Forvitin rauð - 01.12.1976, Blaðsíða 17
17
verkamenn -námsmenn
einstaklingum og stofnunum.
Atvinnurekendur vilja ráða því að menntun
beinist til þeirra atvinnugreina sem gefa
fljótteknastan gróða á hverjum tíma. Slíkt
mundi þýða einhæfa ítroðslumenntun sérhæfingar-
innar, sem best hæfir hugsunarhætti yfirstétt-
arinnar þar sem hún leiðir síst til gagnrýninn-
ar rökhyggju.
Námsmenn.
Á þessum sögufræga hátíðisdegi sem þig gerið
nú að baráttudegi ykkar vitið þið mörg hvað
er að vera blá skínandi fátæk. Þau litlu náms-
lán sem fást munu vera einhver þau óhagkvæmustt
allra okurlána. Því hljóta námslaun að vera
skýlaus krafa. Málmiðnaðarmenn hér hafa 158%
lægri laun en starfsbræður þeirra £ Danmörku
og eru þó flestar nauðsynjar mun ódýrari þar
en hér.
Mörg alþýðuheimili þessa lands ríða á barmi
gjaldþrots, þrátt fyrir sæmilega atvinnu og
gengdarlausan vinnutíma. Er þetta þá vel-
ferðarþjóðfélagið ? Kemur verkalýðshreyfing-
unni ekkert við nema launabarátta í þrengstu
merkingu. Ekki var það að heyra á einum af
forsetum Alþingis. Mér sýnist að þó nokkrir
af forystumönnum verkalýðshreyfingarinnar séu
f.
verkamaðurí
stöðvaðu hringinn
og spurðu
því líf þitt stendur utanvið
verkamaður
sem fær hringinn til að snúast
hann snýst ekki þér
sundraðu kringumstæðunum sem taka þig frjálsan
og ala þig upp þræl
við erum í brotum eins og pússluspil
og hlutar okkar ná ekki saman...
Pétur Gunnarsson
Splunkunýr dagur útg.'73
sama sinnis. En meirihluti verkafólks hugsar
öðruvísi. Það fólk krefst raunhæfrar fram-
sækinnar stefnumótunar alþýðusamtakanna.
Stefna sem tekur til allra þjóðfélagsvandamála,
samtíðar og framtíðar.
Málmiðnaðarmenn hafa nýlega mótað sér stefnu.
£ henni felst x fáum orðum að þeir neita að
skifta starfshopum verkamanna, námsmönnum og
öldruðum niður í hópa sem att er hverjum á
annan eftir stefnuskrá öfundarinnar. Vonandi
kemst þing ASÍ sem enn stendur yfir að svip-
aðri niðurstöðu.
Hörð baratta er hafin. Hún er og hlýtur að
verða mjög pólitísk og byggja á mannhelgi og
jafnrétti, þar sem raunverulega alfrjálst
ísland er takmarkið.
Félagar. Tvennt er það sem ég vil nefna við
ykkur að lokum. Hið fyrra er, að þið eigið
ekki þetta land. Það er landið sem á ykkur.
Hið siðara er, að hvar sem verkamaðurinn heyir
sína baráttu, mun hann ekki koma og biðja
ykkur aðstoðar. Við munum krefjast hennar.