Vísir - 24.12.1956, Page 11

Vísir - 24.12.1956, Page 11
JÓLABLAÐ VÍSIS II Victoria, B. C. Canada, 13. febrúar 1946. Vinur minn! Alúð þín sannfærði mig um, að eg mætti og gæti ávarpað þig svona. Oft hef eg hugsað til þín og um þig — oít hefur skotið upp endurminningunni um kunn- ingsskap okkar og umgeng'ni þessa stuttu viku í Halifax. Húr. varð mér bæði skemmtileg og ábatasöm. Eg þykist þar, hafa kynnzt mætum manni þjóðar minnar. og fræðst af honum um hagi hennar. Vísurnar, kvæðin og blaðagreinarnar, sem þú lofaðir mér að heyra urðu mér andlegur elexír, fagn- aðarrik andleg nautn. Að ó- gleymdum skoðunarblæ þínum yfirleitt. Eg er þess viss, að hefði eg átt .kost á nógu langri umgengni við þig, þá hefði hald mitt á íslenzkri tungu orðið að yaldi. í ,þessu sam- bandi verð eg þó að geta þess, að' aðstaða mín til þess að hafa full not af §líkum óvæntum samfundum sem okkar, er ekki sem bezt; nefniléga upplýsing- arlaus á uppvaxtarárunum, at- vinnuleit og atvinnusókn full- orðinsáranna og svo nú hinn hái aldur — allt þetta stendur mér nú í-y.egier pg hyggst nerna ný fræði. verða mér úti úm aukinn skilning( efla þroska minn. ■. Fagnar hverjum n.vjum degi. : Um, mig er það annars í stuttu máli að segja, að eg nýt sömu ágætis heilsu, vakna á hvcrjum morgni glaður og fagn- andi með broshrukkur á and- Jitinu og tek hverjum degi sem náðargjöf. í mörg ár — síðan eg hafði , síðasta holskurð — hef eg ekki fengið minnstu að- kenningu 'af krankleika. Af hinni fyrirhuguðu nær 4000 míl.na j árnbr autarf erð Bents sonar míhs frá Halifax til Royal Roads, 8 mílur frá Vicíoria, er það að segja, að hann lagði af stað frá Halifax kl. 2 e. h. þann 19. des. Eg veifaði hendi til hans, þegar lestin fór. Hann ællaði að koma við í höfuðstáðnum^ Ottawa, t'il að sitjá á ráðstefnum og finna menn að máli, og líka til að sjá Samúel, yngsta bróður sinn, sém' vinnur í s.ióniælingadeild ílotans. Þaðan fór Bent áleiðis til Toronto, en skrapp út af leio sinni rúmar 100 mílur til Lon- don, Ontario, þar sem Christian bróðir hans býr, cg sat hjá þeim lijónum jólin í tvo daga, hélt því ' næst ferðinni áfram til Var.couver og stóð þar við daglangt hjá bróður 'sinum Gústav o.g konu hans og kom til Royal Roads þann 4. janúar. Og þá kem eg að minni eigin langferð, sem.eg sagði þér frá að stæði fyrir. dyrum, hinni hér um bil 7000 mílna löngu sjóferð frá Halifax gegnum Panama- skurðinn til Esquimalt (fra'm- ber: Eskvæmolt, áherzla á æ- inú). Nú langar mig að segja þér frá henni. Allir skipvcrjar sem bræður. Fyrst þetta í stuttu nráli: Ferðin varð öll hin farsælasta og reyndist m.ér eitt af hinum skemmtilegustu, gleðriríkustu atriðum lífs míns(;því bæði var veður hagstætt og öll áhöfn skipsins, 96 menn, reyndust mér eins og bræður, frá kafteip- inum til hins yngsta liðsnianns og háseta. Annað skip, íreigátan H.M.C.S. Antigonish (áherzla á síðasta hljóðstaf) átti að sigla með olckur og ráða ferðinni. Það lagði út frá Haiifax ,þapn 18. desember og ,fór tjl bayqrins Shelbourne 150 míiur suður með strönd Nova Scotia til þess áð taka þar slatta af fallbyssu- kúlum, sem það átti að flevgja í sjóinn Úti á hafi. ,Þær höfðu verið í geynislu of lengi og var ekki. lengur treystandi. Okkar skip, H.M.C.S. Beacon Hill, átti að fara þangað líka i sömu erindumpg sigla frá Hali- fax þann 19. des. kl. 10 e. h. Frá Shelbourne mundu bæði skipin leggja til hafs sanitímis og Antigonish verða Iciðsögu- skip fararinnar syo sem fyrr segir. Áður .en það fór í'rá Hali- fax hafði Bent komið bíl smurn með þrem kistum í fyrir á aft- asta byssudekki þess. Kafteinn- inn lét sig ekki muna um það, flutti þetta orðalaust til Esqui- malt. Farifi iim borð í Bcacan Hill. Þegar eg kom heim í íbúð mína eftir að hafa fylgt Bent úr hlaði, fékk eg símskeyti úr herskipahöfninni og var mér tjáð, að eg ætti að mæta á’ vissri skrifstofu klukkan hálfsj.ö, hafnarsnekkjá yrði send þang- að til þess að flytja mig um borð í Beacon Hill, sem lægi fyrir akkerum úti á höfninni. Eg týgjaði rnig og varð nú stundvísari en. þegar eg var að tölta ýi'ir á Glendále Hotel að sjá þig, enda niætti eg á til- teknum tíma: Þegar við ko'rn- urn út að Beacon Hill hafði það þegar létt akk.erum og var að síga frá legunni, en ósköp hæg't, svo við lögðum að síðunni og kaðli var fleyg't yfir. Eg stc upp á borðstokk bátsins eða snekkjunnar og náði haldi á einhverju á skipinu. en tveir af yfirmönnum þess gripu sinn í hvora öxl á mér og sveifluðu mér innbyrðis svo eg kom standandi niður á þilfarið, síð- fótki an leiddu þeir mig til verelsis míns, sem var um leið svefn- klefi eins af yfirmönnunum; En skipið ætlaði til að byrja með aðeins að fara innar á höfnina til þess að taka þar um borð eitthvað af skotfærum, sem átti að fleygja í sjóinn. Loks þegar áætluð brottfararstund rann upp, klukkan 10 um kvöldið, þá var komið svoddan svartviðri og snjókoma að eklti sást skips- lengd frá sér. Afréð þá kaf- teinninn að.doka við til mcrg- : uns. ! Látið í haf. 1 Klukkan hálfníu næsta morgun léttum við grunnfærum óg héldum út úr höfninni í allgóðu veðri. Loft var skýjað pg nokkur alda. Komum ;til Shelbourne um klukkan 5 síð- degis. Þar héldum yið kyrru fyrir í.þrjú dægur, tvær nætur og einn dag. Þar var :fremur vetrarlegt umhorfs, tíu til tólf þumlunga snjór á .bryggjunum, víða djúpir skaflar og snjó- dyngjur. Frost þó ekki mikið, um 11 st. Fahrenheit. Eg nennti ekki að.eiga í bví að ganga fulla mílu vegar til bæjarins, þótt ég þekkti fáeinar manneskjur þar, því ég hafði dvalið þar þriggja vikna tíma síðastliðið sumar, lét mér nægja að troða ,lítið eitt um rétt til að reyna hvað illt það væri, ekki af því ég ætlaði að fara langt. Klukkan 8.30 f.h. þann 22. desember tóku skipsmenn inn feslar og skipin tvö, Antigonish, forustuskipið, sem alténd var á undan, og Beacon Hill lögðu á stað og tóku afstöðu sína, Beacon Hill um 1100 metra á eftir hinu. Beacon Hill var byggt að öllu leyti í Esquimalt og gefið nafn eftir aðal skemmtigarði Victoriu-borgar. Það átti upphaflega að heita Vietoria, en þá kom í ljós, að einn af tundurspillum Canada heitir því nafni. Kuldadropar á nefinu. Ég hafðist við uppi á stjórn- brúnni þrátt fyrir ltuldann, sem mér fannst — ef ekki bitur, þá samt illur. Ég var svo búinn, að ég var í góðum ullarsokk- um og hafði yfir- eða gutta- perka skó á fótunum, var í hálfullar nærfötum og prjón- .poysu mjlli vestis og treyju, húfu á höfði, vettlinga á höndum, trefil urn háls og' í yf- irtreyju oían á kálfa, og samt hálfskalf ég og bölvaði í liljóði, og var öðru hverju að slá burt kuldadropa af nefinu. Ég stóö samt á brúnni þar til við höfð- um skriðið hægt og' seint um huliðsbraut út fjörðinn, út sundin, framhjá ljóshúsinu (vitanum) og vorum komnir svo langt til hafs, að ég gat merkt að strendur Nova Scotia voru eins og að draga sig til baka og kannski að leita skjóls í hinum allt hyljandi barr- skógum. í svefnklefa mínum var ágætt og hlýtt, svo einnig í setustqfu yfirmanna, þar sem við einnig sátum að máltíðum. Þar var allt bæði ríkmannlega og vel gjört, hitað með gufu og raf- magnsarni. Seinna sá ég að all- ir klefar og íbúðarpartar skips- ins voru gufuhitaðir. í setu- stofu okkar var líka bókasafn, sem ég skoðaði og fann í nqkkr- ar góðar bækur, sem ég las mér til uppbyggingar og skemmt- unar. Hann hlaut nafnið pabbi. Yfirmenn skipsins voru 8. og í formlegu ávarpi og umtali auðkenndir með tveggja stafa skammstöfunum, á þessa leið: C.O. — Commanding Officer •—- kafteinninn. E.O. — Executive Officer — fyrsti stýrimaður. M. O. -— Medical Officer — læknir skipsins. E.O. — Enginéer Officer —- yfirvélstjóri. R. O. — Radio Officer -t— útvarpsstjóri, loftskeytamaður. A.O. — Asdic Officer — hlustar eftir neðansjávarhljóð- um. N. O. — Navigation Officer —- siglinga- og sjóleiðameistari. S. O. — Supply Officer — yfirbryíi, sér um allar vistir o. fl. Borðstofupilturiim merkti: pentudúka þeirra með þessum. tveim stöfum og lagði þá hjá diskum þeirra jafnótt og þeir tóku sæt.i að máltíðum, en hyað átti að gera við karlinn, sem allir dekruðu við? Það kom á sínum tíma: DAD (pabbi) var á mínum pentudúk, eftir a'8 pilturinn áttaði sig á því ,að allir kölluðu mig d a d. Veröldin er full a£ ágætisfólki. Mér var hvorki hryg'g'ð né söknuður í hjarta yfir því að yfirgefa Nova Scotia á þessum í Ameríkuför minni 1945 kynntist eg gömlum Vestur- íslendingi, Kristjáni Sivertz (Sigurgeirssyni) frá borginni Victoria í fylkinu British Col- urnbia, Kaiiada, en hann er bróðir Helga Sigurgeirssonar | gullsmiðs á ísafirði. Hann var ; íæddur á Vestfjörðum 3. des- í cmber 1864 og er því níutiu og ! tveggja ára um þessar mundir, | ef hann er enn á lífi, sem eg I hygg að hann sé. í bók minni á Laiigferðaleið- um, sem kom út 1948, fer eg nokki'u.m orðpm um Kristján Sivertz og kynni okkar, er við hittumst fáeinum sinnúm í Halifax í öndverðum desember- mánuði 1945. Þar segir svo: ,,-----! — Þessi rúmlega átt- ræði maður er svo ern að furðu | sætir. Iiann er lítill og grannur, i en bakio er enn alveg beint og I ekki verður bonum mikið fyrir ■ að hlauga smásprctt. ef hann ! er að v.erða- fullseinn að ná í; i strætisvagn. Honum fellur ekki | verk úr hendi, sjónin er skörp, j og' hann þarf lítið að styðjast við gleraugu, rithöndin er . styrk og áferðargóð. Hér eru faeinir punktar úr | lífssögu hans: Ilann yfirgaf ísland tóm- i hentur og óskólagenginn átján ára gamall og byrjaði starfs- feril sinn vestra sem kyndari á flutningaskipum á Winnipeg- vatni og Éauðá. Síðan gerðist hann póstur í Victoria á Kyrra- hafsströndinni, og þar hefur hann æ síðan átt heimiii. Hann kvæntist íslenzkri konu. Þau eignuðust sex syni, og féll hinn elzti þeirra á vígstöðvum Frakklands í fyrri heimsstyrj- öldinni. Hinir fimm lifa, og eru þeir allir menntaðir menn og göfugiy sumii' í ábyrgðar- miklum virðingarstöðum. Kristján rnissti konu sína 1942 og síðan þá hefur hann dvalið hjá sonum sínum til skiptis, lengst þó með Bent, sem nú var foringi í sjóher Kanada og hafði skyldum að gegna í Halifax um þessar mundir. Kristján hefur látið verka- lýðsmál til sín taka svo um munaiyog var oft sendur sem fulltrúi síns félags — póst- mannafélagsins. í Victoria — á þing verkalýðssamtakanna, sem haldin voru víðsvegar í Kanada. — Hann hefur enn fá- gætan áhuga fyrir flestu milli himins og jarðar og talar af mikilli o-g ljósri skynsemi um menn og málefni. Skal eg játa að hann kenndi mér meira á í'áunr dögum í amerískri stjórn- málasögu síðari ára og jafnvel heimspólitík heldur en eg hafði áður lært á mánuðum, ef ekki árum. — Það er ákaflega sjaJd- gæft að hitta einstaklinga hon- um líka. Æskan og gleðin hafa algerlega mótað svip hans og hugsunarhátt, en ellin hverg'i komið þar nærri( og jafnvel hver hreyfing hans er sem þakkargjörö og lofsöngur ti). Jífsins. Hann sagðist vera einn. af hamingjusömustu mönnum í heimi, og þakltaði það' konu sinni fyrst og fremst, svo og hinum góðu sonum, er liann hafði eignazt." Nokkrum vilcum. eftir að eg k'om heim úr ferðalaginu, féJvlc eg gríðarlangt bréf frá gamJa manninum og er meginefni þess ferðasaga hans, er liann sigldi á herskipi um 7000 mílna leið frá Halifax í Nova Scotia á austurströnd Kanada suður mcð strönd Ameríku um Pan- amaskurðinn og þaðan norður til Victoria á Kyrrahafsströnd Ivanada. Bréf Kristjáns er merliileg'- ast fyrir þá sönnu og opinsk.áu mannlýsingu( sem það geymir ■j.f sjálfum höfundinum, en aulc þess lýsir hann skemmtilega öllu því sem liann sér og heyr- ir á hinni löngu sjófer'ð. Birtist | v | það tiér orðrétt og úrfellinga- i laust. Fyrirsögnum er þó bætt i inn í. G. Dan. gilE§!i!!lilfi!I!lKigSgi!3i9!!!!Bmg!i8l§II!I!!ISIIIlB&§i8EiEgf!!!IiniiiSI!!IS!!!ll!i!!iii!El!!l!lliÍiÍiii!!!li!!!!!l:

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.