byi'jað að bregða birtu og berti rigninguna með kvöldinu. Fannst mér óliugnanlegt að heyra í rökkrinu gjálpið í vatn- inu við bakkana, og rifjaðist upp fyrir mér, að þarna hefði maður drukknað endur fyrir löngu. Ekkert sá eg þó dular- fulít. Við gengum eins liratt og kraftarnir fi-amast leyfðu, eða það fannst mér að minnsta kosti, en reyndi þó að drattast áfram og fylgja hinum eftir. Eg var alltaf öðru hvoru að reka tærnar i steina, þvi að með ánni var frernur grýtt, og sárverkj- aði mig í lappirnar, hálfdofnar af kulda og þreytu. Loks sá- um við þó grilla í dauft ljós í myrkrinu. Við vorum að kom- ast heim að kofanum og hef eg ekki í annað sinn orðið fegnari húsaskjóli og hvíld. Við fórum nú að hi-essa okk- ur á mat og kaffi, fórum í þurra sokka og reyndum að vinda fötin okkai’, því að ekki Iiöfðum við nein föt til skipta. Leið mér nú eftir vonum vel, þegar eg var lagztur fyrir og búinn að breiða yfir mig gæru- skinnið rnitt. Svo var rabbað saman um ævintýri dagsins, reykt og drukkið mikið af sterku kaffi. Einhver lánaði mér pípústert og gaf mér tóbak, því að mig langaði til að reykja eins og liinir. En þetta var mér til ógæfu, því að mér vai'ð illt af þessu og gat með naumind- um skotizt út til að kasta upp,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.