Forvitin rauð - 01.12.1976, Blaðsíða 21

Forvitin rauð - 01.12.1976, Blaðsíða 21
21 UNG i OAG. skó frá skósmið fyrr> en eftir fermingu. Þá fyrst fékk hún skó, sem mágur hennar smxðaði, en hann hafði lært skósmíði á ísafirði. Á bernskuheimili Halldóru var enginn vefstóll. En það voru höfð vinnuskipti. Pabbi hennar saumaði sjóstakka og sjóbrækur úr sauðskinni, en kálfskinn var haft í ísetuna. Hann verkaði skinnið sjálfur, rakaði það, spítti og elti milli handanna. Venjulega notaði hann járn- hanska til að ýta nálinni með, þegar hann sau- maði. Sjóhattana saumuðu konur úr olíubornu lérefti. f staðinn fengu þau ofið úr ullinni á öðrum bæjum. Sína fyrstu búðarflík eignaðist Halldóra, þegar hún byrjaði að ganga í skóla. Það var kápa, sem pabbi hennar keypti á ísafirði. Skólagangan hófst, þegar Halldóra var tíu ára gömul og í þrjá vetur gekk hún í barnaskólann að Núpi í Dýrafirði. Eftir fermingu var hún svolítið í tímakennslu. - Mig langaði að verða læknir, sagði Halldóra, og það var sérstök ástæða fyrir því. Aldamóta- árið bjuggum við í Kjaransvík á Ströndum. Eitt sinn gerði ofsaveður, það var nóttina fyrir þrettánda, og þá fauk þakið og framgafl- inn af bænum okkar út á sjó. Við rétt sluppum. Bækurnar hans pabba, sem voru á hillu á gafl- inum, fatnaðurinn okkar og flest annað laus- legt x bænum hvarf á sjó út. Mig kól á fótunum þegar ég var borin til bæja. Svo þegar ég var átta ára,var ég um tíma hjá vandalausum og þá var ég oft blaut í fæturna. Kalsárin á fótunum tóku sig upp og ég man að ég reif niður sængur verið mitt til þess að binda um sárin. Þegar foreldrar mínir sóttu mig sáu þau fljótlega hvernig ég var á mig komin og pabbi minn hélt þá strax af stað það sama kvöld að finna lækni til þess að ná í smysl og umbúðir. Þannig fór nú nætursvefninn hans. Upp úr þessu fékk ég áhuga fyrir hjúkrun og lækningum. Ef einhver meiddi sig, menn eða skepnur, þá var kallað: „Komdu Dóra og bittu um." Eftir þetta átti ég alltaf umbúðir og smysl, sem ég keypti fyrir upptíninginn minn. En þegar ég sagði frá því að mig langaði að fara burtu til að Xæra þá lét pabbi mig heyra - þótt hann væri nú annars góður - að ég vildi fara burt, þegar ég gæti farið að gera eitthvert gagn. Og þannig end- aði það. Sumarið, sem Halldóra varð tíu ára, fór hún í fyrsta skipti að heiman til þess að vinna fyrir sér. Hún fór að Klukkulandi í Dýrafirði. Á vinnuhjúaskildaga 14. maí, sem var annar í hvítasunnu, fór húsbóndinn í önundarfjörð að sækja vinnukonu. Veður var gott og búið að sleppa fénu. Sauðburður stóð sem hæst og Hall- dóra atti að hugsa um féð og kýrnar með hús- móðurinni, sem var nýstigin af sæng,og gamalli konu. Allt í einu skall á hríðarbylur og kind- urnar, komnar að burði, létu lömbunum hver af annarri. Halldóra mátti nú taka á því sem hún átti. Hún hljóp á milli ánna, setti nýfædd lömbin í poka og bar þau til bæja, þar sem húsmóðirin tók við þeim og yljaði þeim. Svo giftursamlega tókst til að þær misstu ekkert lamb. Þetta þótti vel af sér vikið af tíu ára telpu. Á Klukkulandi voru um 60 ær, 10 geml- ingar, 2 hrútar, 3-4 sauðir og 2 kýr. Það var talið meðalbú. Sumarkaupið hennar var tíu krónur í peningum, kjólefni og auk þess mátti hún velja sér eitt af fráfærulömbunum. Hall- dóra var áfram á Klukkulandi næstu sumrin. Vorið 1910, viku eftir að Halldóra fermdist, flutti fjölskyldan til Súgandafjarðar. Hún byrjaði strax að vinna í fiski. Þá fór hún að vinna fyrir sér fyrir alvöru. Snjóþungt var og skaflarnir náðu upp undir þakskegg. Engin vatn leiðsla var í þorpinu og allt vatn var sótt í lækjarhúsið og þar var þvotturinn skolaður. Það var vaskað úti og stundum var allt frosið, svo að byrja þurfti á því að brjóta klakann. Halldóra átti ekki að fá fullt kaup sökum æsku

x

Forvitin rauð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Forvitin rauð
https://timarit.is/publication/56

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.