Forvitin rauð - 01.12.1976, Blaðsíða 11
11
dagheimili -
fyrir hverja ?
Á ráðstefnu um kjör láglaunakvenna, sem haldin
var a Hótel Loftleiðum 16. maí 1976, var m.a.
gerð eftirfarandi ályktun:
Ráðstefnan fordæmir þá breytingu sem gerð var á
lögunum um þátttöku ríkisins £ stofnun og
rekstri dagvistunarstofnana, að fella niður
hlutdeild ríkissjóðs í rekstrarkostnaði stofn-
ananna, og telur það stórt skref aftur á bak.
Ráðstefnan telur, að varanleg lausn á uppbyge-
ingu nægilega margra dagvistunarstofnana fáist
ekki nema ríki og sveitarfélög stofni þau og
reki eins og aðrar uppeldisstofnanir og skóla
þjóðfllagsins, svo öll börn geti átt aðgang að
þeim. Ennfremur telur ráðstefnan æskilegt, að
stéttarfélögin beiti sér fyrir því, að tekið
verði inn í kjarasamninga þeirra, að atvinnu-
rekendur greiði ákveðið giald £ byggingarsjóð
dagvistunarstofnana til að flýta fyrir fram-
kvæmduiru
£ framhaldi af þessari ályktun var stofnaður
starfshópur um dagvistarmál, sem setti sér tv£-
þætt verkefni: 1) að vinna aö kynningu á dag-
vistarmálum, og 2) að vinna að þv£ að fá ákvæði
inn £ kjarasamninga um greiðslur £ dagheimila-
sjóð. 2o manns skráðu sig £ starfshópinn, bæði
úr verkalýðshreyfingunni, Rauðsokkahreyfingunni
og annað áhugafólk. Hópurinn hefur haldið 15
fundi £ Sokkholti, húsnæði Rauðsokkahreyfingar-
innar.
Vegna fyrri hluta verkefnisins, þ.e.a.s. að
vinna að kynningu á dagvistarmálum, hafði hóp-
urinn samband við starfsmenn fjölmiðlanna, út-
varps, dagblaða og landsbyggðarblaða, og kynnti
hugmyndir s£nar. Málinu var vel tekið og hófst
kynning á dagvistarmálum £ fjölmiðlum þann 17.
nóv. með útvarpserindi Guðnýjar Guöbjörnsdóttur,
sálfræðings, sem hún nefndi: Dagvistunarstofn-
anir fyrir börn - ill nauðsyn eða sjálfsögð
mannréttindi? Og þann 29. nóv. tók Aðalheiður
Bjarnfreðsdóttir dagvistarmálin rækilega til
umræðu £ þættinum Um daginn og veginn. Vikuna
21. til 28. nóv. kynntu dagblöðin dagvistar-
málin, og sum raunar lengur. Birtar voru
greinar um dagvistarmál, sagt frá heimsóknum á
dagvistarheimili og skýrt frá innra starfi
þeirra, birt voru viðtöl við sérfræðinga og
aðra um þessi mál, og sfðast en ekki s£st voru
verkalýðsforingjar spurðir álits. Áhersla var
lögð á að kynna málið dagana fyrir Alþýðusam-
bandsþing til að freista þess að koma dagvistar-
málunum f brennidepil, ef svo má segja.
En málinu er ekki lokið. I október skrifaði
hópurinn útvarpsráði brlf og fór fram á það m.
a. að sjónvarpið sinnti dagvistarmálum almennt
meira, að gerðir yrðu islenskir sjónvarpsþættir
um dagvistarheimili bæði £ Reykjavfk og úti á
landi, að sýndar yrðu erlendar kvikmyndir um
þessi mál og á eftir færu umræður £ sjónvarps-
sal.
Forráðamenn sjónvarpsins hafa haft góð orð
um það að kynna dagvistarmálin £ auknum mæli á
nýja árinu.
Vegna seinni hluta verkefnisins, þ.e. að
vinna að þv£ að fá ákvæði inn £ kjarasamninga
um greiðslur £ dagheimilissjóð. skrifaði hóp-
urinn stjórnum allra aðildarfélaga A.S.I. bréf,
en þau eru 2o9 að tölu, þar sem bent var á
ofanritaða ályktun sem gerð var á Ráðstefnu um
kjör láglaunakvenna. Einnig var minnt á yfir-
lýsingu, sem undirrituð var £ febrúar 1974
fyrir hönd Verkamannasambands íslands og Vinnu-
veitendasambands íslands og hljóðar svo:
Samningsaðilar eru sammála um að beita sér fyrii
þvf, að þjónusta barna- og skólaheimila verði
aukin og framkvæmd þannig að þau nýtist starfs-
fólki við framleiðslustörf betur en nú er.
Brlf starfshópsins til verkalýðsfélaganna
endaði á þessa leið: Starfshópurinn telur, að
það ófremdarástand sem nú r£kir £ þessum málum
vari um langan aldur nema verkalýðshreyfingin
beiti sér fyrir úrbótum £ kjarasamningum.
Allmörg verkalýðsfélög skrifuðu og skoruðu á
stjórn Alþýðusambands fslands, "að mál þessi
verði rædd á þingi samtakanna, sem haldið
verður innan t£ðar og leitað leiða til að knýja
fram úrbætur í þessum efnum", eins og segir
£ einu bréfanna.
I oktober skrifaði starfshópur Um dagvistar-
mál stjórn A.S.Í. og gerði nokkra úttekt á
ástandinu £ dagvistarmálum eins og það er nú
og lét £ ljós von um að unnið yrði að úrbótum
á Alþýðusambandsþingi og £ komandi kjarasamn-
ingum. 33. þing A.S.f. samþykkti svo bæði
ályktun og tillögu um dagvistarmál, og munu
margir fylgjast af áhuga með framgangi þeirra
mála.
Starfshópur um dagvistarmál hefur ekki lokið
störfum og mun halda afram að lja malum þessum
lið.
F.h. starfshóps um dagvistarmál
Rannveig Jónsdóttir