Forvitin rauð - 01.12.1976, Blaðsíða 7

Forvitin rauð - 01.12.1976, Blaðsíða 7
7 af láglaunaráðstefnu - frh. Þegar fara átti inn á aðrar brautir, þá greip fundarstjðri inní- enga pðlitík-. Hvernig er hægt að komast hjá því að minnast á sósíalisma á ráðstefnu láglaunafðlks? Það er ekki hægt að hefja raunhæfa umræðu um verka- lýðsmál, án þess að taka pólitíska afstöðu. 2g varð ekki var við að mælendaskrá væri Xok- að, heldur fyrirvaralaust lokað fyrir munninn á verkafólki þegar hitna fór í kolunum, og einum fulltráa þeirra afla innan verkalýðsfor- ystunnar sem mest hafa svikið verkafólk, látinn loka fundi. Einnig saknaði óg umræðu um orlofspeninga. Hvernig stendur á því að sumir atvinnurekendur komast hjá því að borga orlof, og verkalýðsfólögum líðst að rýra orlofspeninga sumra meðlima? Það virðist ekkert vera hægt að fá leiðrótt í þessum efnum, því svikin eru samtryggð öllum stjórnmálaflokkum. Yið hræðum ekki ríkisstjórnina með svona fund- um, því þetta er það sem þeir vilja. Það næst enginn árángur ef aðeins er talað um afleiðing- arnar af svínaríinu, en aldrei grafist fyrir um r.æturnar. þess að beina spjótunum að sameiginlegum and- stæðing - ríkisvaldi og atvinnurekendum -. Á þessari ráðstefnu bjóst óg við að sjá ákveð- na krafta sem vildu brjðta sig át ár spilling- unni, en varð fyrir vonbrigðum. Þess virtist vel gætt að fara ekki át fyrir láglaunasnakk, þessa eilífu spurningu um krón- ur og aura. Það er alveg sama hvað kaupið hækkar ef það er alltaf tekið frá okkur um leið. Hvað veldur því að við erum á hálfu kaupi? Hvar stöndum við í verkalýðsbaráttunni? Ef við ekki veltum þessum spurningum fyrir akkur, en höl-dum okkur þ.e okkur, en höldum okkur þess í stað þar sem hinir vilja halda okkur, - á launaplaninuj þá getum við haldið hundrað svona ráðstefnur án þess að það gangi né reki. f janúar 1976 var haldinn fundur með félags- konum ASB. Þar kom fram,að allt væri á huldu um lokun mjólkurbúðanna, en það yrði kallað á fund, þegar eitthvað gerðist í málinu. Sá fundur var aldrei boðaður . Neytendur kölluðu starfsstúlkur og neytendur saman á fund 28.júlí. A þeim fundi var kosin 7 manna starfshópur, 4 stúlkur úr mjólkurbúð- um og 3 neytendur. Fyrsti fundur þessa starfs hóps var haldinn 2.ágúst, og var það ákveðið að hefja undirskriftasöfun meðal neytenda. Undirskriftasöfnunin hófst á fundi í Lindar- bæ 22.ágúst, og var listunum skilað til M.S. með 17.200 nöfnum þann 7.september. 27.sept- ember var farin kröfuganga og haldinn fundur í Austurbæjarbíó, - án árangurs.- Kosningar fóru fram í félaginu 23.-24.okt. fyrirASf þing. Bar Lilja Kristjánsdóttir fram mótlista, sem fékk 116 atkv., en listi Hallveigar Einarsdóttur, formanns ASB, fékk 73 atkv. Klofningur er í stjórn A.S.B., en hun vinnur a moti samninganefnd félagsins, gegn lokun mjólkurbúðanna. Samninganefnd ASB sendi verkalýðsfélögunum bréf og vænti stuðnings frá þeim, en fékk ekki Nefndarkonur fóru til Björns Jónssonar f orseta ASÍ, og væntu stuðnings, sem fékkst ekki heldur. Hann líkti uppsögn kvennanna við atvinnumissi karlanna í Sigölduvirkjun. Krafa var send stjórn M.S., þar sem beðið er um að"a.m.k.25 búðir verði reknar áfram þar sem þörfin er mest og þá í 5 ár. Þetta myndi þýða að hluta elstu kvennanna yrði tryggð örugg atvinna um nokkurt skeið, og þau hverfi sem annars yrðu illa úti hefðu áfram fyrri þjonustu." M.S. visaði tillögunni frá sér til Kaupmannasamtakanna.Þeir gerðu könnun, að beiðni samninganefndar A.S.B., á hvað margir kaupmenn vildu selja mjólkurvörur Aðeins 6 kaupmenn voru spurðir, 3 vildu taka þetta að sér,l var óákveðinn og 2 vildu óbreytt ástand. Þessi krafa var send í bréfi til allra þingmanna vegna uppsagna starf- stúlknanna, og einnig verður hún borin fram FRH. A BLS. 18

x

Forvitin rauð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Forvitin rauð
https://timarit.is/publication/56

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.