Forvitin rauð - 01.12.1976, Blaðsíða 16
16
snorri sigfinnsson
SAMSTAÐA
RÆÐA FLUTT A BARATTUSA MKOMU STÚDENTA f H ^SKOLABIO 1. DESEMBER
Eg tala aðallega til þess m-ginþorra námsmanna
sem kemur frá alþýðuheimiium þessa lands.
Þeirra sem gjörþekkja lífskjör launþega frá
heimilum foreldra sinna og vina. Fólk þessara
heimila virðir vilja ykkar til þess að standa
sjálf undir þeim kostnaði sem námið hefur í
för með sér, án þess að vera ætíð upp á aðra
komin. Þig þekkið miskunarlausa vinnuþrælkun
og öryggisleysi, sem stundum jaðrar við von-
leysi. En margt af þessu alþýðufólki ber harm
í huga sem er þyngri en tárum taki. Það sér
ættjörð sína svívirta, svikna og selda stig af
stigi, í misstórum skömmtum, oft á hálýðræðis-
legan hátt eins og sagt er, á máli alþjóða
auðhringa og mútuþægra umboðsmanna þeirra, en
einnig með aðferðum sem sumir kalla stjórnar-
skrárbrot, eða jafnve'l landráð. Því er land
okkar troðið stígvélahælum hermanna þeirrar
Þjóðar, sem framið hefur óhunganlegustu til-
raun til þjóðarmorðs, síðustu áratugi
Þegar þessar forsendur eru hafðar £ huga, þá
er mér með öllu óljóst, hvernig ég eigi að
tala um samleið verkamanna og námsmanna, eins
og tvennt ólxkt sé um að ræða.
Þig vinnið aðeins visst tímabil æfi ykkar við
að afla ykkur þekkingar sem nauðsynleg er í
nútíma þjóðfélagi.
Sú þekking á að geta gert ykkur hæfari til
þess að berjast með öðrum verkamönnum fyrir
bættum kjörum ásamt endurheimt og vernd frels-
is og raunverulegt fullveldis þessarar þjóðar.
ef þið aldrei eitt augnablik gleymið uppruna
ýkkar og stéttarlegri skyldu.
En hættur leynast við hvert fótmál ekki síst
hjá háskólafólki. Mig langar til þess að
nefna nokkrar slíkar.
Við skulum byrja á að athuga hver er baráttu-
aðferð yfirstéttarinnar. £ fyrst lagi
óstöðvandi áróöur, og ég leyfi mér aö segja
í mörgum tilfellum hatursherferð gegn náms-
mönnum og þá einkanlega og sér í lagi beinist
hann gegn fólki í langskólanámi. I öðru lagi
er það sagt að þið séuð ónytjungar, sem ekki
nenni að vinna, letingjar sem fari í skóla til
heimta að staðið sé viö lög, þannig að þið
getið dregið fram lífið meðan á námi stendur.
Þó er það versta af öllu vondu að íslensk
skólaæska er farin að hugsa og jafnvel tala
og skrifa um þjóðfélagsmál í alvöru og setja
kjör sín í samhengi við önnur þjóðfélagsvanda-
mál.
En hvers vegna er íslensk auðstétt svo hatrömm
í herferð sinni gegn frjálsri menntun fólks
frá alþýðuheimilunum aö hún vilji gera hana
að forréttindum afkvæma efnamanna.
íg skal nefna nokkur dæmi.
Frjáls og upþlýst hugsun er öllu öðru hættu-
legri valdaaðstöðu nýríkrar, gjörspilltrar
landsöluyfirstéttar þessa lands. Slík hugsun
leiðir hugann auðveldlega að þv£ að frumfor-
senda þess að raunverulegt lýðræði geti r£kt
og launþegar sem eru meginþorri þjóðarinnar
geti ráðiö málefnum hennar á skynsamlegan hátt
með hagsmuni heildarinnar £ huga er sú að er-
lendur her sé rekinn tafarlaust og án ,undan-
bragða af landinu. Yfirstéttin óttast að jafn-
vel rikislögreglan, sem vinstristjórnin sálaða
var svo væn að koma upp handa henni, nægi sér
ekki til að viðhalda völdum ef verkamenn
hugar og handa ná að sameinast á grundvelli
uppruna s£ns og sameiginlegra hagsmuna.
Hún óttast afturkipp £ kauphöll r£kjandi valda-
stéttar, þar sem verslað er með sannfæringu og
samvisku. Keypt er afskiftaleysi af r£kjandi
ástandi, þögn um ranglæti og spillingu ásamt
gagnrýnislausri hlýðni. Greiðslan er gjarnan
góð staða, bitlingar, völd og hóglifi ásamt
von um að geta orðið arftakar þeirra, sem nú
telja sig hafa allan ráðstöfunarrétt á landi
og þjóð.
En hverjar eru hættur alþýðunnar ef nám verður
að forréttindum efnamanna . Flestir embættis-
og menntamenn komu úr sömu stéttum, slitnir úr
tengslum við stritandi verkafólk, skilningsvana
á kjör þess og hugsunarhátt, óvitandi um ást
þess á landinu, réttlætiskennd þess gagnvart
þeim sem miður mega s£n, eða ofsóttir af misk-
unarleysi hins ómennska valds sem stéttskift
auðvaldsþjóðfélag fær eftirlitslaust £ hendur
þess að hafa það gott og lifa á þjóðfélaginu
og siðast en ekki s£st, svosv£virðileg að