Forvitin rauð - 01.12.1976, Blaðsíða 3

Forvitin rauð - 01.12.1976, Blaðsíða 3
_______________3______________ D þing roudsokko jafnréttisbarátta —stéttabarátta Jafnrlttisbaráttan er óaðskiljanlegur þáttur stéttabaráttunnar fyrir nýju samfélagi þar sem arðrán og hverskonar kúgun verður afnvimin og Qöfnuður ríkir, Pullkomnu jafnrétti verður ekki komið á í þessu samfélagi. Kúgun kvenna er efnahagslegs og kynferðislegs eðlis. Hún er liður í því misrétti sem þjððfélagsskipan okkar hyggist á.. Félagslegar og efnahagslegar aðstæður kvenna gera þeim ekki kleift að stajida jafnfætis körlum. Undirrðt þessa er það hlut- verk sem konur hafa gegnt og gegna í fjölskyld- unni. 1 atvinnulífi, félagsstarfi og uppeldismálum er gert ráð fyrir að a hverju heimili sé kona til að sjá um hverskonar þjðnustu við heimilis- menn. Börn eru enn alin upp til að líta á heim' ilið sem aðal starfsvettvang kvenna þðtt fjöl- margar konur sjái einar fyrir sér og hörnum sínum og tæp 60$ giftra kvenna vinni utan heim- ilis (1974). Opinber þjðnusta við heimilin hefur ekki vaxið í samræmi við aukna atvinnu- . þátttöku kvenna. Dagvistunarstofnanir eru for- réttindi örfárra barna. Tvísetnir skðlar án mötuneyta hyggja á því, að alltaf sé einhver heima til að annast hörnin. Þar við bætist að skðlinn á mikinn þátt í að viðhalda úreltum hugmyndum um hlutverkaskiptingu kynjanna. Starfsmenntun kvenna er minni og fáhreyttari en karla. Þær eru stærsti láglaunahðpurinn og atvinnuöryggi heirra minna. Þær eru kallaðar út á uppgangstímum, en sendar heim, þegar sam- dráttur verður á atvinnumarkaðinum. Þar við hætist að sektarkennd og heimilisskyldur vegna harna valda því að konur geta ekki einheitt sér í starfi. Tvöfalt vinnuálag sem margar konur húa við ásamt gömlum fordðmum um eðli og hlutverk kvenna valda því, að þær taka litinn þátt í félags- og sjornmálum. Móðurhlutverkið er notað gegn þeim hæði með- an á barnshurði stendur an á barnsburði og meðgöngu stendur og eins seinna þegar samfelagið ser ekki jun að veita börnum athvarf meðan þeir fullorðnu vinna. Samfélagið sinnir ekki þeirri skyldu að fræða fðlk um kynferðismál og alið er á tvískinnungi í þessum efnum. Vanþekking veldur oft ótíma- hærri þungun og konur njóta ekki þeirra grund- vallarréttinda að ráða sjálfar hvort og hvenær þær ala hörn. Rauðsokkahreyfingin lltur á það sem hlutverk sitts - að herjast fyrir nýju samfélagi jafnréttis og frelsis, - að berjast gegn kúgun og hverskonar árásum á alþýðu, - að stsrfa með verkalýðshreyfingunni og öðrum að sameiginlegum markmiðum, - að berjast gegn þvl að fólki sé mismunað vegna kynferðis síns, - að efla sjálfsvitund, félagsþroska og haráttu vilja kvenna, - að styijja baráttu kvenna um allan heim gegn kúgun og afturhaldi, - að berjast fyrlr aukinni samneyslu. Rauðsokkahreyfingin herst fyrir fullkomnu jafn- rétti kynjanna á öllum sviðum þjððfélagsins. Hún setur fram skýrar kröfur um ráðstafanir sem stuðla að jafnrétti ‘og stefnir að fjöldabaráttu fyrir þeim. Baráttumál Rauðsokkahreyfingarinnar eru: - Lífvænleg laun fyrir átta stunda vinnudag - - Full atvinna fyrir alla - - átvinnuöryggi fyrir alla - - Jöfn laun fyrir ssunhærilega vinnu - - Sami réttur til allrar vinnu - - Jafnrétti til náms - - Samfelldur vinnudagur og mötuneyti 1 skðlum - - Góðar og ðkeypis dagvistunar fyrir öll börn - ■- Sex mánaða fæðingarorlof fyrir alla - - Kynferðisfræðsla I skðlum - - ökeypis getnaðarvarnir - - Frjálsar fðstureyðingar - - skipulag - 1. Rauðsokkahreyfingin er opin öllum sem sam- þykkja grundvöll hehnar. Hún er ðháð sjðrn- málahreyfingum og öðrum samtökum. 2. Rauðsokkahreyfingin starfar í sjálfstæðum hðpum að verkefnum og velur hver starfandi hðpur sér tengil sem er talsmaður hans gagn- vart miðstöð og öðrum hðpum. Fjðrir fastir starfshðpar eru starfandi allt arið þ.e. hlaðhópur, húshðpur, dreyfbýlishópur, og verkalýðsmálahðpur. Öllum starfandi hðpum er gert skylt að skila skýrslu reglulega af starfi sínu. 3. Fastir fundir eru haldnir ársfjðrðungslega. Æðsta vald hreyfingarinnar er þing og árs- fjðrðungsfundurinn í mars sem hafa ákvörð- unarvald í mikilvægum málum. Boða skal til þings og marsfundar með 14 daga fyrirvara. Tillögur um hreytingar á stefnuskrá eða lög- um þurfa að hafa borist viku fyrir fund. Geta þarf f auglýsingu ef fram hafa komið slíkar tillögur. Félagsfundir verða haldnir um öll stærri mál er upp koma og að röls^ studdri kröfu félaga. Tenglar astamt mið- stöð hafa ákvörðunarvald í málum sem ekki

x

Forvitin rauð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Forvitin rauð
https://timarit.is/publication/56

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.