Forvitin rauð - 01.05.1976, Síða 8

Forvitin rauð - 01.05.1976, Síða 8
-s- 'frli.- Huyleiámg aVvtrxn*írj * amöbuorðuna? Eðá gleymast þær bara? Þegar svo þetta ár er liðið og manni verður litið til baka & afrek og afleiðingar kvennaárs- skrumsins, þá fær maður hláturs- kast, eins og þau gerast best á góðri Chaplinmynd, þ.e. hlátur sem nálgast grát á köflum yfir þeirri samblöndu af mótsagnakenndri og öfugsnúinni túlkun á málum kvenna, sem hefur aðallega birst i fjölmiðlum, gríndálkum blaða, grinþáttum í sjónvarpi, á þorra- blótum og i þeim aragrúa samtala og viðtala við kvenfólk af öllum toga út um allar trissur, og þetta verður smátt og smátt að afskræmingu, sem maður fær velgj af að heyra. Það á að heiðra minningu kvenna eftir allt saman. Það á að reisa þeim minnisvarða vegna fórnfýsi þeirra, umburðar- lyndis og tryggðar við fjarstadda eiginmenn á liðnum öldum. Illa upplýst kvenfélög úti á Xandi fara fram á smáfjárveitingu til að láta reisa konum minnisvarða fyrir kvenlega eiginleika sína. Hver er eiginlega orsökin fyrir þesstun skripaleik og misskilningi? Hún er ekki eingöngu framtaksleysi og viljaleysi kvenna að kenna. Hið sérislenska afturhald sem alls staðar dafnar drepur niður alla áræðni og frumleika þeirra sem hafa þá eiginleika og stöðnunin segir til sin. Það verður hefð að beygja sig fyrir hefðum. Ekkert má haggast, þvi þá fer skriðan af stað. Við þurfum engin sér-ár til að ná einhverju marki heldur sifellda baráttu fyrst gegn sjálfum okkur og rótgrónum fordómum og þvi næst gegn öðru og öðrum sem reyna að koma i veg fyrir að fólk hugsi og finni kjarnann í hverju þvi sem ranglátt er og til óheillinda fyrir þá sem minna mega sin. Hlin Agnarsdóttir. .‘‘Samnfnqamir: að við metum störf okkar að verðleikum. Sérlega er svona krafa varhugaverð á tima þegar auðvaldið upphefur sönginn um ágæti húsmóðurhlutverksins, þvi nú er nefnilega veislunni lokið, timburmennirnir komnir og þar með timabært að senda vara- vinnuaflið heim. Okkur hefði verið nær að krefjast heildarlag- færingar á launaþrepunum, það kerfi er mjög fáránlegt, t.d. tekur það starfsstúlku fimm ár að ná fullum starfsaldrií Þætti það viða i frásögur fær- andi, ef einhver væri i raun og veru i fimm ár að læra að skúra gólf og skeina gamalmenni, svo lag væri á. Hitt efa ég ekki, að atvinnurekendum vorum myndi ekki duga timinní Jákvæður árangur að samningum þessum loknum er að minu mati helstur aukinn baráttuvilji og -reynsla. En við skulum minnast þess, að slikur ávinningur er ekki til þess að hreykja sér af á tyllidögum, heldur til að nota hversdags . Eflum baráttu okkar og gerum hana markvissarií Sigrún Huld Þorgrimsdóttir, starfsstúlka rópavogshæli.

x

Forvitin rauð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Forvitin rauð
https://timarit.is/publication/56

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.