Vísir - 22.12.1944, Page 32
32
JÖLABLAÐ VlSIS
unni. En þá komu Petonsall-
hjónin og gestir þeirra inn úr
dyrunum.
En nú gerðist margt í skjótri
svipan, og það fyrst, að Rudolf
tók á sprett úr fangi Perrys,
hljóp til frú Petonsall og flaðr-
aði upp um hana, kyssti hana og
át blómin á kjólnum Iiennar.
„Hann elskar yður líka,“
sagði Perry, hrærður í huga.
Frú Petonsall rak upp angist-
aróp, svo að Rudolf hrökk frá
henni og setti undir sig liausinn.
En Rusty varð honum skjótari,
því að hún velti sér að honum
Og þreif í annan afturfótinn, áð-
ur en liann gat stolckið á hús-
freyjuna. Frú Petonsall rak upp
annað angistaróp, Vogel smellti
af myndavélinni en Paolo og
Fransiska gengu aftur á balc
og ráku vagninn í jólatréð, svo
að það valt um lcoll.
Frú Petonsall var að jafnaði
ekkert lamþ að leika við, en að
þessu sinni var hún enn ægi-
legri ásýndum en venjulega,
þegar hún. litaðist um. Og auð-
vitað þurfti hún endilega að
festa skyggnurnar á Perry, sem
sízt mátti við of nákvæmri rann-
sókn.
„Ungi maður,“ tók hún til
máls, „hvað á að gera við þriðju
geitina?“
Perry hugsaði málið sem
snöggvast, en hrollur fór um
Rusty. „Hún er varaskeifa,“
sagði hann að lokum alvarlega.
„Farið burt með hana og
snautið út sjálfur,“ sagði frú
Petonsall. „Þér 'eruð drukkinn.
Og takið félaga yðar með yður.
Ef þér eruð frá blaðinu, þá mun
maðurinn minn tala við yður á
morgun........ Alian, vinnur
þetla fólk lijá blaðinu, góði
minn ?“
Allan Petonsall var góðlegur
maður, áhyggjusamlegur á
svip. „Það helcí eg, gæzkan,“
svaraði liann.
„Þú getur þá talað við þau á
morgun. Segðu þeim að fara.“
Rusty spratt upp af gólfinu
og gerði það virðulega, þótt það
væri enginn hægoarleikur.
„Þau eru víst móðguð,“ sagði
Perry við hana í liálfum hljóð-
um.
„Jæja,“ svaraði hún. „Eg er
það nefnilega líka.“ Hún gekk
til húsfreyjunnar og leit á hana
svo ægilegum svip, að Perry
liafði aldrei séð annan eins
vonzkusvip á nokkurum manni.
„Þér þarfnist hans ekki fram-
ar? Hann ’ er drukkinn og ó-
hreinn og þar að auki er hann
búinn að gera það, sem þér
liöfðuð krafizt. Hann hefir út-
vegað yður geiturnar, sem eng-
inn annar hefði getað éða viljað
- útvega yður á þessum degi.
Undanfarin fimm ár liafið þér
ijotað slarfslið blaðsins til að
'vinna allskonar skítverk fyrir
yður, svo að það er bezt að þér
sjáið svo um, að þeir, sem ráðn-
ir verða í okkar slað, verði þjón-
ar og sendisveinar. Það verður
gott fyrir yður að þurfa ekki
annað en hringja á ritstjórnina,
ef yður vantar aukaþjón eða
barnfóstru. Verið þér sælar.“
Allt datt í dúnalogn, þegar
Rusty þagnaði og Vogel notaði
tækifærið til að ná mynd af frú
Petonsall. Síðan gekk Iiann til
hennar og sagði: „Nafnið er
ritað með tveim „ellum“, er
það ekld? Eg vil ekki að það
verði prentvilla í klausunni, sem
á að vera undir myndinni.“
„Æ, komið þið strákar,“
sagði Rusty. Þau gengu til dyra
en Allan Petonsall geklc á eftir
þeim og kallaði á Rusty. Hún
lejt um öxl i dyrunum og lok-
aði síðan á eftir sér.
Þegar þau voru komin út á
götuna sagði Rusty við Vogel,
að liann skylcli fara heim og
koma sér í þurr föl og líta svo
upp til hennar á éftir.
- „Má eg koma líka, Rusty?“
sagði Perry í bænarrómi.
Hún hikaði andartak en sagði
svo: „Jæja, mér er sama,
Perry.“
Þau stigu upp i bilinn með
Rudolfi og óku til byggingar-
innar, þar sem Rusty leigði.
Dyravörðurinn stöðvaði þau:
„Það er bannað að fara með
geitina upp.“
„Hvers vegna?“ spurði Perry.
„Hún er húsdýr.“
,J{emur ekki málinu við,“
svaraði dyravörðurinn.
Perry rak Rudolf aftur upp
i bílinn og sagði: „Farðu upp,
Rusty, meðan eg losa mig við
hann.“ Stúlkan leit á hann og
sté upp í bilinn við hlið hans.
Þegar þau voru búin að aka
drjúgan spöl stöðvaði Perry
bílinn og hleypti Rudolf út. Svo
ók hann af stað aftur, en bíllinn
var varla farinn að mjakast á-
fram, þegar Perry heyrði lög-
regluþjón blása ákaflega í
flautu sína. Perry stöðvaði þil-
inn þegar og lögregluþjónninn
gekk til lians. „Heyrðu, frændi,“
sagði lögregluþjónnimt. „Þú ert
nú ekki alveg lcominn upp i
sveit. Taktu gripinn með'þér
eða eg set þig inn.“
Perry opnaði hurðina og Ru-
dolf stökk inn í bílinn. Hann
var farinn að kunna vel við sig
í bílnum. „Þetta mátti nú kall-
ast þjóðráð hjá þér,“ sagði
Rusty.
„Eg dey nú ekki ráðalaus,“
svaraði Perry, stöðvaði bílinn
fyrir utan veilingastofu og gekk
inn. Rusty leit spyrjandi á
hann, þegar hann kom út aftur.
„Eg hringdi til dýragarðsins,“
sagði hann.
„Nú, hvaða svar fekkstu?“
„Þar var til nóg af geitum.
Eg hringdi lilca til fiskasafns-
ins.“
„Hvers vegna i ósköpunum
varstu að þvi?“
„Eg veit það ekki. Eg hélt, að
það mundi ef til vill gera und-
antekningu, af því að það er að-
fangadagskvöld.“
„Jæja, livert skal nú lialda?“
spurði Rusty.
Perry yppti öxlum. „Aftur til
Brooklyn. Þaðan komum við.
Billinn þinn er þar.“ Þau óku
þögul af stað og Rusty hallaði
sér upp að öxlinni á Perry. Það
var hætt að snjóa og þegar þau
komu að götu, þar sem engin
byggð var öðrurn megin, stöðv-
aði Perry bílinn. Hann sté út
og tók Rudolf með sér. Hann
batt hafurinn við staur, sem
stóð við gangstéttina, þar sem
engin hús voru, hraðaði sér síð-
an aftur til bílsins og ók á brott.
En skammt frá urðu þau að
nema staðar vegna umferðar-
ljóss og þá heyrðu þau Rudolf
jarma hált. Perry bölvaði, snéri
bílnum við og ók aflur til geit-
arinnar. Þau fóru bæði út úr
bilnum og Rudolf kyssti Perry
ákaflega.
„Hann elskar mig,“ sagði
Perry.
Þau óku enn af stað, en svo
sagði Rusty: „Mér er kalt, við
skulum fá okkur kaffisopa.“
Á næsta götuhorni var kaffi-
stofa og þau fóru þar inn með
geitina á hælunum. Afgreiðslu-
maðurinn var einn í stofunni
og hann sagði: „Það er bannað
að koma með geitur hingað
inn.“
„Nei, það er ekki bannað,“
svaraði Perry. „Ijað er aðfanga-
dagskvöld!“
Perry bað um kaffi og klein-
ur fyrir tvo og kex lianda hafr-
inum. Þegar afgreiðslumaður-
inn ætlaði að laka pappann ut-
an af kexinu, bað Perry hann
að leyfa hafrinum að liafa
ánægjuna af þvl.
Þau dýfðu kleinunum ofan i
sjóðandi kaffið, en Rudolf ætl-
aði alveg að ærast af gleði, þeg-
ar haun vár kominn í gegnum
umbúðirnar að kexinu.
Perry andvarpaði og sagði:
„Nú er líf okkar i rauninni á
enda, Rusty. Við getum aldrei
hitt neinn vina okkar aftur, því
að við verðum að ráfa um með
Rudolf á hælunum, þangað til
við verðum ellidauð.“ Rusty
leit á lvann yfir kaffihollann.
„Ertu voðalcga óhamingju-
söm, elskan?“ spurði hann.
Hún hristi höfuðið. „Nei,
Perry, því að eg liefi aldrei lifað
eins skemmtilegt aðfangadags-
kvöld og þetta. Eg var reið, af
því að þú tókst mig ekki með
strax.“
„Það er hundalíf að vera
blaðamaður, en maður tekuí-
ástfóstri við starfið,“ sagði Perry
„En nú erum við ekki blaða-
menn lengur, Rusty."
Hún leit á hann og var und-
arleg á svipinn. „Eg held nú
samt, að við séum ekki atvinnu-
laus. Manstu þegar við vorum
að fara út frá Pelonsall-hjónun-
um og hann kallaði á mig?“
„Já.“
„Hann drap tittlinga framan
í mig.“
Perry hló og var strax kom-
inn í bezta skap aftur.
„En veiztu það, Perry, að þið
Vogel eigið aukagreiðslu lijá
gjalclkeranum fyrir fréttina og
myndirnar af sprengingunni við
höfnina, slysið þegar kona eins
öldurmanns borgarinnar beið
bana i árekstri og Progauer-
morðið.“
„Æ—ó!“ stundi Perry og
greip um höfuðið. „Eg hlýt að
hafa drukkið einliverja ólyfjan.
Eg skil ekki orð af þvi, sem þú
segir.“
„Vogel hringdi á ritstjórnina
um ldukkan sex og sagði, að ef
einhver færi á tilteldnn stað, og
leitaði þar bak við girðingu, jxi
mundi það ekki verða nein
fýluför. Nú, maður var strax
sendur og á polcanum með lík-
inu voru sex ljósmyndaplötur
ásamt skýringu á þeim, sem
Vogel hafði hripað niður. Þessar
myndir eru allar á fjrrstu síðu.
Vogel skrifaði lika á miðann,
hvert þið munduð að lilcindum
fara.“
„Jæja, liann hafði það þá
svona,“ sagði Perry. „Það segi
eg satt, að eg gerði það sem eg
gat til að gera hann að góðum
þjóni, en eg býst við því, að
liann sé blaðamaður inn við
beinið.“
Útihurð kaffistofunnar var
lokið upp og inn kom lítill
drengur, sóðalegur til fara.
Hann var sendur eftir kaffi,
sagði hann, og starði á Rudolf,
sem var nú búinn með krásirn-
ar, svo að hann gekk til drengs-
ins og snuðraði að lionum.
Rusty kom allt í einu ráð í
hug. „Snáði lilli,“ sagði hún,
„langar þig til að fá geit í jóla-
gjöf?“
Drengurinn rak upp stór
augu og gat varla- stunið þvi
upp, að hann langaði í ekkert
frekar.
„Gleðileg jól, litli minn. Þú
mátt eiga hafurinn þann arna.“
Rusty og Perry horfðu á eftir
þeim úl um dyrnar. Rudolf leit
ekki á þau, er hann gekk út.
„Þetta var nú allur galdur-
inn,“ sagði Rusty.
Perry tólc liana í faðm sér
og kyssti hana: „Jólin eru kom-
in, Rusty,“ sagði hann. „Við
getum farið heim.“
Um jjlin minnast vandamenn hinna föllnu og gröfum þeirra er
við haldið af þjóðum þeirra. Þessi grafreitur er i Frakklandi.
*