Forvitin rauð - 01.12.1976, Blaðsíða 14

Forvitin rauð - 01.12.1976, Blaðsíða 14
14 Viðmælanda okkar fannst mikið skorta á samstöð una á vinnustað. Þegar reynt var að knýja á um kauphækkun og hærra vaktaálag var tveim starfsstúlkum sagt upp , önnur þeirra trúnað- armaður á staðnum. I upphafi ætluðu allir að standa saman og styðja við bakið .á þessum konum, en þegar til kom, var ekki um neina sam stöðu að ræða. Nú sem stendur er ekki neinn trúnaðarmaður á staðnum og ekki lítur út fyrir að fáist neinar kjarabætur, þar sem starfs- fólk er hrætt við að til svipaðra aðgerða verði gripið gegn því. Hótel Esja Laun starfsstúlkna í sal er hæst kr. 78.9o9. kr. með öllu, þ.e.vaktaálagi. Vaktir eru þannig: 4 dagvaktir - frá 8-17,3o, 2 kvöldvaktir frá 17,3o til 23. Frí er 2 daga í viku, svo og helg'arfrí fimmtu hverja helgi, skilað er 49 stunda vinnuviku. Starfsmenn raða ekki sjálfir niður vöktum, heldur sér starfsmannahald Loftleiða um það. Vinnuaðstaða er ágæt og samningsbundin matar- og kaffihlé. Viðmælenda okkar fannst félagið hafa mjög lélega samninga og taldi að nauðsynlegt væri að gera róttækar breytingar þar að lútandi. Félagið virtist fremur vinna fyrir vinnuveit- endur en fólkið. Viðmælanda okkar var tíðrætt um lífeyrissjóða- kerfið og sagði að á því þyrfti að gera miklar breytingar. Verkafólk greiðir 4% af kaupi sínu í lífeyrissjóð félags síns og atvinnurekendur 6%. Hér er mikið fe í veltu en hvað mikið og hvað verður um þessa peninga? Lán úr lífeyrissjóðum eru óhagstæð lán og eru greidd margföld til baka. Ekki er ástandið betra í orlofsmálum. Orlof er 8,3 3% af launuir og sú fjárhæð er látin liggja vaxtalaus í heilt ár, áður en fólk fær hana x hendur. Hvar eru vextirnir ? "Annars virðist allt kerfið vera orðið svo rotið, - ég held að það þyrfti að snúa öllu við",sagði viðmæland- inn að lokum. Hótel Loftleiðir. Hér eru sömu laun greidd og á Hótel Esju, einnig skiptast vaktir eins. öll starfsað- staða er ágæt og virtist fólk vera ánægt með. hana. Þar er staðið við gerða samninga, t.d. gerist það hér sem fátítt er, að ef starfs- fólk vinnu fram yfir samningsbundinn tíma, þá fær það greiddan leigubílakostnað. Samtal við tvær herbergisþernur á hóteli í Reykjavík, 24. nóv. 1976. Á leiðinni upp stiga inni á hótelinu inættum við konu sem ryksugaði af miklum eldmóði. Við kynntum okkur og sögðum frá hvaða blaði við værum. Viðmælandi okkar hafði aldrei heyrt á það rit minnst. Við spurðum hana hvort hún vildi svara nokkrum spurningum um kaup, kjör og félag sinnar stéttar. I fyrstx svaraði hún afdráttarlaust neitandi og vísaði' á aðra starfsstúlku, sem hún kvað mun "KLÁR- ARI", en á meðan við biðum eftir þeirri, gaf hún sig á tal við okkur og svaraði öllum spurningum okkar. Hér á eftir koma aðal- atriði viðræðna okkar við þessar tvær heið- urskonur. Við byrjuðum á því að spyrja hvernig starfs- aðstaðan væri. Þær kváðu hana góða að mörgu leyti, þó ýmsu væri ábótavant t.d. þyrftu þær að sækja þvott niður í kjallara hótelsins og bera upp stigana( Hótelið er á 5 hæðum ). Að vísu mættu þær"skjótast" í lyftuna, en þær þurfa að halda á þvottinum. Stúlkurnar hafa ákveðinn matartíma, en þurfa að svara hringingum gestanna ef svo ber undir. Maturinn er ekki ókeypis. Þær geta keypt ódýran mat í eldhúsi hótelsins. óánægja þeirra beindist helst að því að fá aðeins einn frídag í viku. Rök atvinnu- rekandans eru þau, að þær vinni ekki nógu langan vinnudag. Þær vinna frá 8 til 18, FRH. Á BLS. 18

x

Forvitin rauð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Forvitin rauð
https://timarit.is/publication/56

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.