Forvitin rauð - 01.05.1976, Side 5

Forvitin rauð - 01.05.1976, Side 5
-s- £Ál\IVÍN<?(MMK? Sóknarstúlka skrifar. Við Sóknarkonur höfum þá reynslu af samfloti við ASI, að þar sé litt hlustað á okkur og allar okkar kröfur fyrir borð bornar ef við ekki gætum þeirra þess betur sjálfar. Því hefir þó ekki verið sérstaklega til að dreifa, og eru ástæður til þess margháttaðar, sumpart þasr sömu og valda deyfð og litlum slag- krafti verkalýðshreyfingarinnar almennt, en við i Sókn glimum auk þess við einn sérlega ill- skeyttan óvin, en það er hjarta- gæskan. Hún er notuð á okkur með góðum árangri i hvert sinn er við hyggjumst beita verkfallsvopninu og eru atvinnurekendur og verka- lýðsforingjar ansi vel samtaka i þvi. Eðli starfs okkar, þ.e.a.s. heilbrigðisþjónustan, er mjög viðkvæmt, við vinnum undirstöðu- störfin á sjúkrastofnunum, og þótt störf þessi séu dags daglega litils metin svo sem launin sýna best, þá er annað uppi á teningnum ef við nefnum vinnu- stöðvun á nafn. Mikil frcimför hefir orðið i félaginu siðasta árið eða svo. Fundarsókn og virkni yfirleitt hefir aukist stórlega og mikill baráttuhugur er i félagskonum. Forysta Sóknar má gæta sin að lenda ekki "á eftir" umbjóð- endum sinum, t.d. vakti það almenna óánægju, þegar ákveðið var að fresta verkfalli "óákveð- ið", þvert ofan i skoðanir fél- agsfundar tæpri viku áður. Ekki sakar að geta þess, að samn- inganefnd A.S.I. lagðist eindregið gegn því við fórmann og samninga— nefnd Sóknar, að verkfallsvopninu yrði beitt. Tiltölulega fáar af sérkröfum okkar náðust fram i þessum samn- ingum. Hitt var þó verra, að allar mikilvægustu kröfurnar voru látnar niður falla, s.s. kröfur um leiðrétt- ingu á vaktaálaginu og kröfur um taxtahækkun til jafns við félögin norðanlands. Sumar af þeim sérkröf- um, sem náðu fram að ganga, gáfu töluverða kauphækkun, en þá mjög éh. takmörkuðum hóp. Dæmi um það er krafan, sem talin var mestur'árangur að, þ.e., að greiddar 3trðu 25 min- útur á hverja vakt vegna þess, að starfsstúlkur geta yfirleitt ekki notfært sér kaffitima i raun. Hér er um nokkra upphæð að ræða, en hún nær aðeins til stúlkna, sem vinna fulla vinnu á fröktum . Mjög margar Sóknarstúlkur vinna hins vegar hluta úr degi, og þá oft fastan vinnutima. Önnur krafa, sem náðist, var að húsmæður og konur úr skyldum starfsgreinum hæfu eftirleiðis störf á 2. launaþrepi. Það er min persónulega skoðtin, að það sé i meira lagi viðsjárvert skref að fara að berjast fyrir viðurkenningu á húsmóðurstarfinu. I fyrsta lagi er það aftvirhaldssamt, þvi húsmóðurstarfið er dautt sem starf, það er orðið "hlutverk" og i æ rikara mæli einkahlutverk yfir- stéttarkellinga. I öðru lagi er það einmitt þetta hlutverk, sem er notað á okkur og veldur félagslegum Vcinþroska okkar og kemur i veg fyrir frh. bls. 8 y

x

Forvitin rauð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Forvitin rauð
https://timarit.is/publication/56

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.