Forvitin rauð - 01.12.1976, Blaðsíða 8

Forvitin rauð - 01.12.1976, Blaðsíða 8
 _______________________8 frá Mandebevægelsen Hvað er pungrotta ? Pungrotta er þýðing á enskul orðunum "male chauvinist pig" en þau hafa reynd- ar einnig verið þýdd sem "karlforrétt- indapungur" sem er alltof stirt og óþjált. Hugtak þetta mun fyrst hafa verið notað meðal bandarískra kvenna sem börðust fyrir jafnrétti kynjanna og hlaut fljátt mikla útbreiðslu. Það nær yfir karlmenn sem ýmist meðvitað eða ómeðvitað setja sig ofar konunni og telja sjálfsagt að hún sé þeim undir- gefin. Danskur maður að nafni CXaus Clausen hefur ásamt fleirum gefið út bók sem á frummálinu nefnist "Mænd. Det svækkede kön" og er í ört stækkandi hópi báka eftir karlmenn þar sem þeir reyna að endurmeta stöðu sína sem karlmenn. Líta þeir á þetta endurmat sem hliðstæðu við það starf sem jafnréttishreyfingar kvenna hafa unnið á undanförnum árum og áratugum. Reyndar hafa danskir karlmenn gengið lengra en að skrifa bækur. Þeir hafa til dæmis stofnað hreyfingu sem þeir nefna "Mandebevægelsen" og eru nú starf- andi tugir starfshópa á hennar vegum um alla Danmörku. Aftast 1 bok Clausens og félaga gerir hann tilraun til að lýsa því með áþreif- anlegum dæmum hvað það er að vera pung- rotta, dæmum sem "varpa ljósi á það hvar skárinn kreppir" eins og hann kemst að °rði. Þessi kafli fylgir hér á eftir í íslenskri þýðingu. Vonandi er sá karl- maður ekki til sem öll dæmin eiga við um en sennilega. sleppur eng-inn við að finna eitthvað sem á við hann. Pungrotta er maður sem: - aðeins getur elskað konu sem er veik- byggðari en hann, yngri, minna menntuð og sem tilbiður hann vegna eigin ósjálf- stæðis - glápir á "skvísur" þegar hann er á gangi með konu sinni eða reynir í hug- anum við þær sem yngri eru og lögulegri en hún - dæmir konur einungis eftir útlitinu en gleymir því hvernig hann lítur út sjálfur - alltaf er uppskrúfaður, veit allt betur og treður eigin persónu upp á aðra, þar á meðal konuna sína - ræðir málefnalega við kynbræður sína en lætur konum nægja daður og hégóma - heyrir ekki það sem konur segja í samkvæmum og virðir einungis karlmenn svars - tekur einungis karlmenn alvar- lega - finnst hann vera eins og kóngur í ríki sínu þegar hann er einn í kvennahópi - finnst eðlilegt að hann panti matinn á veitingastað og sjálfsagt að hann'komi fram í nafni konunnar - klappar konu á bossann eða kitlar hana undir hökunni eins og hún sé stórt smá- barn - aðeins er fær um að ríða konu ef hann • á frumkvæðiö - eða er "ofaná" í bókstaf- legri merkingu - metur útlit kvenna og gefur þeim ein- kunnir eftir því (of lítil brjóst, of stór brjóst, of mikil læri o.s.frv.) - finnst það vera í verkahring konunnar að sjá um getnaðarvarnir og getur ekki hugsað sér að taka inn pilluna eða láta gera sig ófrjóan - heldur upp á fæðingu barns síns með því að fara á kvennafar - flautar á eftir eða eltir konur á göt- um úti - segir aldrei "ég elska þig" nema þegar hann er að fá úr honum

x

Forvitin rauð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Forvitin rauð
https://timarit.is/publication/56

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.