Forvitin rauð - 01.05.1976, Blaðsíða 7

Forvitin rauð - 01.05.1976, Blaðsíða 7
amUBMHHU Eg er 45 ára gömul verkakona, búsett i Reykjavik. Ekkja með 5 börn. Þrjú þeirra eru sjálf farin að búa, en tvö þeirra eru enn á minu framfæri. Eg vinn sem gangastúlka á sjúkrahúsi (i ræstingu) og mánaðar- launin eru 55.231 kr. fyrir 4o stunda vinnuviku. _____________ 0 ___________________ Aður bjó ég i litlu þorpi úti á landi. Maðurinn minn var sjómaður - gerði út eigin trillubát. Við byrjuðtim búskap okkar fyrir 27 árum i tveimur leigu- herbergjum. Þar eignuðumst við 2 fyrstu börnin. Siðar lceypttim við hæð i húsi, 3 herb. og eldhús. Þar urðu börnin 5. A þessu timabili - sem og reyndar alltaf - vann maðurinn minn mikið. Eg vann lika alltaf i frystihúsinu þegar færi gafst frá barn- eignum. Þegar elsta barnið var á fermingaraldri réðumst við i að byggja. Við fluttum inn 1 ^2 ári siðar - var þá mikið ófrágengið. Við unnum öll mjög mikið i byggingunni sjálf, bæði fyrir og eftir að við fluttum inn. Tæpu ári seinna veiktist maðurinn minn alvarlega, og átti hann i þeim veikindum i l/2 þriðja ár, eða þar til hann dó árið 1968. Þegar hann veiktist seldum við bátinn og veiðar- faerin og ég byrjaði að vinna á simstöðinni i þorpinu. Ég átti fullt i fangi nueð að sjá fyrir börnunum og klára húsið, sem við i bjartsýni okkar höfðum haft 132 m2 auk bilskúrs. Fyrir tæpum 2 árum fluttist ég til Reykjavikur, þar sem börnin urðu að sækja skóla. Eg seldi húsið og keypti i staðinn 88 m2 ibúð i fjölbýlishúsi - sem var þð 2oo.ooo kr. dýrari en stóra húsið i þorpinu. Eg er enn að borga af lifeyrissjóðsláni sem ég fékk þegar ég var að klára húsið. Kaup mitt á sjúkrahúsinu hrekkur engan veginn fyrir nauðþurftum og vinn ég þvi framreiðslustörf á kvöldin og þegar ég á frihelgi á sjúkrahúsinu. Þrátt fyrir þessa aukavinnu er mjög erfitt að láta peningóina endast út mánuðinn og leggja fyrir til að borga t.d. fasteignagjöld og afborganir af áðurnefndu lifeyrissjóðsláni. Hlutir eins og fatakaup og skemmtcinir koma ekki til greina - en ég reykií Saga þessarar konu, sem sjálfsagt á sér margar hliðstæður, sýnir að ekkert getur tryggt sómasamlega afkomu ófaglærðrar konu. Þðtt hún komist i sæmileg efni með giftingu, þá hrapeir hún niður i verkalýðsstéttina við fráfall eiginmannsins. Ekki einu sinni stðrt einbýlishús getur tryggt félagslegt öryggi, ef það er á skökkum stað á landinu ofl flytja þcirf úr dreifbýli á höfuðborgarsvæðið - þá er staða konunnar sem islensks öreiga .fullkomnuð. Gr.X. KQMVrfim.. ■ I Einkenni: Heiti efnisins er Veika- kynið. Gerð þess - mjúkur, eftirgefanlegur likcimi samansettur úr H20 og undirgefni. Er 5 tveimtir fótum, með vinnusamar hendtir og fæðir af sér afkvæmi. Fraunleitt i auðvaldsþ j 6ð félaginu. II Leiðbeiningar Byrir notkun: Kona skal Fæðast lfk ömmu Gráta Eiga kjðla Og dúkkur Biða eftir að Verða stðr I brjðstahaldara Og hælaskóm Eins og mamma Æfa sig að sauma Vaska upp Og láta undan LÍta undan Vera sæt Ekki eins og strákur Ekki frek Ekki gera svona -Það er ókvenlegt Láta þetta vera -Það er hættulegt Biða eftir manni Sem er duglegur Eins og pabbi -Kann að ákveða Eins og afi -Skipuleggja Og gera við bila Eins og Geiri frændi Og giftast hontun Eignast börn og börur Og lifa heimíngjusöm Uppfrá þvi Fyrst i tveggja Svo i þriggja Alltaf að byggja Köttxir sat við stýri Keyrði út i mýri Og úti er ævintýri Þórdis Richardsdóttir

x

Forvitin rauð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Forvitin rauð
https://timarit.is/publication/56

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.