Forvitin rauð - 01.12.1976, Blaðsíða 22
22
en hún sagði við verkstjórann: „Ég vil fá
fullt kaup, ef ég get unnið eins og hinir."
Hún varþá látin vaska á móti duglegustu kon-
unni,sem Guðrún hét, en hún talin vera karl-
mannsígildi. Eftir fyrstu vikuna tókst Hall-
dóru að ná henni og fékk hún þá sama kaupeftir
það. Unnið var í akkorði og konurnar fengu 35
aura fyrir hverja hundrað fiska. En konurnar
gátu ráðið því hvort þær unnu í akkorði eða
á tímakaupi, en það var 10 aurar á tímann.
Unglingar fengu minna kaup.
Þegar skip komu voru konurnar látnar vinna við
uppskipunina. Þá fengu þær 12 aura á tímann.
Karlmenn réru út í skipið og sóttu vörurnar,
en þegar bátarnir komu að bryggju tóku konur-
nar við og báru þá hálft skipspund (160 pund)
af kolum eða salti á börum á milli sín. Korn-
vöruna báru þær á sama hátt í 200 punda
sekkjum. Konurnar unnu líka við uppskipun á
timbri. Ekki gátu konur borið svo þungt, en
Halldóra varlátin vinna á móti Gunnu jafnt við
vöskun sem kolaburð. Aðkomumaður orti þessa
vísu:
Fyrir vestan fljóð ég sá,
fölar mest á vanga,
eins og hestar áburð með
í stórlestum ganga.
Það voru aðallega konur, sem unnu við uppski-
pun, og það voru eingöngu konur í vaskinu.
Bæði karlar og konur voru í því að bera fisk-
inn að og frá. Fiskurinn var keyrður út á
reitina x handknúnum vagni, sem rann eftir
járnbrautarspori.
Vinnutxminn var frá sex á morgnana til átta
á kvöldin. Fólkið fékk tvo tíma í mat og kaffi
Allir fóru heim í mat, en kaffi höfðu menn
ýmist með sér eða þeim var fært. Kaffitímar
voru þrisvar á dag.
- Sumar konurnar voru með börn á brjósti,
segir Halldóra, og ég man sérstaklega eftir
einni konu, sem alltaf byrjaði á því að gefa
barninu brjóst áður en h-ún drakk kaffið sitt.
Eldri systkinin komu með barnið út á reitinn
til hennar á kaffitímum. Barnið var þrettán
eða fjórtán mánaða og var farið að ganga.
Ekki var mikið um það á Vestfjörðum að konur
sæktu sjó, en þá þekktist það að konur réru.
Guðný Magnúsdóttir í Súgandafirði stundaði
mikið sjó. Hún var í lausamennsku sem kalla-
að var. Eitt sinn gerði hún sér það til gam-
ans að róa með átta stelpur á handfæri.
Halldóra var ein þeirra. Þær fylilt bátinn
og fengu góð daglaun. Algengara var það að
konur sæktu sjó við Breiðarfjörð
Faðir Halldóru drukknaði árið 1913 í róðri.
Ari seinna fór hún suður til Reykjavíkur í
atvinnuleit. Hún var þá beðin fyrir veika
konu sem átti að fara á Hælið. Farið suður
kostaði tíu krónur og fimmtú aura, en þegar
til Reykjavíkur kom kostaði tuttugu og fimm
aura undir hvorn pakka - lítinn eða stóran-
sem þurfti að ferja í land. Nú voru góð ráð
dýr, því þær samferðakonurnar voru með farang-
ur sinn í mörgum pinklum, en auraráðin lítil.
Halldóra hafði nú snör handtök. Hún gróf blá-
köflótta sængurverið sitt upp í skyndi og lét
allan farangur þeirra beggja þar í, og þær
voru ferjaðar í land með allan sinn farangur
í einum pinki.
Þegar hér var komið við sögu voru hjónin frá
Klukkulandi flutt suður og voru með smábúskap
að Leynimýri við Eskihlíð. Halldóra fékk bónd
ann til þess að flytja veiku konuna og farangu:
ur hennar á hestvagni til Vífilstaða.
Næsta dag gekk Halldóra út í Leynimýri út í
Melshús á Seltjarnarnesi í leit að vinnu.
Thor Jensen rak þar saltfiskvinnslu. Þarna
unnu um það bil 60 konur og voru þær flestar
í heimavist. Konurnar bjuggu fjórar eða fimm
saman í herbergi og borðuðu í sameiginlegu
mötuneyti. Kaupið var 12 aurar á tímann.
Þegar búið var að vaska og ekki var hægt að
breiða, voru konurnar látnar vera í grjótvinnu