Forvitin rauð - 01.12.1976, Blaðsíða 9
9
- gumar óspart af öllum þeim konum sem
hann "nær í" eða "neglir"
- lifir í þeirri trú að allar konur
dreymi um hann einan og etur konum saman
- finnst hann vera maður með mönnum
þegar "konan" er ófrísk eða þegar hann
hefur "barnað" hana eins og hann segir
sj álfur
- segir "Haltu þér saman, þú hefur
ekkert vit á þessu" við konu sína þegar
hún segir sitt álit
- meðhöndlar konu sína eða vinkonu eins
og hjálparvana barn, talar t.d. niður
til hennar, skýrir eitthvað fyrir henni
með umburðarlyndi í svipnum, brosir föð-
urlega að því sem hún tekur sér fyrir
hendur og finnst hún vera kjánaleg,
barnaleg og grunnhyggin
- skammast í sífellu út af því hve lítið
konan leggur af mörkum til heimilis-
haldsins en metur einskis starf hennar
við að gæta bús og barna
- telur að konan geti ekki - frekar en
svo margt annað - ekið bíl og sest því
alltaf sjálfur undir stýri fjölskyldu-
bílsins nema þegar hann er drukkinn
- talar alltaf í fyrstu persónu eintölu
þegar hann á við sig og konu sína eða
fjölskylduna
- ákveður hverju fjölskyldan hefur efni
á og hverju ekki
- "hatar " að fara í verslanir, veit því
ekki hvað neitt kostar og lætur konuna
um að gera öll dagleg innkaup
- vill helst að konan hans sé inni á
heimilinu og segir henni að hætta að
láta sig dreyma um vinnu utan heimilis-
ins
- skammtar konu sinni matarpeninga að
eigin geðþótta og rífst í hvert skipti
sem þeir eru búnir
- neitar að taka þátt í húshaldi og
barnaumönnum þótt konan vinni einnig
úti
- heldur því fram að konur séu líffræði-
lega betur skapaðar til húsverka
- kemur sér hjá húsverkum með því að
segjast "ekki kunna þetta"
- segir konunni sinni hversu heppin og
ánægð hún sé og gengur út frá því sem
vísu að hún sé á sama máli
- finnst "kellingin" vera móðursjúk
þegar hún er óánægð með þrælshlutverk
sitt
- getur auðveldlega haldið framhjá
konunni sinni en verður óður af afbrýðis-
semi ef hún reynir eitthvað í þá veru
- á leynilega ástkonu og finnst hann
vera lukkunnar pamfíll að lifa tvöföldu
lífi því það styrkir vitund hans sem
karlmaður
- beitir konur valdi eða hótar því ef
þær láta ekki að vilja hans
- getur því aðeins komið sér áfram í
lífinu að hann hafi kvenþræl sem annast
allar nauðþurftir hans
- lætur konu sína vinna kauplaust fyrir
sig og eignar sjálfum sér heiðurinn af
uppskerunni
- aflar sér menntunar á kostnað sam-
býliskonu sinnar sem heldur honum uppi
með ófaglærðri vinnu