Forvitin rauð - 01.05.1978, Blaðsíða 15

Forvitin rauð - 01.05.1978, Blaðsíða 15
1 ©------------------------------------------------- menntunar og fullkomnari getnaðarvarnir valda því að konur fara í ríkum mæli < að leita út af heimilunum, en þurfa þó að sinna þörfum fjölskyldna sinna. Þessi mót- sögn hlaut að leiða til uppkomu hinnar nýju kvenfrelsishreyfingar. Frelsun Kvenfrelsishreyfingin nýja á upptök sín í stúdentauppreisnunum og þeirri víðtæku róttæknisþróun sem átti sér stað í kringum 1968. Tilurð hennar átti sér forsendur í sívaxandi framþróun kapítalískra fram- leiðsluhátta upp úr seinni heimsstyrjöld- inni. Hin víðtæka vitundarvakning kvenna, uppreisn þeirra gegn ríkjandi gildismati, gegn karlveldi og barátta þeirra fyrir ýmiss konar umbótum er öðru fremur merki um félagslega kreppu borgaralegs samfélags. Vitundarvakning kvenna hefur átt sér stað við mismunandi skilyrði og hjá mis- munandi þjóðfélagshópum kvenna. Þannig hefur misjafn skilningur verið lagður í vandamál kvenna og hinir ýmsu hópar hafa sett sér ólík markmið. Ýmsir hópar borg- aralegra femxnista hafa beint baráttu sinni gegn karlmönnum jafnvel alitið lausn vandamálsins felast í valdatöku kvenna. Þeir hafa einskorðað baráttuna við hug- myndafræðilega þætti og sumir hverjir hafa lokast inni í hópum sem fást við sjálfs- uppeldi. Byltingarsinnaðir femínistar telja það rangt að takmarka baráttuna við einstök afmörkuð mál. Kvenfrelsisbaráttan er þvert á móti ákaflega víðfeðm, markmið hennar eru gagngerar þjóðfélagslegar breytingar. HÚn setur fram kröfur um fé3agslega á- byrgð á uppeldi barna, hún setur fram kröfur um félagslega þjónustu sem miðast við að afnema einkahúshald, hún krefst umráðaréttar kvenna yfir eigin líkama og möguleika á heilbrigðari samskiptum fólks en fjölskyldan býður upp á í núverandi formi. Um leið og við berjumst fyrir framkvæmd mála sem stuðla að kvenfrelsi, berjumst við hugmyndafræðilegri baráttu á öllum vígstöðvum. Við berjumst gegn afturhalds- sinnuðum hugmyndum um stöðu kvenna, karl- rembu (male chauvinism), gegn öllum við- horfum sem stuðla að innbyrðis samkeppni kvenna, gegn öllum tilraunum til þess að gera konur að markaðsvöru. öll þessi markmið leiða okkur inn á braut byltingarsinnaðrar baráttu. Þau eru andstæð hagsmunum auðvaldsins og vega að þeim. Þannig á kvenfrelsishreyfingin sam- leið með verkalýðsstéttinni í hagsmunabar- áttu hennar. Stytting vinnudagsins, al- 15 menn barnagæsla, hærri laun, atvinnuöryggi - allt eru þetta hagsmunamál vinnandi fólks sem stuðla jafnframt að kvenfrelsi og eru til þess fallin að rjúfa einangr- un kvenna inni á heimilunum. Það er á sama hátt hlutverk okkar að berjast gegn karlrembuhugmyndum innan verkalýðsstéttarinnar og gera karlmönnum ljóst að frelsun kvenna er einnig hags- munamál þeirra. Það myndi stuðla að ein- ingu verkalýðsstéttarinnar ef hún tæki þessi mál upp, ef hún gerði baráttumál kvenfrelsishreyfingarinnar að sínum. Kver>- frelsisbaráttan er byltingarsinnuð barátta barátta fyrir sósíalískri umsköpun. Þetta felur ekki aðeins í sér sameign allra á framleiðslutækjunum þar sem framleiðslan ræðst af þörfum fólksins og er stjórnað af því sjálfu á lýðræðislegan hátt. Sá sósíalismi sem við stefnum að felur einnig í sér samábyrgð á barnauppeldi, að heim- ilisstörf séu unnin á félagslegum grund- velli (góðar matstofur, almenningsþvotta- hús, húsnæði sem gefur möguleika á ýmiss konar sambýlisformum o.þ.h.), möguleika allra fullorðinna til atvinnu og afnám hlutverkaskiptingar kynjanna í atvinnu- og einkalífi. Við gerum einkalífið að pólitísku máli. Það verður enginn raunverulegur sósíalismi án kvenfrelsis, það verður ekkert raun- verulegt kvenfrelsi án sósíalisma. Svava Guðmundsdóttir, Dagný Kristjáns- dóttir, Ingibjörg Rán Guðmundsdóttir, Kristín Jónsdóttir.

x

Forvitin rauð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Forvitin rauð
https://timarit.is/publication/56

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.